Lokatilraun til samninga brást 21. október 2004 00:01 Sveitarfélögin geta ekki mætt kröfum kennara. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna í viðræðunum, segir telft hafi verið á tæpasta vað. Þeir hafi engin ráð sem kalli á fund með kennurum næsta hálfa mánuðinn. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að við lok þessarar deilu sé tími til kominn að kennarar semji sér við hvert sveitarfélag um laun: "Ég trúi því og vona að næst þegar við komum að samningaborðinu séum við ekki að tala við launanefnd sveitarfélaganna heldur menn sem hafa faglega og pótitíska ábyrgð." Fundi samninganefndanna lauk þegar ljóst varð að hugmyndir sem Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari lagði fram nægðu ekki til sátta: "Ég taldi mig fara bil beggja og vonaðist að menn gætu gert þær að umræðugrundvelli. Það varð ekki niðurstaðan." Í vor var kennurum boðin samningur sem hljóðaði upp á 18 prósenta kostnaðaraukningu launatengdra gjalda. Þeir höfnuðu tilboðinu og voru tilbúnir að loka samningi á um 30 prósenta hækkun. Hugmynd ríksisáttasemjara var á því bili. Birgir Björn segir launanefndina hafa verið tilbúna að ganga að tillögu ríkissáttasemjara ef hún leiddi til samnings. "Hugmyndin felur í sér miklu meiri kostnað en við vorum áður tilbúnir að axla. Hún var í okkar huga lokatilraun. Það er sannarlega hryggilegt að við skulum standa upp eftir þennan dag án samnings." Eiríkur segir hugmynd ríkissáttasemjara virðingaverða: "Hún var ekki nægjanleg til að við myndum ganga til samnings." Ásmundur hefur boðað til fundar 2. nóvember. Samninganefndirnar geti hisst fyrr telji þær ástæðu til. Ríkissáttasemjari segir það langa hlé sem hann hafi boðað til sé ekki ákall á lagasetningu á verkfall kennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Sveitarfélögin geta ekki mætt kröfum kennara. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna í viðræðunum, segir telft hafi verið á tæpasta vað. Þeir hafi engin ráð sem kalli á fund með kennurum næsta hálfa mánuðinn. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að við lok þessarar deilu sé tími til kominn að kennarar semji sér við hvert sveitarfélag um laun: "Ég trúi því og vona að næst þegar við komum að samningaborðinu séum við ekki að tala við launanefnd sveitarfélaganna heldur menn sem hafa faglega og pótitíska ábyrgð." Fundi samninganefndanna lauk þegar ljóst varð að hugmyndir sem Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari lagði fram nægðu ekki til sátta: "Ég taldi mig fara bil beggja og vonaðist að menn gætu gert þær að umræðugrundvelli. Það varð ekki niðurstaðan." Í vor var kennurum boðin samningur sem hljóðaði upp á 18 prósenta kostnaðaraukningu launatengdra gjalda. Þeir höfnuðu tilboðinu og voru tilbúnir að loka samningi á um 30 prósenta hækkun. Hugmynd ríksisáttasemjara var á því bili. Birgir Björn segir launanefndina hafa verið tilbúna að ganga að tillögu ríkissáttasemjara ef hún leiddi til samnings. "Hugmyndin felur í sér miklu meiri kostnað en við vorum áður tilbúnir að axla. Hún var í okkar huga lokatilraun. Það er sannarlega hryggilegt að við skulum standa upp eftir þennan dag án samnings." Eiríkur segir hugmynd ríkissáttasemjara virðingaverða: "Hún var ekki nægjanleg til að við myndum ganga til samnings." Ásmundur hefur boðað til fundar 2. nóvember. Samninganefndirnar geti hisst fyrr telji þær ástæðu til. Ríkissáttasemjari segir það langa hlé sem hann hafi boðað til sé ekki ákall á lagasetningu á verkfall kennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira