Ferðin ekki verkfallsbrot 24. október 2004 00:01 Skólastjóri Ingunnarskóla segir fyrirhugaða námsferð kennara til Bandaríkjanna á föstudag eiga eftir að gagnast nemendum vel. Formaður Kennarasambandsins segir þegar búið að greiða fyrir þá vinnu sem þarna fari fram og vinnan því ekki verkfallsbrot. Stöð 2 sagði í gær frá námsferð starfsfólks Ingunnarskóla til Bandaríkjanna næsta föstudag. Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri segir ekki unnt að færa ferðina eða fresta henni. Hún segir hana eiga eftir að skila sér út í skólastarfið og gagnast bæði nemendum og kennurum. Skólinn sem sé verið að heimsækja í Minneapolis sé með opið heimasvæði, líkt og Ingunnarskóli, og það eigi vafalítið eftir að skila sér að læra af reynslu annarra. Kennarar og starfsfólk hafa fengið styrk til fararinnar frá Kennarasambandinu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, auk þess sem þau greiða hluta ferðakostnaðar sjálf. Forysta stéttarfélagsins segir þetta í lagi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppilegt í miðju verkfalli segist Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, ekki meta það svo. Það hafi verið tekið á þessu máli löngu fyrir verkfall og þá sett það viðmið að þar sem væri verið að flytja til vinnu, af sumri og inn á vetur, þá væri þetta heimilt þótt verkfall væri yfirstandandi. Deilendur funda með ríkisstjórn á morgun og Eiríkur segist fara með opnum huga á þann fund. Hann útilokar ekki að deilunni verði skotið til gerðardóms en segir skipta máli á hvaða forsendum það sé gert. „Ég hef nefnt það sem dæmi að fyrir allmörgum áraum var það markmið alþingismanna að þingfarakaupið næði jöfnuði við kennarakaupið. Ef menn eru t.a.m. að hugsa um að jafna kennarakaupið upp í þingfarakaupið þá vil ég skoða þann möguleika. Það er samt forsendurnar sem skipta máli,“ segir formaður Kennarasambandsins. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Skólastjóri Ingunnarskóla segir fyrirhugaða námsferð kennara til Bandaríkjanna á föstudag eiga eftir að gagnast nemendum vel. Formaður Kennarasambandsins segir þegar búið að greiða fyrir þá vinnu sem þarna fari fram og vinnan því ekki verkfallsbrot. Stöð 2 sagði í gær frá námsferð starfsfólks Ingunnarskóla til Bandaríkjanna næsta föstudag. Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri segir ekki unnt að færa ferðina eða fresta henni. Hún segir hana eiga eftir að skila sér út í skólastarfið og gagnast bæði nemendum og kennurum. Skólinn sem sé verið að heimsækja í Minneapolis sé með opið heimasvæði, líkt og Ingunnarskóli, og það eigi vafalítið eftir að skila sér að læra af reynslu annarra. Kennarar og starfsfólk hafa fengið styrk til fararinnar frá Kennarasambandinu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, auk þess sem þau greiða hluta ferðakostnaðar sjálf. Forysta stéttarfélagsins segir þetta í lagi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppilegt í miðju verkfalli segist Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, ekki meta það svo. Það hafi verið tekið á þessu máli löngu fyrir verkfall og þá sett það viðmið að þar sem væri verið að flytja til vinnu, af sumri og inn á vetur, þá væri þetta heimilt þótt verkfall væri yfirstandandi. Deilendur funda með ríkisstjórn á morgun og Eiríkur segist fara með opnum huga á þann fund. Hann útilokar ekki að deilunni verði skotið til gerðardóms en segir skipta máli á hvaða forsendum það sé gert. „Ég hef nefnt það sem dæmi að fyrir allmörgum áraum var það markmið alþingismanna að þingfarakaupið næði jöfnuði við kennarakaupið. Ef menn eru t.a.m. að hugsa um að jafna kennarakaupið upp í þingfarakaupið þá vil ég skoða þann möguleika. Það er samt forsendurnar sem skipta máli,“ segir formaður Kennarasambandsins.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira