Endurskoðun á sjúkraþjálfun 28. október 2004 00:01 Heildarkostnaður Tryggingastofnunar og sjúklinga vegna sjúkraþjálfunar hefur hækkað um tæplega 15% á ári, eða 74% á síðastliðnum fimm árum. Kostnaðarþátttaka TR á móti hlut sjúklings hefur hækkað á tímabilinu og því nemur kostnaðarhækkun TR um 84%, eða um 487 milljónum. Kostnaður stofnunarinnar nam rúmum milljarði árið 2003. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. "Samninganefnd heilbrigðisráðherra sagði á fyrsta fundi að þeir væru að reyna að endurskoða kerfið í heild sinni, hvort þetta kerfi væri það eina rétta eða hvort fundnar verði aðrar leiðir til að haga málum", sagði Haraldur Sæmundsson formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. "En það hefur ekkert frekar komið fram um það." Í skýrslunni kemur fram að sjúklingum hefur fjölgað um 22%. Svokölluðum almennum sjúklingum hefur fjölgað um 11%, en öryrkjum sem leita til sjúkraþjálfara um ríflega 40% og ellilífeyrisþegum um 30%. Alls hefur meðferðum sjúkraþjálfara fjölgað um 33% síðastliðin fimm ár, en 27% ef tekið er tillit til nýrra reglna um skráningu skoðunar. Meðaltaxti á sama tíma hefur hækkað um 37%, eða að jafnaði um 8,2% á ári. Verðskrá vegna almennrar stofumeðferðar hefur hækkað um 32%, eða að jafnaði um 7,2% á milli ára. Helsta ástæða þess að fólk leitar í auknum mæli til sjúkraþjálfara er sú að læknar beina sjúklingum sínum æ meira til þeirra. Í öðru lagi fer öldruðum og öryrkjum, sem oftar en aðrir þurfa á langtímameðferð að halda, hlutfallslega og stöðugt fjölgandi. Í þriðja lagi hefur fjölgun barna með umönnunarmat aukið verkefni sjúkraþjálfara og svokölluðum almennum sjúklingum fjölgar vegna kyrrsetu, tölvunotkunar og fleira. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, fækkun legudaga á endurhæfingardeildum, fjölgun bæklunaraðgerða, tilfærsla íþróttaslysa undir sjúkratryggingadeild, aukin offita og fleira hafa orsakað aukna eftirspurn á sjúkraþjálfun. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Heildarkostnaður Tryggingastofnunar og sjúklinga vegna sjúkraþjálfunar hefur hækkað um tæplega 15% á ári, eða 74% á síðastliðnum fimm árum. Kostnaðarþátttaka TR á móti hlut sjúklings hefur hækkað á tímabilinu og því nemur kostnaðarhækkun TR um 84%, eða um 487 milljónum. Kostnaður stofnunarinnar nam rúmum milljarði árið 2003. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. "Samninganefnd heilbrigðisráðherra sagði á fyrsta fundi að þeir væru að reyna að endurskoða kerfið í heild sinni, hvort þetta kerfi væri það eina rétta eða hvort fundnar verði aðrar leiðir til að haga málum", sagði Haraldur Sæmundsson formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. "En það hefur ekkert frekar komið fram um það." Í skýrslunni kemur fram að sjúklingum hefur fjölgað um 22%. Svokölluðum almennum sjúklingum hefur fjölgað um 11%, en öryrkjum sem leita til sjúkraþjálfara um ríflega 40% og ellilífeyrisþegum um 30%. Alls hefur meðferðum sjúkraþjálfara fjölgað um 33% síðastliðin fimm ár, en 27% ef tekið er tillit til nýrra reglna um skráningu skoðunar. Meðaltaxti á sama tíma hefur hækkað um 37%, eða að jafnaði um 8,2% á ári. Verðskrá vegna almennrar stofumeðferðar hefur hækkað um 32%, eða að jafnaði um 7,2% á milli ára. Helsta ástæða þess að fólk leitar í auknum mæli til sjúkraþjálfara er sú að læknar beina sjúklingum sínum æ meira til þeirra. Í öðru lagi fer öldruðum og öryrkjum, sem oftar en aðrir þurfa á langtímameðferð að halda, hlutfallslega og stöðugt fjölgandi. Í þriðja lagi hefur fjölgun barna með umönnunarmat aukið verkefni sjúkraþjálfara og svokölluðum almennum sjúklingum fjölgar vegna kyrrsetu, tölvunotkunar og fleira. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, fækkun legudaga á endurhæfingardeildum, fjölgun bæklunaraðgerða, tilfærsla íþróttaslysa undir sjúkratryggingadeild, aukin offita og fleira hafa orsakað aukna eftirspurn á sjúkraþjálfun.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira