Dýrustu kosningar sögunnar 28. október 2004 00:01 Kosningarnar í ár verða þær dýrustu í bandarískri stjórnmálasögu og peningar skipta höfuðmáli í kosningabaráttunni. Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að því að frambjóðendurnir þurfa að vera ríkir og safna gríðarlegum fjárhæðum til að eiga nokkra von um sigur. Það eru ekki ný sannindi að kosningar í Bandaríkjunum séu dýrar og fjárausturinn mikill. En kosningarnar í ár slá öll met. Það stefnir í að frambjóðendurnir, stjórnmálaflokkarnir og tengdir hópar, safni 1,2 milljörðum dollara fyrir slaginn í ár. Það samsvarar 83 milljörðum króna. Peningarnir vaxa ekki á trjám heldur þarf að safna þeim einhvers staðar, t.d. hjá fyrirtækjum. Aðspurður hvaða áhrif það hafi, t.a.m. á lýðræðið, segir Alex Knott hjá Center for Public Integrity að oft opni þetta aðgang að viðkomandi. Til dæmis skipaði Bush marga helstu styrkjendur sína í vinnuhópa sem höfðu áhrif á lagasetningu sem síðan hafði áhrif á fyrirtæki þeirra. Framtil þessa hafa helstu bakhjarlar Kerrys verið lobbýistar á vegum símfyrirtækja, og Kerry hefur lagt fram fjölda tillagna og frumvarpa á þingi sem eru hagstæð þessum fyrirtækjum. Stærstu bakhjarlar hans nú eru Kaliforníuháskóli, Harvard-háskóli, Time Warner risinn, sem meðal annars á kvikmyndaver, plötuútgáfu og fréttastöðina CNN, fjárfestingarbankinn Goldman Sachs og Microsoft Bush hefur notið stuðnings sömu bakhjarla nánast allan sinn stjórnmálaferil en það eru einkum fjármálastofnanir og stjórnendur þeirra sem heitið hafa stuðningi við Bush. Þeir stærstu núna eru Morgan Stanley, Merrill Lynch, PriceWaterhouseCoopers - allt fjárfestingabankar -, UBS America, bandaríska útibú stórs alþjóðlegs svissnesks banka, og Goldman Sachs. Athygli vekur að meðal tíu stærstu bakhjarla forsetaframbjóðendanna eru fjórir sem styðja báða: Morgan Stanley, Citigroup, UBS og Goldman Sachs. Það eru heldur engar smáfjárhæðir sem Bush og Kerry höfðu safnað samkvæmt tölum bandaríska kosningaeftirlitsins. Í lok september hafði Bush safnað tuttugu og fimm milljörðum króna og Kerry um tuttugu og tveimur milljörðum króna. Sjálfir eru frambjóðendurnir heldur ekki á flæðiskeri staddir, nema að síður sé. Kerry og eiginkona hans, Teresa Heinz Kerry, eru metin á 747 milljónir dollara, eða tæpa 52 milljarða króna. Meginþorri þessa tilheyrir þó Teresu en ekki John Kerry. Dick Cheney er heldur ekki blankur. Hann græddi vel á starfsárum sínum hjá Halliburton og er metinn á ríflega 111 milljónir dollara, eða um 7,7 milljarða króna. John Edwards var einhver farsælasti málaflutningsmaður Bandaríkjanna áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum og hann er metinn á 44,6 milljónir dollara, ríflega þrjá milljarða króna. Og loks kemur Bush forseti, síðastur á listanum, metinn á 18,9 milljónir dollara, aðeins 1300 milljónir króna. Þeir eru sem sagt allir milljarðamæringar á íslenskan mælikvarða. En ef svona mikla peninga þarf til að bjóða sig fram, eiga þá engir aðrir en milljónamæringar möguleika á því? Alex Knott segir það verða sífellt erfiðara. Hann segir aðeins nokkrar undatekningar á því að venjulegir borgarar geti boðið sig fram nú til dags. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Kosningarnar í ár verða þær dýrustu í bandarískri stjórnmálasögu og peningar skipta höfuðmáli í kosningabaráttunni. Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að því að frambjóðendurnir þurfa að vera ríkir og safna gríðarlegum fjárhæðum til að eiga nokkra von um sigur. Það eru ekki ný sannindi að kosningar í Bandaríkjunum séu dýrar og fjárausturinn mikill. En kosningarnar í ár slá öll met. Það stefnir í að frambjóðendurnir, stjórnmálaflokkarnir og tengdir hópar, safni 1,2 milljörðum dollara fyrir slaginn í ár. Það samsvarar 83 milljörðum króna. Peningarnir vaxa ekki á trjám heldur þarf að safna þeim einhvers staðar, t.d. hjá fyrirtækjum. Aðspurður hvaða áhrif það hafi, t.a.m. á lýðræðið, segir Alex Knott hjá Center for Public Integrity að oft opni þetta aðgang að viðkomandi. Til dæmis skipaði Bush marga helstu styrkjendur sína í vinnuhópa sem höfðu áhrif á lagasetningu sem síðan hafði áhrif á fyrirtæki þeirra. Framtil þessa hafa helstu bakhjarlar Kerrys verið lobbýistar á vegum símfyrirtækja, og Kerry hefur lagt fram fjölda tillagna og frumvarpa á þingi sem eru hagstæð þessum fyrirtækjum. Stærstu bakhjarlar hans nú eru Kaliforníuháskóli, Harvard-háskóli, Time Warner risinn, sem meðal annars á kvikmyndaver, plötuútgáfu og fréttastöðina CNN, fjárfestingarbankinn Goldman Sachs og Microsoft Bush hefur notið stuðnings sömu bakhjarla nánast allan sinn stjórnmálaferil en það eru einkum fjármálastofnanir og stjórnendur þeirra sem heitið hafa stuðningi við Bush. Þeir stærstu núna eru Morgan Stanley, Merrill Lynch, PriceWaterhouseCoopers - allt fjárfestingabankar -, UBS America, bandaríska útibú stórs alþjóðlegs svissnesks banka, og Goldman Sachs. Athygli vekur að meðal tíu stærstu bakhjarla forsetaframbjóðendanna eru fjórir sem styðja báða: Morgan Stanley, Citigroup, UBS og Goldman Sachs. Það eru heldur engar smáfjárhæðir sem Bush og Kerry höfðu safnað samkvæmt tölum bandaríska kosningaeftirlitsins. Í lok september hafði Bush safnað tuttugu og fimm milljörðum króna og Kerry um tuttugu og tveimur milljörðum króna. Sjálfir eru frambjóðendurnir heldur ekki á flæðiskeri staddir, nema að síður sé. Kerry og eiginkona hans, Teresa Heinz Kerry, eru metin á 747 milljónir dollara, eða tæpa 52 milljarða króna. Meginþorri þessa tilheyrir þó Teresu en ekki John Kerry. Dick Cheney er heldur ekki blankur. Hann græddi vel á starfsárum sínum hjá Halliburton og er metinn á ríflega 111 milljónir dollara, eða um 7,7 milljarða króna. John Edwards var einhver farsælasti málaflutningsmaður Bandaríkjanna áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum og hann er metinn á 44,6 milljónir dollara, ríflega þrjá milljarða króna. Og loks kemur Bush forseti, síðastur á listanum, metinn á 18,9 milljónir dollara, aðeins 1300 milljónir króna. Þeir eru sem sagt allir milljarðamæringar á íslenskan mælikvarða. En ef svona mikla peninga þarf til að bjóða sig fram, eiga þá engir aðrir en milljónamæringar möguleika á því? Alex Knott segir það verða sífellt erfiðara. Hann segir aðeins nokkrar undatekningar á því að venjulegir borgarar geti boðið sig fram nú til dags.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira