Voru að hlýða skipunum 29. október 2004 00:01 Íslensku friðargæsluliðarnir í Afganistan sem slösuðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl fyrir viku komu heim í gær. Tveir létu lífið í árásinni, bandarísk kona og ellefu ára afgönsk stúlka. Við komuna neituðu þremenningarnir að svara spurningum fjölmiðla um atburðarásina í tengslum við sprengjuárásina og vísuðu í skýrslu sem ætti eftir að koma frá utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu hefur komið fram að friðargæsluliðarnir þrír, Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson, hafi staðið vakt í klukkustund fyrir utan teppaverslun á Chicken Street í Kabúl þegar árásin var gerð. Ástæðan fyrir vaktinni var sú að yfirmaður þeirra var að kaupa teppi. Þremenningarnir voru klæddir einkennisbúningum og óku ökutæki merktu NATO en vestræn sendiráð og hjálparstofnanir höfðu varað starfsmenn sína við því að fara um götuna. Spurðir hvort þeir hefðu verið varaðir við að fara um svæðið sögðu þeir að Kabúl sjálf væri hættuleg borg. "Við vitum ekkert hvort þetta svæði hafi átt að vera hættulegra en eitthvað annað. Við vissum af hættunni sem fólst í því að vera þarna úti. Við höfðum ákveðið verk að vinna, að hjálpa þeim sem þar búa og til þess að koma Afganistan á réttan kjöl," sagði Haukur. Aðspurðir segjast þeir ekki hafa óttast um öryggi sitt meðan þeir biðu eftir yfirmanni sínum fyrir utan teppabúðina. "Við vorum að vinna okkar verk. Við stóðum þarna þar til okkur hefði verið sagt að fara til baka og gefum ekkert komment á það," sögðu þeir. Við komuna heim klæddust friðargæsluliðarnir þrír bolum með áletruninni: Chicken Street "Shit happens". Þeir svara því neitandi hvort í þeim orðum felist gagnrýni á yfirmann þeirra. "Þetta er útgáfa af svörtum húmor okkar Íslendinga til að komast yfir áfall eins og þetta. Það voru félagar okkur á kampinum sem voru að veita okkur smá stuðning og þekktu okkar íslenska húmor og settu þetta á boli," sagði Steinar. Þeir sögðust ánægðir með að vera komnir heim í faðm fjölskyldunnar og vildu þakka ráðuneytinu fyrir að hafa sent eiginkonur þeirra til Noregs að taka á móti þeim. Steinar og Haukur ætla aftur út til Kabúl eftir hálfan mánuð en Stefán hefur ekki enn tekið ákvörðun þess efnis. Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson kveðjast eftir heimkomu í gærMYND/E.ÓL.Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson svara spurningum fréttamanna eftir heimkomuna í gær.MYND/E.ÓL. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Íslensku friðargæsluliðarnir í Afganistan sem slösuðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl fyrir viku komu heim í gær. Tveir létu lífið í árásinni, bandarísk kona og ellefu ára afgönsk stúlka. Við komuna neituðu þremenningarnir að svara spurningum fjölmiðla um atburðarásina í tengslum við sprengjuárásina og vísuðu í skýrslu sem ætti eftir að koma frá utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu hefur komið fram að friðargæsluliðarnir þrír, Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson, hafi staðið vakt í klukkustund fyrir utan teppaverslun á Chicken Street í Kabúl þegar árásin var gerð. Ástæðan fyrir vaktinni var sú að yfirmaður þeirra var að kaupa teppi. Þremenningarnir voru klæddir einkennisbúningum og óku ökutæki merktu NATO en vestræn sendiráð og hjálparstofnanir höfðu varað starfsmenn sína við því að fara um götuna. Spurðir hvort þeir hefðu verið varaðir við að fara um svæðið sögðu þeir að Kabúl sjálf væri hættuleg borg. "Við vitum ekkert hvort þetta svæði hafi átt að vera hættulegra en eitthvað annað. Við vissum af hættunni sem fólst í því að vera þarna úti. Við höfðum ákveðið verk að vinna, að hjálpa þeim sem þar búa og til þess að koma Afganistan á réttan kjöl," sagði Haukur. Aðspurðir segjast þeir ekki hafa óttast um öryggi sitt meðan þeir biðu eftir yfirmanni sínum fyrir utan teppabúðina. "Við vorum að vinna okkar verk. Við stóðum þarna þar til okkur hefði verið sagt að fara til baka og gefum ekkert komment á það," sögðu þeir. Við komuna heim klæddust friðargæsluliðarnir þrír bolum með áletruninni: Chicken Street "Shit happens". Þeir svara því neitandi hvort í þeim orðum felist gagnrýni á yfirmann þeirra. "Þetta er útgáfa af svörtum húmor okkar Íslendinga til að komast yfir áfall eins og þetta. Það voru félagar okkur á kampinum sem voru að veita okkur smá stuðning og þekktu okkar íslenska húmor og settu þetta á boli," sagði Steinar. Þeir sögðust ánægðir með að vera komnir heim í faðm fjölskyldunnar og vildu þakka ráðuneytinu fyrir að hafa sent eiginkonur þeirra til Noregs að taka á móti þeim. Steinar og Haukur ætla aftur út til Kabúl eftir hálfan mánuð en Stefán hefur ekki enn tekið ákvörðun þess efnis. Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson kveðjast eftir heimkomu í gærMYND/E.ÓL.Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson svara spurningum fréttamanna eftir heimkomuna í gær.MYND/E.ÓL.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira