Kaupmáttarrýrnun hjá kennurum 30. október 2004 00:01 Jón Pétur Zimsen, kennari sem á sæti í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur segir marga kennara lækka í launum ef miðlunartillaga sáttasemjara, sem hljóðar upp á 16,5 prósenta launahækkun, verði samþykkt. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Hann segir kaupmáttaraukningu grunnskólakennara nánast enga á samningstímanum og að kaupmáttarrýrnun verði hjá helmingi grunnskólakennara, ef miðað sé við verðbólguspár. Þá munu laun þeirra kennara sem fá þrjá launaflokka eða meira úr launapotti lækka, þar sem tveir og hálfur launaflokkur verður festur í launatöflu. Þá verða 0,3 launaflokkar eftir í potti, sem skólastjórar hafa til ráðstöfunar. Eingreiðsla til kennara í lok verkfalls á að hækka um 30.000 krónur ef miðað er við tilboð ríkissáttasemjara frá síðustu viku og verður 130.000. Jón segir að breytingar á pottflokkum komi til lækkunar á þeirri upphæð. Við það að flytja launaflokka úr potti í launatöflu munu laun þeirra kennara hækka sem fá nú færri en tvo og hálfan launaflokk úr potti. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir laun ekki lækka við það að hækka, þó ekki sé alltaf hægt að reikna með áhrifum verðbólgu á kaupmátt. Hvað varðar breytingar á launum við það að launaflokkar úr potti séu festir í launatöflu segir hann það hafa verið kröfu grunnskólakennara. "Það var ein af forgangskröfum grunnskólakennara að færa pott inn í grunna. Við vildum koma pottflokkunum öllum inn í grunnlaun og það tekst ekki. Þeir sem eru með fjóra flokka í dag, geta verið með tvo flokka á næsta ári, og því er ekki hægt að svara því hvort laun lækka með þessum breytingum, því launaflokkar úr potti eru ekki fastir. Það er aðalmálið. Það verður til annar pottur, sem er minni, en úr honum fá menn eitthvað. Þessi breyting á pottflokkum mun ekki hafa áhrif á meðaltal heildarlauna yfir stéttina. En það er aldrei hægt að vita hver er að fá hvað á milli ára." Kauphækkun grunnskólakennara, samkvæmt miðlunartillögunni yrði mjög svipuð og hækkun kauptryggingar og annarra launaliða sjómanna sem samið var um í gær. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Jón Pétur Zimsen, kennari sem á sæti í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur segir marga kennara lækka í launum ef miðlunartillaga sáttasemjara, sem hljóðar upp á 16,5 prósenta launahækkun, verði samþykkt. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Hann segir kaupmáttaraukningu grunnskólakennara nánast enga á samningstímanum og að kaupmáttarrýrnun verði hjá helmingi grunnskólakennara, ef miðað sé við verðbólguspár. Þá munu laun þeirra kennara sem fá þrjá launaflokka eða meira úr launapotti lækka, þar sem tveir og hálfur launaflokkur verður festur í launatöflu. Þá verða 0,3 launaflokkar eftir í potti, sem skólastjórar hafa til ráðstöfunar. Eingreiðsla til kennara í lok verkfalls á að hækka um 30.000 krónur ef miðað er við tilboð ríkissáttasemjara frá síðustu viku og verður 130.000. Jón segir að breytingar á pottflokkum komi til lækkunar á þeirri upphæð. Við það að flytja launaflokka úr potti í launatöflu munu laun þeirra kennara hækka sem fá nú færri en tvo og hálfan launaflokk úr potti. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir laun ekki lækka við það að hækka, þó ekki sé alltaf hægt að reikna með áhrifum verðbólgu á kaupmátt. Hvað varðar breytingar á launum við það að launaflokkar úr potti séu festir í launatöflu segir hann það hafa verið kröfu grunnskólakennara. "Það var ein af forgangskröfum grunnskólakennara að færa pott inn í grunna. Við vildum koma pottflokkunum öllum inn í grunnlaun og það tekst ekki. Þeir sem eru með fjóra flokka í dag, geta verið með tvo flokka á næsta ári, og því er ekki hægt að svara því hvort laun lækka með þessum breytingum, því launaflokkar úr potti eru ekki fastir. Það er aðalmálið. Það verður til annar pottur, sem er minni, en úr honum fá menn eitthvað. Þessi breyting á pottflokkum mun ekki hafa áhrif á meðaltal heildarlauna yfir stéttina. En það er aldrei hægt að vita hver er að fá hvað á milli ára." Kauphækkun grunnskólakennara, samkvæmt miðlunartillögunni yrði mjög svipuð og hækkun kauptryggingar og annarra launaliða sjómanna sem samið var um í gær.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira