Kennarar fái greitt fyrirfram 1. nóvember 2004 00:01 Launafulltrúar sveitarfélaganna tilkynntu á föstudaginn að kennarar fengju engar launagreiðslur í dag. Formaður Kennarasambandsins segist fara fram á að þessu verði breytt hið snarasta, enda sé það skylda sveitarfélaganna að greiða fyrirfram fyrir það tímabil sem sannarlega verði skólastarf. Þrátt fyrir að fjörutíu og fimm þúsund grunnskólanemar hafi mætt aftur í skólann í dag eftir sex vikna verkfall kennara, er enn deilt. Samkvæmt bréfi sem launafulltrúum sveitarfélaga var sent á föstudaginn verða engar launagreiðslur til kennara í dag, þó að verkfalli hafi verið frestað. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill að þessu verði kippt í liðinn hið snarasta, enda eigi kennarar rétt á að fá greiðslu fyrir þann tíma sem þeir sannarlega muni vinna. Spurður hvort ekki sé óeðlilegt að búið verði að greiða kennurum heil mánaðarlaun, ef samningurinn verður ekki samþykktur, segir Eiríkur að aldrei hafi verið rætt um að greiða fyrir heilan mánuð. Um sé að ræða síðustu þrjá dagana í október og fyrstu átta daga nóvembermánaðar. „Að sjálfsögðu myndi svo koma til skuldajöfnun ef menn hefðu fengið ofborgað fyrir september,“ segir Eiríkur sem kveðst hafa sent tölvupóst þar sem óskað er eftir að þessu verði breytt hið snarasta. Hann vill ekki tjá sig um hugsanlegar aðgerðir ef ekki verði farið að þeim óskum. Kennarar fengu full dagvinnulaun fyrir september en fóru í verkfall 20. september. Það kom hins vegar til yfirvinnugreiðslu fyrir ágúst þann 1. október en það var skuldajafnað á móti. Miðlunartillögu ríkissáttasemjara verður dreift til allra kennara í dag og á atkvæðagreiðslu um hana að ljúka um næstu helgi. Atkvæði verða svo talin á mánudaginn eftir viku. Rétt fyrir hádegi sagði Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, að kennurum í Reykjavík yrðu greidd full föst laun fyrir nóvembermánuð sem ekki taka mið af því að þeir fengu greiddan allan septembermánuð, þó að kennsla hafi hætt tuttugasta þess mánaðar. Birgir Björn segir að kennurum verði greitt samkvæmt þeim kjarasamningi sem var í gildi fyrir verkfall. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Launafulltrúar sveitarfélaganna tilkynntu á föstudaginn að kennarar fengju engar launagreiðslur í dag. Formaður Kennarasambandsins segist fara fram á að þessu verði breytt hið snarasta, enda sé það skylda sveitarfélaganna að greiða fyrirfram fyrir það tímabil sem sannarlega verði skólastarf. Þrátt fyrir að fjörutíu og fimm þúsund grunnskólanemar hafi mætt aftur í skólann í dag eftir sex vikna verkfall kennara, er enn deilt. Samkvæmt bréfi sem launafulltrúum sveitarfélaga var sent á föstudaginn verða engar launagreiðslur til kennara í dag, þó að verkfalli hafi verið frestað. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill að þessu verði kippt í liðinn hið snarasta, enda eigi kennarar rétt á að fá greiðslu fyrir þann tíma sem þeir sannarlega muni vinna. Spurður hvort ekki sé óeðlilegt að búið verði að greiða kennurum heil mánaðarlaun, ef samningurinn verður ekki samþykktur, segir Eiríkur að aldrei hafi verið rætt um að greiða fyrir heilan mánuð. Um sé að ræða síðustu þrjá dagana í október og fyrstu átta daga nóvembermánaðar. „Að sjálfsögðu myndi svo koma til skuldajöfnun ef menn hefðu fengið ofborgað fyrir september,“ segir Eiríkur sem kveðst hafa sent tölvupóst þar sem óskað er eftir að þessu verði breytt hið snarasta. Hann vill ekki tjá sig um hugsanlegar aðgerðir ef ekki verði farið að þeim óskum. Kennarar fengu full dagvinnulaun fyrir september en fóru í verkfall 20. september. Það kom hins vegar til yfirvinnugreiðslu fyrir ágúst þann 1. október en það var skuldajafnað á móti. Miðlunartillögu ríkissáttasemjara verður dreift til allra kennara í dag og á atkvæðagreiðslu um hana að ljúka um næstu helgi. Atkvæði verða svo talin á mánudaginn eftir viku. Rétt fyrir hádegi sagði Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, að kennurum í Reykjavík yrðu greidd full föst laun fyrir nóvembermánuð sem ekki taka mið af því að þeir fengu greiddan allan septembermánuð, þó að kennsla hafi hætt tuttugasta þess mánaðar. Birgir Björn segir að kennurum verði greitt samkvæmt þeim kjarasamningi sem var í gildi fyrir verkfall.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira