Deilt um stöðu borgarstjóra 2. nóvember 2004 00:01 Forseti borgarstjórnar segir ýmislegt hafa breyst frá því að borgarstjóri skýrði sinn þátt í fyrra í samráði olíufélaganna og staða hans verði rædd. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur ekkert hafa breyst og það sem skipti máli sé að Þórólfur Árnason hafi hjálpað til við að upplýsa málið. Hann telur að Þórólfur verði að sækja umboð sitt til borgarstjóra til kjósenda. Þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna var gerð heyrinkunnug, skýrði Þórólfur Árnason, borgarstjóri og fyrrverandi markaðsstjóri Essó, sinn þátt fyrir borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær skýringar voru teknar góðar og gildar og naut Þórólfur áfram traustst til starfa. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar, og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Hann vill ekki tjá sig um það hvort honum finnist vanta upp á skýringar Þórólfs miðað við þær sem hann gaf þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda lá fyrir. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir Þórólf eiga sér það til málsbótar að hann hafi verið lykilmaður í að upplýsa málið, án þess að hafa gert það vegna pólitísks ávinnings því þetta hafi hann gert löngu áður en hann varð borgarstjóri. Stefán Jón segir Þórólf ekki hafa tekið þátt í yfirhylmingunni á þeim stórglæp sem samráðið sé og þær skýringar sem hann hafi gefið haldi vatni. Þórólfur geti því unnið áfram fyrir R-listann, hafi annað ekki breyst. Forseti borgarstjórnar vill ekki kveða upp úr um hvort að þáttur Þórólfs Árnasonar í samráðsmálinu sé meiri en áður var talið en segir að málið í heild sé mjög alvarlegt og fólki sé ofboðið. Ljóst er að málinu er ekki lokið. Samkeppnisyfirvöld hafa ekki lokið afskiptum af málinu sem einnig gæti farið fyrir dómstóla, auk þess sem rannsókn Ríkislögreglustjórans stendur enn yfir. Miðað við gang svona mála er ekki óvarlegt að álykta að það verði enn í gangi þegar kosið verður til borgarstjórnar næst, árið 2006, og verði Þórólfur í framboði hangir málið líklega enn yfir honum. Árni Þór segir hins vegar engan sekan fyrr en sekt er sönnuð. Stefán Jón segir Þórólf tvímælalaust þurfa að fá umboð frá kjósendum í kosningum fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, eins og aðrir sem ætli sér á lista R-listans. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Forseti borgarstjórnar segir ýmislegt hafa breyst frá því að borgarstjóri skýrði sinn þátt í fyrra í samráði olíufélaganna og staða hans verði rædd. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur ekkert hafa breyst og það sem skipti máli sé að Þórólfur Árnason hafi hjálpað til við að upplýsa málið. Hann telur að Þórólfur verði að sækja umboð sitt til borgarstjóra til kjósenda. Þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna var gerð heyrinkunnug, skýrði Þórólfur Árnason, borgarstjóri og fyrrverandi markaðsstjóri Essó, sinn þátt fyrir borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær skýringar voru teknar góðar og gildar og naut Þórólfur áfram traustst til starfa. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar, og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Hann vill ekki tjá sig um það hvort honum finnist vanta upp á skýringar Þórólfs miðað við þær sem hann gaf þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda lá fyrir. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir Þórólf eiga sér það til málsbótar að hann hafi verið lykilmaður í að upplýsa málið, án þess að hafa gert það vegna pólitísks ávinnings því þetta hafi hann gert löngu áður en hann varð borgarstjóri. Stefán Jón segir Þórólf ekki hafa tekið þátt í yfirhylmingunni á þeim stórglæp sem samráðið sé og þær skýringar sem hann hafi gefið haldi vatni. Þórólfur geti því unnið áfram fyrir R-listann, hafi annað ekki breyst. Forseti borgarstjórnar vill ekki kveða upp úr um hvort að þáttur Þórólfs Árnasonar í samráðsmálinu sé meiri en áður var talið en segir að málið í heild sé mjög alvarlegt og fólki sé ofboðið. Ljóst er að málinu er ekki lokið. Samkeppnisyfirvöld hafa ekki lokið afskiptum af málinu sem einnig gæti farið fyrir dómstóla, auk þess sem rannsókn Ríkislögreglustjórans stendur enn yfir. Miðað við gang svona mála er ekki óvarlegt að álykta að það verði enn í gangi þegar kosið verður til borgarstjórnar næst, árið 2006, og verði Þórólfur í framboði hangir málið líklega enn yfir honum. Árni Þór segir hins vegar engan sekan fyrr en sekt er sönnuð. Stefán Jón segir Þórólf tvímælalaust þurfa að fá umboð frá kjósendum í kosningum fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, eins og aðrir sem ætli sér á lista R-listans.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira