Afsögn formanns bæjarráðs 5. nóvember 2004 00:01 Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, hefur sagt af sér í framhaldi af umræðu sem átti sér stað á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær um undirritun hans á viljayfirlýsingu um skoðun kaupa á fasteignum. Andrés sagði af sér bæði sem formaður bæjarráðs og formaður í verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss. Andrés hafði án samþykkis eða samráðs við kóng eða prest undirritað viljayfirlýsingu um kaup á hálfónýtum og verðlausum frystihússkumbalda fyrir stórfé undir rekstur menningarhúss. Kaupverðið átti að vera 153 milljónir, eftir því sem fréttastofan kemst næst, en tekið skal fram að sú tala hefur ekki fengist staðfest. Fyrir fáeinum árum ákvað vinnslustöðin að losna við húsið, sem talið var algerlega verðlaust og gott betur, því sá gat fengið húsið gefins sem færi fram á lægstu greiðslu með því, gegn því að mála það að utan og lagfæra þakið þannig að ekki stafaði hætta af foki af þakinu og að húsið yrði ekki lengur lýti í miðbænum. Sá sem fór fram á lægsta tilboðið fékk húsið gefins og 7-10 milljónir í meðgjöf til framkvæmdanna. Upp komst um málið í gær þegar lögmaður eigendans fór að ganga eftir frágangi kaupanna og peningunum fyrir húsið. Byggði hann þar á viljayfirlýsingu Andrésar sem hann hafði enga heimild til að undirrita fyrir hönd nefndarinnar eða bæjarins. Í yfirlýsingu sem Andrés hefur sent frá sér segir meðal annars: „Nokkrar umræður hafa farið fram í verkefnastjórn Menningarhúss um möguleika á því að nýta gömlu Fiskiðju- og Ísfélagshúsin undir hluta af þeirri starfsemi sem samningur um byggingu menningarhúss kveður á um að skuli vera til staðar í Vestmannaeyjum, eftir að verkefninu er lokið. Í framhaldi af þessum umræðum ræddi ég við fltr. eigenda hluta „Fiskiðjuhússins“ í Vestmannaeyjum 12. okt. s.l. um möguleika á kaupum. Á þessum fundi ákvað ég að undirrita viljayfirlýsingu um að kaup á þessari eign yrðu skoðuð frekar í verkefnastjórn um Menningarhús. Ég tilkynnti eigendum hússins í „tölvubréfi“ 27. okt. s.l. að enginn flötur væri á því að halda viðræðum um kaup áfram. Engar kvaðir né skuldbindingar fólust í undirskrift minni gagnvart Vestmannaeyjabæ eða samstarfsaðila hans um byggingu menningarhúss. Á hinn bóginn er mér ljóst að ég hafði ekki umboð verkefnastjórnar til að undirrita þessa yfirlýsingu. Með undirskrift minni urðu mér því á veruleg mistök. Það er eðlilegt að mál þetta verði skoðað frekar. Meðan sú skoðun er í gangi hef ég ákveðið að láta af störfum sem formaður bæjarráðs og af formennsku í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss, og koma á þann hátt til móts við kröfur sem fram komu á fundi bæjarstjórnar í kvöld.“ Í yfirlýsingunni segir Andrés jafnframt að undirritun hans hafi ekki valdið tjóni og ekki bundið Vestmannaeyjabæ, verkefnastjórn eða aðra við nokkrar skuldbindingar fjárhagslegar eða annars eðlis. Svo segir orðrétt: „Það er von mín að yfirlýsing þessi skýri málið að fullu. Jafnframt bið ég alla hlutaðeigandi velvirðingar á þeim mistökum sem mér urðu á með því að undirrita viljayfirlýsinguna og gera ekki grein fyrir því í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss í Vestmannaeyjum. Með vinsemd og virðingu, Andrés Sigmundsson.“ Fréttastofan hefur ekki náð tali af lögmanni eigandans til að kanna hversu bindandi hann teldi undirskriftina vera. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, hefur sagt af sér í framhaldi af umræðu sem átti sér stað á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær um undirritun hans á viljayfirlýsingu um skoðun kaupa á fasteignum. Andrés sagði af sér bæði sem formaður bæjarráðs og formaður í verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss. Andrés hafði án samþykkis eða samráðs við kóng eða prest undirritað viljayfirlýsingu um kaup á hálfónýtum og verðlausum frystihússkumbalda fyrir stórfé undir rekstur menningarhúss. Kaupverðið átti að vera 153 milljónir, eftir því sem fréttastofan kemst næst, en tekið skal fram að sú tala hefur ekki fengist staðfest. Fyrir fáeinum árum ákvað vinnslustöðin að losna við húsið, sem talið var algerlega verðlaust og gott betur, því sá gat fengið húsið gefins sem færi fram á lægstu greiðslu með því, gegn því að mála það að utan og lagfæra þakið þannig að ekki stafaði hætta af foki af þakinu og að húsið yrði ekki lengur lýti í miðbænum. Sá sem fór fram á lægsta tilboðið fékk húsið gefins og 7-10 milljónir í meðgjöf til framkvæmdanna. Upp komst um málið í gær þegar lögmaður eigendans fór að ganga eftir frágangi kaupanna og peningunum fyrir húsið. Byggði hann þar á viljayfirlýsingu Andrésar sem hann hafði enga heimild til að undirrita fyrir hönd nefndarinnar eða bæjarins. Í yfirlýsingu sem Andrés hefur sent frá sér segir meðal annars: „Nokkrar umræður hafa farið fram í verkefnastjórn Menningarhúss um möguleika á því að nýta gömlu Fiskiðju- og Ísfélagshúsin undir hluta af þeirri starfsemi sem samningur um byggingu menningarhúss kveður á um að skuli vera til staðar í Vestmannaeyjum, eftir að verkefninu er lokið. Í framhaldi af þessum umræðum ræddi ég við fltr. eigenda hluta „Fiskiðjuhússins“ í Vestmannaeyjum 12. okt. s.l. um möguleika á kaupum. Á þessum fundi ákvað ég að undirrita viljayfirlýsingu um að kaup á þessari eign yrðu skoðuð frekar í verkefnastjórn um Menningarhús. Ég tilkynnti eigendum hússins í „tölvubréfi“ 27. okt. s.l. að enginn flötur væri á því að halda viðræðum um kaup áfram. Engar kvaðir né skuldbindingar fólust í undirskrift minni gagnvart Vestmannaeyjabæ eða samstarfsaðila hans um byggingu menningarhúss. Á hinn bóginn er mér ljóst að ég hafði ekki umboð verkefnastjórnar til að undirrita þessa yfirlýsingu. Með undirskrift minni urðu mér því á veruleg mistök. Það er eðlilegt að mál þetta verði skoðað frekar. Meðan sú skoðun er í gangi hef ég ákveðið að láta af störfum sem formaður bæjarráðs og af formennsku í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss, og koma á þann hátt til móts við kröfur sem fram komu á fundi bæjarstjórnar í kvöld.“ Í yfirlýsingunni segir Andrés jafnframt að undirritun hans hafi ekki valdið tjóni og ekki bundið Vestmannaeyjabæ, verkefnastjórn eða aðra við nokkrar skuldbindingar fjárhagslegar eða annars eðlis. Svo segir orðrétt: „Það er von mín að yfirlýsing þessi skýri málið að fullu. Jafnframt bið ég alla hlutaðeigandi velvirðingar á þeim mistökum sem mér urðu á með því að undirrita viljayfirlýsinguna og gera ekki grein fyrir því í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss í Vestmannaeyjum. Með vinsemd og virðingu, Andrés Sigmundsson.“ Fréttastofan hefur ekki náð tali af lögmanni eigandans til að kanna hversu bindandi hann teldi undirskriftina vera.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira