Spurningar um fréttamennsku Egill Helgason skrifar 5. nóvember 2004 00:01 Heill og sæll Egill Það er einkennilegt að þegar frétt er sögð í útlöndum finnst okkur hér á Íslandi að um "raunverulega" frétt sé að ræða en þegar sama frétt er sögð hér á landi þá er hún ekki frétt þótt hún hafi komið langt á undan erlendu fréttinni. Við höfum náttúrulega lengi vitað að menn eru ekki spámenn í eigin löndum auk þess sem það hefur nú loðað við okkur Íslendinga að telja alla hluti í útlöndum merkilega og að sama skapi ómerkilega hér heima. En samt, rétt skal vera rétt: Þetta skrifar þú á þína ágætu síðu stuttu eftir þátt þinn um síðustu helgi: "Fréttir í New York Times og Washington Post um helgina segja frá rannsóknum á loftslagsbreytingum á norðurheimskautasvæðinu. Áhrifin virðast vera miklu hraðari og alvarlegri en talið var. Nú hefur efni þessarar skýrslu lekið út - en jafnvel er talið að Bush stjórnin hafi viljað þaga yfir henni fram yfir kosningar. Þessu mikla samsæti olíumanna eru gróðurhúsaáhrif náttúrlega ekki mjög hugleikin. Þessi skýrsla verður annars til umræðu á vísindaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík eftir tíu daga. Líkt og Jónas Kristjánsson benti á í þætti hjá mér í gær sætir nokkurri furðu að ekki skuli hafa verið fjallað um hana hér í fjölmiðlum." Þið eruð sammála um að einkennilegt sé að ekki hafi verið fjallað um þessa skýrslu hér á landi. Ykkur til upplýsingar sendi ég þér byrjanir á fréttum sem ég gerði fyrir Sjónvarpið dagana 9. og 12. september síðastliðna: Inngangur:Hlýnun norðurskautssvæðisins mun hafa gífurleg áhrif samkvæmt skýrslu um loftslagsbreytingar í kringum Norðurpólinn sem 250 sérfræðingar hafa unnið að á síðastliðnum árum fyrir tilstilli Norðurheimskautsráðsins. Byrjun fréttar:Í skýrslunni sem verður kynnt í Reykjavík í nóvember kemur meðal annars fram að hlýnunin á norðurslóðum er örari heldur en menn voru að reikna með. Þetta kemur til dæmis til af því að ís hefur horfið og þar tekur sjórinn við miklum hita. Ísinn endurkastaði áður frá sér sólarljósinu og líka ylnum sem kemur af sólinni en sjórinn tekur bara við hitanum. Skýrslan í heild sinni verður um 18 kaflar og 1.400 síður. Helstu niðurstöður eru þær að hlýnun er mjög hröð um þessar mundir í kringum Norðurskautið. Búist er við enn meiri hlýnun eða hækkun á meðalhita um 3-9 gráður á næstu 100 árum. Þetta mun hafa áhrif um allan heim og hægja á hafstraumum eins og Golfstraumnum sem jafna hita um allan hnöttinn. Þá kemur fram í skýrslunni að tré muni vaxa norðar en nú, minni ís mun gera svæðið verri bústað fyrri ísbirni, rostunga, seli og sjófugla auk þess að breyta fiskigengd. Þá munu strandsvæði fara illa sökum ísleysis en ísinn hefur verndað strendurnar fyrir stormum og óveðri. Þiðnun jarðvegs mun hafa áhrif á samgöngur og byggingar og þá mun aukning útfjólublárra geisla hafa áhrif á unga fólkið á svæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni en hún verður kynnt í Reykjavík 9. nóvember næstkomandi og síðan mun Norðurskautsráðið hittast á Akureyri og koma með tillögur til úrbóta. Stjórnandi rannsóknarinnar segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður sé ekki of seint að bregðast við. (þarna var síðan rætt við Bob Corell). Önnur frétt: Inngangur:Hlýnun norðurskautsins er hraðari og meiri um þessar mundir en reiknað hafði verið með. Það sem hefur gerst á svæðinu síðastliðin 10 ár er fyrirboði þess sem að mun gerast annars staðar á hnettinum næstu 25 ár. Þetta var rætt á sjöttu ráðstefnu Þingmannasamtaka norðurskautssvæðisins um helgina í Nuuk á Grænlandi. Byrjun fréttar:Í yfirlýsingu ráðstefnunnar hér í Nuuk var samþykkt að fara fram á það við ríkisstjórnir norðurskautslandanna og við Evrópusambandið að hefja þegar í stað stefnumótun og koma með tillögur til að bregðast við vandanum vegna loftslagsbreytinganna og þeirrar staðreyndar að hlýnunin er miklu hraðari en menn bjuggust við. Í skýrslunni kemur fram að hlýnunin stafi fyrst og fremst af aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu vegna brennslu olíu og kola, það er að segja vegna gróðurhúsaáhrifa. Fram kemur að nú þegar sé hlýnunin farin að hafa veruleg áhrif á norðurslóðum auk þess sem hún sé fyrirboði um það sem muni gerast annars staðar í heiminum næsta aldarfjórðunginn ef ekkert verður að gert. Fram kemur að menn óttast bráðnum Grænlandsjökuls meira en áður, að jökullinn muni hverfa á einungis 300 til 400 árum í stað þúsund ára sem áður var talið. Það þýði að yfirborð sjávar í öllum heiminum hækki um 1 metra á hverjum 50 árum. (þarna var líka rætt við Bob Carell, einnig var í fréttunum rætt við Sheila Watt-Cloutler, forseta samtaka Inuita á norðurslóðum og Sigríði Önnu Þórðardóttur þá verðandi umhverfisráðherra). Fréttir um þessa skýrslu höfðu reyndar einnig birst í öðrum löndum töluvert á undan mínum fréttum þannig að þetta var ekkert skúbb af minni hálfu, svo það sé á hreinu. Eigi að síður vekur þetta upp ýmsar spurningar um blaðamennsku á Íslandi. Ekki satt? Með bestu kveðju G. Pétur Matthíasson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Heill og sæll Egill Það er einkennilegt að þegar frétt er sögð í útlöndum finnst okkur hér á Íslandi að um "raunverulega" frétt sé að ræða en þegar sama frétt er sögð hér á landi þá er hún ekki frétt þótt hún hafi komið langt á undan erlendu fréttinni. Við höfum náttúrulega lengi vitað að menn eru ekki spámenn í eigin löndum auk þess sem það hefur nú loðað við okkur Íslendinga að telja alla hluti í útlöndum merkilega og að sama skapi ómerkilega hér heima. En samt, rétt skal vera rétt: Þetta skrifar þú á þína ágætu síðu stuttu eftir þátt þinn um síðustu helgi: "Fréttir í New York Times og Washington Post um helgina segja frá rannsóknum á loftslagsbreytingum á norðurheimskautasvæðinu. Áhrifin virðast vera miklu hraðari og alvarlegri en talið var. Nú hefur efni þessarar skýrslu lekið út - en jafnvel er talið að Bush stjórnin hafi viljað þaga yfir henni fram yfir kosningar. Þessu mikla samsæti olíumanna eru gróðurhúsaáhrif náttúrlega ekki mjög hugleikin. Þessi skýrsla verður annars til umræðu á vísindaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík eftir tíu daga. Líkt og Jónas Kristjánsson benti á í þætti hjá mér í gær sætir nokkurri furðu að ekki skuli hafa verið fjallað um hana hér í fjölmiðlum." Þið eruð sammála um að einkennilegt sé að ekki hafi verið fjallað um þessa skýrslu hér á landi. Ykkur til upplýsingar sendi ég þér byrjanir á fréttum sem ég gerði fyrir Sjónvarpið dagana 9. og 12. september síðastliðna: Inngangur:Hlýnun norðurskautssvæðisins mun hafa gífurleg áhrif samkvæmt skýrslu um loftslagsbreytingar í kringum Norðurpólinn sem 250 sérfræðingar hafa unnið að á síðastliðnum árum fyrir tilstilli Norðurheimskautsráðsins. Byrjun fréttar:Í skýrslunni sem verður kynnt í Reykjavík í nóvember kemur meðal annars fram að hlýnunin á norðurslóðum er örari heldur en menn voru að reikna með. Þetta kemur til dæmis til af því að ís hefur horfið og þar tekur sjórinn við miklum hita. Ísinn endurkastaði áður frá sér sólarljósinu og líka ylnum sem kemur af sólinni en sjórinn tekur bara við hitanum. Skýrslan í heild sinni verður um 18 kaflar og 1.400 síður. Helstu niðurstöður eru þær að hlýnun er mjög hröð um þessar mundir í kringum Norðurskautið. Búist er við enn meiri hlýnun eða hækkun á meðalhita um 3-9 gráður á næstu 100 árum. Þetta mun hafa áhrif um allan heim og hægja á hafstraumum eins og Golfstraumnum sem jafna hita um allan hnöttinn. Þá kemur fram í skýrslunni að tré muni vaxa norðar en nú, minni ís mun gera svæðið verri bústað fyrri ísbirni, rostunga, seli og sjófugla auk þess að breyta fiskigengd. Þá munu strandsvæði fara illa sökum ísleysis en ísinn hefur verndað strendurnar fyrir stormum og óveðri. Þiðnun jarðvegs mun hafa áhrif á samgöngur og byggingar og þá mun aukning útfjólublárra geisla hafa áhrif á unga fólkið á svæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni en hún verður kynnt í Reykjavík 9. nóvember næstkomandi og síðan mun Norðurskautsráðið hittast á Akureyri og koma með tillögur til úrbóta. Stjórnandi rannsóknarinnar segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður sé ekki of seint að bregðast við. (þarna var síðan rætt við Bob Corell). Önnur frétt: Inngangur:Hlýnun norðurskautsins er hraðari og meiri um þessar mundir en reiknað hafði verið með. Það sem hefur gerst á svæðinu síðastliðin 10 ár er fyrirboði þess sem að mun gerast annars staðar á hnettinum næstu 25 ár. Þetta var rætt á sjöttu ráðstefnu Þingmannasamtaka norðurskautssvæðisins um helgina í Nuuk á Grænlandi. Byrjun fréttar:Í yfirlýsingu ráðstefnunnar hér í Nuuk var samþykkt að fara fram á það við ríkisstjórnir norðurskautslandanna og við Evrópusambandið að hefja þegar í stað stefnumótun og koma með tillögur til að bregðast við vandanum vegna loftslagsbreytinganna og þeirrar staðreyndar að hlýnunin er miklu hraðari en menn bjuggust við. Í skýrslunni kemur fram að hlýnunin stafi fyrst og fremst af aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu vegna brennslu olíu og kola, það er að segja vegna gróðurhúsaáhrifa. Fram kemur að nú þegar sé hlýnunin farin að hafa veruleg áhrif á norðurslóðum auk þess sem hún sé fyrirboði um það sem muni gerast annars staðar í heiminum næsta aldarfjórðunginn ef ekkert verður að gert. Fram kemur að menn óttast bráðnum Grænlandsjökuls meira en áður, að jökullinn muni hverfa á einungis 300 til 400 árum í stað þúsund ára sem áður var talið. Það þýði að yfirborð sjávar í öllum heiminum hækki um 1 metra á hverjum 50 árum. (þarna var líka rætt við Bob Carell, einnig var í fréttunum rætt við Sheila Watt-Cloutler, forseta samtaka Inuita á norðurslóðum og Sigríði Önnu Þórðardóttur þá verðandi umhverfisráðherra). Fréttir um þessa skýrslu höfðu reyndar einnig birst í öðrum löndum töluvert á undan mínum fréttum þannig að þetta var ekkert skúbb af minni hálfu, svo það sé á hreinu. Eigi að síður vekur þetta upp ýmsar spurningar um blaðamennsku á Íslandi. Ekki satt? Með bestu kveðju G. Pétur Matthíasson
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar