Skoðun

Afgan

" Vopnaði íslenski liðsaflinn í Afganistan gegnir her- mennsku en nýtur stöðu óbreyttra borgara."   Eða var það: "Vopnaði íslenski liðsaflinn í Afganistan gegnir borgaralegum störfum en nýtur stöðu hermanna, sem hluti af herafla NATO í landinu." Hvernig er þetta aftur ?   Þversagnirnar fljúga - tilhugsunin um íslenska "óbreytta borgara", veifandi vélbyssum framan í almenning á erlendri grundu í  nafni íslenska ríkisins er brjálæði!   Eru hugmyndir manna óskýrar eða er það lygin sem kallar að mér? Er skammt í geðklofann eða er ruglið meðvitað yfirvarp yfir óútskýrðan raunveruleika ?   Slíkt brjálæði má ekki vera "útrætt" því þá bendir til allt þess að það haldi áfram.  Varla hefur furðulegra og þversagnarkenndara mál komið upp,sem snertir jafn djúpt þjóðarsál og sjálfsvitund Íslendinga. Er þjóðarsálin löskuð og lasin vegna þessa ?                                      Kveðja: Baldur Andrésson



Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×