Sagði af sér formennsku 6. nóvember 2004 00:01 Bæjarstjórnarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar urðu mjög undrandi þegar Guðjón Hjörleifsson las upp úr bréfi á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Í bréfinu voru lögfræðingar eigenda Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum að forvitnast um stöðu viljayfirlýsingar sem Andrés Sigmundsson hafði skrifað undir fyrir hönd Verkefnastjórnar Menningarhúss í Vestmannaeyjum þann 12. október. Engin nema Andrés vissi um þessa yfirlýsingu. Síðan hún var undirrituð hefur verið haldinn fundur í bæjarstjórn og hjá verkefnastjórninni án þess að hún hafi verið rædd. Andrés segir það ekki skipta máli að hann hafi ekki sagt bæjarstjórn frá yfirlýsingunni en viðurkennir að það hefði verið eðlilegt að kynna þetta fyrir verkefnastjórninni. Í viljayfirlýsingunni komu fram hugmyndir um bæjarsjóður og ríkið muni kaupa húsið fyrir um 153 milljónir. Hluta af því yrði greitt með fasteign í eigu Vestmannaeyjabæjar sem síðan yrði leigð af nýjum eigendum til lengri tíma. Fram kemur að samkomulagið sé háð formlegu samþykki verkefnastjórnarinnar og eigendum Fiskiðjuhússins. Andrés segir viljayfirlýsinguna ekki fela í sér neina skuldbindingu."Þessi tala hefði aldrei komið til greina, það vita allir. Ég taldi það skyldu mína sem formanns að ganga í þessa hluti." Eftir að bæjarstjórnarfundi lauk sendi Andrés frá sér yfirlýsingu, þar sem hann sagði tímabundið af sér formennsku í bæjarráði Vestmannaeyja og formennsku verkefnastjórnarinnar. "Ég taldi rétt við þessar aðstæður að á meðan málin eru skoðuð að víkja til hliðar á meðan málin eru skoðuð. Mér finnst það heiðarlegt af mér og drengilegt." Lúðvík Bergvinsson segir þær hugmyndir sem birtust í yfirlýsingunni vera fráleitar og aldrei komið til greina. Hann styður ákvörðun Andrésar að láta af formennsku. Arnar Sigurmundsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir viljayfirlýsinguna hafa komið öllum nema Andrési í opna skjöldu. "Þarna er einstaklingur að búa sig undir það að skuldbinda sig um kaupa fasteign og selja fasteign bæjarsjóðs, algjörlega í heimildarleysi. Þessi gjörningur hefur ekkert gildi og maðurinn er að axla þá ábyrgð að hætta fyrir bragðið." Bæjarráð mun koma saman í dag, án Andrésar Sigmundssonar. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
Bæjarstjórnarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar urðu mjög undrandi þegar Guðjón Hjörleifsson las upp úr bréfi á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Í bréfinu voru lögfræðingar eigenda Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum að forvitnast um stöðu viljayfirlýsingar sem Andrés Sigmundsson hafði skrifað undir fyrir hönd Verkefnastjórnar Menningarhúss í Vestmannaeyjum þann 12. október. Engin nema Andrés vissi um þessa yfirlýsingu. Síðan hún var undirrituð hefur verið haldinn fundur í bæjarstjórn og hjá verkefnastjórninni án þess að hún hafi verið rædd. Andrés segir það ekki skipta máli að hann hafi ekki sagt bæjarstjórn frá yfirlýsingunni en viðurkennir að það hefði verið eðlilegt að kynna þetta fyrir verkefnastjórninni. Í viljayfirlýsingunni komu fram hugmyndir um bæjarsjóður og ríkið muni kaupa húsið fyrir um 153 milljónir. Hluta af því yrði greitt með fasteign í eigu Vestmannaeyjabæjar sem síðan yrði leigð af nýjum eigendum til lengri tíma. Fram kemur að samkomulagið sé háð formlegu samþykki verkefnastjórnarinnar og eigendum Fiskiðjuhússins. Andrés segir viljayfirlýsinguna ekki fela í sér neina skuldbindingu."Þessi tala hefði aldrei komið til greina, það vita allir. Ég taldi það skyldu mína sem formanns að ganga í þessa hluti." Eftir að bæjarstjórnarfundi lauk sendi Andrés frá sér yfirlýsingu, þar sem hann sagði tímabundið af sér formennsku í bæjarráði Vestmannaeyja og formennsku verkefnastjórnarinnar. "Ég taldi rétt við þessar aðstæður að á meðan málin eru skoðuð að víkja til hliðar á meðan málin eru skoðuð. Mér finnst það heiðarlegt af mér og drengilegt." Lúðvík Bergvinsson segir þær hugmyndir sem birtust í yfirlýsingunni vera fráleitar og aldrei komið til greina. Hann styður ákvörðun Andrésar að láta af formennsku. Arnar Sigurmundsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir viljayfirlýsinguna hafa komið öllum nema Andrési í opna skjöldu. "Þarna er einstaklingur að búa sig undir það að skuldbinda sig um kaupa fasteign og selja fasteign bæjarsjóðs, algjörlega í heimildarleysi. Þessi gjörningur hefur ekkert gildi og maðurinn er að axla þá ábyrgð að hætta fyrir bragðið." Bæjarráð mun koma saman í dag, án Andrésar Sigmundssonar.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira