Sport

Klinsmann kennt um mistök Kahn

Forráðamenn Bayern Munchen kenna nýráðnum landslisþjálfara Þjóðverja, Jurgen Klinsmann, um mistökin sem Oliver Kahn, markvörður Munchen, gerði í Meistaradeildarleik gegn Juventus í síðustu viku. Karl-Heinz Rummenigge, varaforseti Munchen, telur að Klinsmenn setji of mikla pressu á Kahn og Jens Lehmann, markvörð Arsenal, og það sé ástæðan fyrir mörgum mistökum þeirra að undanförnu. "Það verður að binda enda á þessa umræðu. Klinsmann vildi baráttu milli Kahn og Lehmann. Við verðum að gæta þess að þeir tapi ekki báðir á þessu, þegar allt kemur til alls", sagði Rumenigge og bað Klinsmann um að gera upp hug sinn áður en allt færi úr böndunum. Klinsmann stendur hins vegar fastur á því að hann ætli að leyfa báðum markvörðum að sanna sig og muni ekki taka ákvörðun um aðalmarkvörð fyrir en skömmu fyrir næstu heimsmeistarakeppni, sem fram fer í Þýskalandi árið 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×