Vilji til að setja lög á verkfall 13. október 2005 14:56 Um 61 prósent landsmanna telur að ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný þá komi til greina að setja lög á verkfallið. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu telur um 61 prósent það koma til greina að setja lög á verkfallið en 39 prósent telja það ekki koma til greina. Athyglisvert er að nokkur munur er á afstöðu kynjanna sem og afstöðu fólks eftir búsetu. Konur virðast hlynntari því að lög verði sett á kennaraverkfallið ef miðlunartillagan verður felld. Ríflega 65 prósent kvenna segja það koma til greina en 35 prósent eru mótfallin því. Um 56 prósent karla eru hins vegar þeirrar skoðunar að lög á verkfallið komi til greina en 44 prósent þeirra eru mótfallnir því. Tæplega 65 prósentum íbúa á landsbyggðinni finnst koma til greina að setja lög á verkfall kennara samanborið við 58 prósent íbúa í þéttbýli. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að verði sett lög á verkfallið sé verið að fresta vandanum og kannski bara um stuttan tíma. "Menn fara að sjálfsögðu að lögum hvernig sem þau verða, en það mun fækka í kennarastéttinni á eftir," segir Eiríkur. "Ég held að menn láti ekki binda sig með lögum." Eiríkur telur mögulegt að umræða undanfarinna daga hafi spilað inn í niðurstöðuna: "Sjálfsagt hefur það áhrif að mikið hefur verið rætt um lög á verkfall kennara. Ég hef aldrei viljað hugsa þá hugsun til enda ef lög yrðu sett á verkfallið." Eiríkur telur að ástæða þess að konur eru í meirihluta þeirra sem vilja sjá lög á verkfall kennara sé hugsanlega sú að umönnun barnanna sé heldur í höndum kvenna: "Þessi gamaldagshugsun að konur séu ábyrgari fyrir börnunum en karlar er enn svo rík í þessu þjóðfélagi. Ég get vel ímyndað mér að konur hafi upplifað verkfallið á annan hátt en karlar hvað þetta varðar." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný, finnst þér þá koma til að greina að setja lög á verkfallið? Svarhlutfallið var 93,6 prósent. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Kennaraverkfall Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Um 61 prósent landsmanna telur að ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný þá komi til greina að setja lög á verkfallið. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu telur um 61 prósent það koma til greina að setja lög á verkfallið en 39 prósent telja það ekki koma til greina. Athyglisvert er að nokkur munur er á afstöðu kynjanna sem og afstöðu fólks eftir búsetu. Konur virðast hlynntari því að lög verði sett á kennaraverkfallið ef miðlunartillagan verður felld. Ríflega 65 prósent kvenna segja það koma til greina en 35 prósent eru mótfallin því. Um 56 prósent karla eru hins vegar þeirrar skoðunar að lög á verkfallið komi til greina en 44 prósent þeirra eru mótfallnir því. Tæplega 65 prósentum íbúa á landsbyggðinni finnst koma til greina að setja lög á verkfall kennara samanborið við 58 prósent íbúa í þéttbýli. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að verði sett lög á verkfallið sé verið að fresta vandanum og kannski bara um stuttan tíma. "Menn fara að sjálfsögðu að lögum hvernig sem þau verða, en það mun fækka í kennarastéttinni á eftir," segir Eiríkur. "Ég held að menn láti ekki binda sig með lögum." Eiríkur telur mögulegt að umræða undanfarinna daga hafi spilað inn í niðurstöðuna: "Sjálfsagt hefur það áhrif að mikið hefur verið rætt um lög á verkfall kennara. Ég hef aldrei viljað hugsa þá hugsun til enda ef lög yrðu sett á verkfallið." Eiríkur telur að ástæða þess að konur eru í meirihluta þeirra sem vilja sjá lög á verkfall kennara sé hugsanlega sú að umönnun barnanna sé heldur í höndum kvenna: "Þessi gamaldagshugsun að konur séu ábyrgari fyrir börnunum en karlar er enn svo rík í þessu þjóðfélagi. Ég get vel ímyndað mér að konur hafi upplifað verkfallið á annan hátt en karlar hvað þetta varðar." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný, finnst þér þá koma til að greina að setja lög á verkfallið? Svarhlutfallið var 93,6 prósent.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Kennaraverkfall Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira