Vilji til að setja lög á verkfall 13. október 2005 14:56 Um 61 prósent landsmanna telur að ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný þá komi til greina að setja lög á verkfallið. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu telur um 61 prósent það koma til greina að setja lög á verkfallið en 39 prósent telja það ekki koma til greina. Athyglisvert er að nokkur munur er á afstöðu kynjanna sem og afstöðu fólks eftir búsetu. Konur virðast hlynntari því að lög verði sett á kennaraverkfallið ef miðlunartillagan verður felld. Ríflega 65 prósent kvenna segja það koma til greina en 35 prósent eru mótfallin því. Um 56 prósent karla eru hins vegar þeirrar skoðunar að lög á verkfallið komi til greina en 44 prósent þeirra eru mótfallnir því. Tæplega 65 prósentum íbúa á landsbyggðinni finnst koma til greina að setja lög á verkfall kennara samanborið við 58 prósent íbúa í þéttbýli. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að verði sett lög á verkfallið sé verið að fresta vandanum og kannski bara um stuttan tíma. "Menn fara að sjálfsögðu að lögum hvernig sem þau verða, en það mun fækka í kennarastéttinni á eftir," segir Eiríkur. "Ég held að menn láti ekki binda sig með lögum." Eiríkur telur mögulegt að umræða undanfarinna daga hafi spilað inn í niðurstöðuna: "Sjálfsagt hefur það áhrif að mikið hefur verið rætt um lög á verkfall kennara. Ég hef aldrei viljað hugsa þá hugsun til enda ef lög yrðu sett á verkfallið." Eiríkur telur að ástæða þess að konur eru í meirihluta þeirra sem vilja sjá lög á verkfall kennara sé hugsanlega sú að umönnun barnanna sé heldur í höndum kvenna: "Þessi gamaldagshugsun að konur séu ábyrgari fyrir börnunum en karlar er enn svo rík í þessu þjóðfélagi. Ég get vel ímyndað mér að konur hafi upplifað verkfallið á annan hátt en karlar hvað þetta varðar." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný, finnst þér þá koma til að greina að setja lög á verkfallið? Svarhlutfallið var 93,6 prósent. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Kennaraverkfall Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Um 61 prósent landsmanna telur að ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný þá komi til greina að setja lög á verkfallið. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu telur um 61 prósent það koma til greina að setja lög á verkfallið en 39 prósent telja það ekki koma til greina. Athyglisvert er að nokkur munur er á afstöðu kynjanna sem og afstöðu fólks eftir búsetu. Konur virðast hlynntari því að lög verði sett á kennaraverkfallið ef miðlunartillagan verður felld. Ríflega 65 prósent kvenna segja það koma til greina en 35 prósent eru mótfallin því. Um 56 prósent karla eru hins vegar þeirrar skoðunar að lög á verkfallið komi til greina en 44 prósent þeirra eru mótfallnir því. Tæplega 65 prósentum íbúa á landsbyggðinni finnst koma til greina að setja lög á verkfall kennara samanborið við 58 prósent íbúa í þéttbýli. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að verði sett lög á verkfallið sé verið að fresta vandanum og kannski bara um stuttan tíma. "Menn fara að sjálfsögðu að lögum hvernig sem þau verða, en það mun fækka í kennarastéttinni á eftir," segir Eiríkur. "Ég held að menn láti ekki binda sig með lögum." Eiríkur telur mögulegt að umræða undanfarinna daga hafi spilað inn í niðurstöðuna: "Sjálfsagt hefur það áhrif að mikið hefur verið rætt um lög á verkfall kennara. Ég hef aldrei viljað hugsa þá hugsun til enda ef lög yrðu sett á verkfallið." Eiríkur telur að ástæða þess að konur eru í meirihluta þeirra sem vilja sjá lög á verkfall kennara sé hugsanlega sú að umönnun barnanna sé heldur í höndum kvenna: "Þessi gamaldagshugsun að konur séu ábyrgari fyrir börnunum en karlar er enn svo rík í þessu þjóðfélagi. Ég get vel ímyndað mér að konur hafi upplifað verkfallið á annan hátt en karlar hvað þetta varðar." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný, finnst þér þá koma til að greina að setja lög á verkfallið? Svarhlutfallið var 93,6 prósent.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Kennaraverkfall Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira