Læknir í þremur kærumálum 8. nóvember 2004 00:01 Guðmundur Ingi Eyjólfsson, formaður Læknasetursins ehf., býst við að niðurstaða í tveimur kærumálum sem hann hefur lagt fram á hendur tveimur stofnunum í heilbrigðisgeiranum verði sér í hag. "Ég rek Læknasetrið," sagði hann. "Ég var með átta yfirlækna, en stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss bönnuðu þeim að reka stofur úti í bæ vildu þeir halda starfi sínu á spítalanum. Þá missti ég fimm lækna út og það kemur sér afar illa fyrir fyrirtækið með margvíslegum hætti." Guðmundur Ingi kvaðst hafa talið að þarna væri um brot á samkeppnislögum að ræða, þar sem Landspítalamenn væru að misnota aðstöðu sína gagnvart keppinaut sínum. Hitt málið sem Guðmundur Ingi á í er gegn Heilsugæslunni. "Við erum í sama húsi og heilsugæslan í Mjódd. Við erum búnir að þjóna henni hvað varðar blóðrannsóknir síðan hún var opnuð. Þar að auki setti ég upp blóðtökuaðstöðu í Grafarvogi þegar heilsugæslan þar var opnuð og hef þjónað henni síðan samkvæmt samningi." Guðmundur Ingi sagði að Læknasetrið hefði verið í viðamiklu þjónustuhlutverki við heilsugæsluna, bæði með viðskiptum við ofangreindar stöðvar og fleira. "Síðan gerði Landspítalinn samning við Heilsugæsluna í apríl um að annast blóðrannsóknir. Þeir undirbuðu okkur og lækkuðu þær rannsóknir sem við gerðum um 32 prósent. En þar sem þeir voru með einokun varð nánast engin lækkun þegar upp var staðið. Þeir eru í þeirri stöðu að fá um 28 milljarða á ári á föstum fjárlögum og fjárhæðir til viðbótar á aukafjárlögum, þannig að þeir eru að misbeita aðstöðu sinni gagnvart keppinaut. Þeir eru að reyna að grafa undan okkur." Guðmundur Ingi kvaðst hafa kært þessi tvö mál til Samkeppnisráðs. Hann sagðist hafa reynt að fá samning þann sem Landspítalinn og Heilsugæslan gerðu með sér um blóðrannsóknirnar. "Þeir neita að afhenda mér hann og segja að hann sé leynilegur. Það getur ekki staðist í stjórnsýslunni að samningar séu leynilegir, svo það er líka lögbrot. Þeir eru því að brjóta þrenn lög og allt bíður þetta dóms hjá Samkeppnisráði." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Guðmundur Ingi Eyjólfsson, formaður Læknasetursins ehf., býst við að niðurstaða í tveimur kærumálum sem hann hefur lagt fram á hendur tveimur stofnunum í heilbrigðisgeiranum verði sér í hag. "Ég rek Læknasetrið," sagði hann. "Ég var með átta yfirlækna, en stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss bönnuðu þeim að reka stofur úti í bæ vildu þeir halda starfi sínu á spítalanum. Þá missti ég fimm lækna út og það kemur sér afar illa fyrir fyrirtækið með margvíslegum hætti." Guðmundur Ingi kvaðst hafa talið að þarna væri um brot á samkeppnislögum að ræða, þar sem Landspítalamenn væru að misnota aðstöðu sína gagnvart keppinaut sínum. Hitt málið sem Guðmundur Ingi á í er gegn Heilsugæslunni. "Við erum í sama húsi og heilsugæslan í Mjódd. Við erum búnir að þjóna henni hvað varðar blóðrannsóknir síðan hún var opnuð. Þar að auki setti ég upp blóðtökuaðstöðu í Grafarvogi þegar heilsugæslan þar var opnuð og hef þjónað henni síðan samkvæmt samningi." Guðmundur Ingi sagði að Læknasetrið hefði verið í viðamiklu þjónustuhlutverki við heilsugæsluna, bæði með viðskiptum við ofangreindar stöðvar og fleira. "Síðan gerði Landspítalinn samning við Heilsugæsluna í apríl um að annast blóðrannsóknir. Þeir undirbuðu okkur og lækkuðu þær rannsóknir sem við gerðum um 32 prósent. En þar sem þeir voru með einokun varð nánast engin lækkun þegar upp var staðið. Þeir eru í þeirri stöðu að fá um 28 milljarða á ári á föstum fjárlögum og fjárhæðir til viðbótar á aukafjárlögum, þannig að þeir eru að misbeita aðstöðu sinni gagnvart keppinaut. Þeir eru að reyna að grafa undan okkur." Guðmundur Ingi kvaðst hafa kært þessi tvö mál til Samkeppnisráðs. Hann sagðist hafa reynt að fá samning þann sem Landspítalinn og Heilsugæslan gerðu með sér um blóðrannsóknirnar. "Þeir neita að afhenda mér hann og segja að hann sé leynilegur. Það getur ekki staðist í stjórnsýslunni að samningar séu leynilegir, svo það er líka lögbrot. Þeir eru því að brjóta þrenn lög og allt bíður þetta dóms hjá Samkeppnisráði."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent