Besta bók höfundar til þessa 9. nóvember 2004 00:01 Hverjir eru mestu og bestu rithöfundar Íslands? Eru það þeir sem skrifa margar bækur um ævina; þeir sem skrifa þykkar bækur; þeir sem skrifa fáar bækur; þeir sem skrifa góðar bækur, eða þeir sem seljast? Og hver selur bækurnar? Hið árlega bókaflóð er skollið á með öllum sínum kostum, göllum og kækjum - og nú þegar má sjá grundvallareinkennin í auglýsingaherferð útgefenda. Það er strax hægt að sjá hvaða höfunda útgefendur leggja áherslu á að selja og um hverja þeim er nákvæmlega sama. Nú þegar eru þeir tveir höfundar sem mest hafa verið markaðssettir auglýstir í heilsíðuauglýsingum í öllum fjölmiðlum, á fremstu síðum prentmiðla. Það er ekkert til sparað að selja vek þeirra. Slagorðin hjá þeim báðum er "besta bók höfundar til þessa." Þeir eru reyndar báðir hjá sama útgefanda og þetta slagorð er alltaf notað þegar þeir gefa út bók." En hver er búinn að meta bækur þeirra áður og um leið og þær koma út? Útgefandinn? Sjónvarpstrúður? Hinn almenni lesandi? Á sama hátt má sjá mun minni auglýsingar þar sem nokkrir höfundar eru þræddir upp á einn og sama öngulinn sem verið er að leggja fyrir bókakaupendur - birtar einhvers staðar langt inni í blaði og ekki nema örfáum sinnum meðan á flóðinu stendur. Þetta eru höfundarnir sem útgefendur ætla ekki að veðja á. En hvers vegna urðu þeir stóru svo stórir. Er það vegna þess að hin árlega markaðssetning á þeim hefur verið svo öflug að það er búið að heilaþvo þjóðina, eða eru allir sammála um yfirburði þeirra? En það er ekki eins og útgefendur leiki sóló í þessu sérkennilega leikriti. Fjölmiðlar dansa með. Þeir höfundar sem eru mest markaðssettir eru í öllum útvarps- og sjónvarpsþáttum alls staðar og í svo löngum viðtölum í prentmiðlum að það nennir enginn að lesa þau. En það gerir ekkert til. Lengdin á viðtalinu nægir til þess að troða því inn í þöngulhausa þjóðarinnar að þeir séu bestir. Vissulega hafa komið upp vonbrigði, meðal almennings, með ýmis verk ofurmarkaðssettu höfundanna í gegnum tíðina og því er nauðsynlegt að auglýsa næstu bók þerra sem "bestu bók höfundar til þessa," þannig að mögulegir kaupendur haldi ekki að viðkomandi höfundar séu farnir að dala og hægt verði að selja þá áfram. Það merkilega við höfundana sem ekki er troðið af þessu afli upp á lesendur, en eru þess í stað auglýstir í hópum, er að flestir þeirra eru konur. Það eru kannski tveir kvenhöfundar á Íslandi sem ná þeim status að fá heilsíðu af og til í prentmiðlum og vera tekið fagnandi í marga útvarps- og sjónvarpsþætti. Þær gefa ekki út á hverju ári og herferðin því ekki eins áberandi. Af einhverjum ástæðum er maður orðinn svo þreyttur á þessum heilaþvotti að maður er ósjálfrátt farinn að leita að hinum þöglu höfundum, helst frá útgefendum sem eiga ekkert alltof mikinn pening til þess að segja manni hvað maður á að hugsa. Þannig fæst tækifæri til þess að lesa skáldverk óáreittur og meta það á eigin forsendum. Og þar er mörg perlan, skrifuð af konum, ungu fólki, úthaldsgóðum og hógværum skáldum sem kunna ekki við sig í glannalegu sviðsljósinu. Og maður hugsar: Mikið vildi ég vera uppi eftir hundrað ár til þess að sjá hverja af þessum höfundum skáldagyðjan hefur valið til þess að lifa af tímann. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hverjir eru mestu og bestu rithöfundar Íslands? Eru það þeir sem skrifa margar bækur um ævina; þeir sem skrifa þykkar bækur; þeir sem skrifa fáar bækur; þeir sem skrifa góðar bækur, eða þeir sem seljast? Og hver selur bækurnar? Hið árlega bókaflóð er skollið á með öllum sínum kostum, göllum og kækjum - og nú þegar má sjá grundvallareinkennin í auglýsingaherferð útgefenda. Það er strax hægt að sjá hvaða höfunda útgefendur leggja áherslu á að selja og um hverja þeim er nákvæmlega sama. Nú þegar eru þeir tveir höfundar sem mest hafa verið markaðssettir auglýstir í heilsíðuauglýsingum í öllum fjölmiðlum, á fremstu síðum prentmiðla. Það er ekkert til sparað að selja vek þeirra. Slagorðin hjá þeim báðum er "besta bók höfundar til þessa." Þeir eru reyndar báðir hjá sama útgefanda og þetta slagorð er alltaf notað þegar þeir gefa út bók." En hver er búinn að meta bækur þeirra áður og um leið og þær koma út? Útgefandinn? Sjónvarpstrúður? Hinn almenni lesandi? Á sama hátt má sjá mun minni auglýsingar þar sem nokkrir höfundar eru þræddir upp á einn og sama öngulinn sem verið er að leggja fyrir bókakaupendur - birtar einhvers staðar langt inni í blaði og ekki nema örfáum sinnum meðan á flóðinu stendur. Þetta eru höfundarnir sem útgefendur ætla ekki að veðja á. En hvers vegna urðu þeir stóru svo stórir. Er það vegna þess að hin árlega markaðssetning á þeim hefur verið svo öflug að það er búið að heilaþvo þjóðina, eða eru allir sammála um yfirburði þeirra? En það er ekki eins og útgefendur leiki sóló í þessu sérkennilega leikriti. Fjölmiðlar dansa með. Þeir höfundar sem eru mest markaðssettir eru í öllum útvarps- og sjónvarpsþáttum alls staðar og í svo löngum viðtölum í prentmiðlum að það nennir enginn að lesa þau. En það gerir ekkert til. Lengdin á viðtalinu nægir til þess að troða því inn í þöngulhausa þjóðarinnar að þeir séu bestir. Vissulega hafa komið upp vonbrigði, meðal almennings, með ýmis verk ofurmarkaðssettu höfundanna í gegnum tíðina og því er nauðsynlegt að auglýsa næstu bók þerra sem "bestu bók höfundar til þessa," þannig að mögulegir kaupendur haldi ekki að viðkomandi höfundar séu farnir að dala og hægt verði að selja þá áfram. Það merkilega við höfundana sem ekki er troðið af þessu afli upp á lesendur, en eru þess í stað auglýstir í hópum, er að flestir þeirra eru konur. Það eru kannski tveir kvenhöfundar á Íslandi sem ná þeim status að fá heilsíðu af og til í prentmiðlum og vera tekið fagnandi í marga útvarps- og sjónvarpsþætti. Þær gefa ekki út á hverju ári og herferðin því ekki eins áberandi. Af einhverjum ástæðum er maður orðinn svo þreyttur á þessum heilaþvotti að maður er ósjálfrátt farinn að leita að hinum þöglu höfundum, helst frá útgefendum sem eiga ekkert alltof mikinn pening til þess að segja manni hvað maður á að hugsa. Þannig fæst tækifæri til þess að lesa skáldverk óáreittur og meta það á eigin forsendum. Og þar er mörg perlan, skrifuð af konum, ungu fólki, úthaldsgóðum og hógværum skáldum sem kunna ekki við sig í glannalegu sviðsljósinu. Og maður hugsar: Mikið vildi ég vera uppi eftir hundrað ár til þess að sjá hverja af þessum höfundum skáldagyðjan hefur valið til þess að lifa af tímann. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar