Framtíð NBA boltans Þórlindur Kjartansson skrifar 11. nóvember 2004 00:01 Fyrir um tíu árum voru vinsældir bandarísku atvinnumannadeildarinnar í körfuknattleik, NBA deildarinnar, í hámarki. Til marks um það var tíunda söluhæsta bókin á Íslandi fyrir jólin 1994 um skærustu stjörnur deildarinnar. Hér á Íslandi gengu margir um með derhúfur merktum liðunum og óhóflegum hluta vasapeninga margra unglinga var varið í fokdýr skiptispil með myndum af leikmönnum og upplýsingum. Körfuboltastjörnur þessara ára urðu frægar langt út fyrir raðir íþróttaáhugamanna. Fremstan þar má hiklaust telja Michael Jordan sem samkvæmt rannsóknum naut ámóta frægðar á alþjóðlega vísu og Díana prinsessa, Madonna, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Jordan er raunar talinn vera frægasti íþróttamaður heims síðan Muhammmed Ali lagði heiminn að fótum sér. NBA deildin hefur þó ekki ætíð notið velgengni. Á áttunda áratuginum var mikil lægð í atvinnukörfubolta í Bandaríkjunum. Leikmennirnir urður margir uppsvísir að ýmis konar hneykslum svo sem vegna eiturlyfjaneyslu og ýmis konar ólifnaðar. Almennt er álitið sem kaflaskil hafi orðið í deildinni þegar "Magic" Johnson og Larry Bird hófu leik á tímabilinu 1979 - ´80. Þeir tveir voru þá þegar orðnir frægir fyrir frammistöðu sína í háskólum sínum og áttu auðvelt með að heilla fólk með leikstíl sínum og framkomu utan vallar. Sérstaklega var "Magic" mikil lyftistöng fyrir deildina en þeir báðir sýndu fram á að leikgleðin var ekki töpuð úr deildinni þótt leikmennirnir væru komnir með svimandi há laun og létu stundum meira eins og odekraðar dramadrottningar en áhugasamir og kappsfullir íþróttamenn. Það skemmdi heldur ekki fyrir að "Magic" og Bird fóru í gamalgróin lið í deildinni sem áttu sér dygga stuðningsmannahópa og merkilega sögu. "Magic" fór til Los Angeles á Vesturströndinni og Bird til Boston á Austurströndinni. Árið 1984 bættist svo síðasta spilið í púslinu við þegar Michael Jordan hóf að leika með Chicago Bulls. Þar með hafði deildinni áskotnast þrjár stjörnur á mikilvægustu mörkuðunum í Bandaríkjunum og allir voru þeir bæði framúrskarandi keppnismenn og ákjósanlegar fyrirmyndir ungmenna. Þetta réð mestu um að NBA deildin reis úr öskustónni og varð vinsælasta íþróttadeild í heimi á næstu tíu árum. Hámarki náði NBA æðið í heiminum á Ólympíuleikunum 1992 í Barcelona þegar atvinnumenn máttu í fyrsta sinn keppa. Í því liði voru bæði "Magic" og Bird, sem nálguðust endalok ferils síns og Micheal Jordan sem var á hátindi síns. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ekki allt gott fyrir NBA deildina. Nú eru það hneykslismál sem helst vekja athygli almennings á deildinni. Fjölmargir leikmenn hafa verið staðnir að eiturlyfjanotkun og skotvopnaeign og ein helsta von deildarinnar á síðustu árum, Kobe Bryant, sá tækifæri sitt um að taka við kyndli deildarinnar fara í súginn þegar hann var kærður fyrir að nauðga nítján ára stúlku í fyrra. Eigingirni og græðgi hefur einnig orðið áberandi í fari leikmanna eins og sást vel á því að tveir bestu leikmenn deildarinnar, Bryant og Shaquille O´Neal, gátu ekki látið sér lynda þrátt fyrir að hafa saman unnið þrjá meistaratitla. Báðir ásökuðu þeir hinn um að skyggja á sig og að lokum þurftu eigendur Los Angeles Lakers að láta O´Neal og þjálfarann Phil Jackson fara til að þóknast geðsveiflunum í Kobe Bryant. Leikmenn NBA deildarinnar eru meðal hæst launuðu íþróttamanna í heimi. Hæst launaði leikmaður deildarinnar í fyrra var Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves. Hann þénaði 28 milljónir Bandaríkjadala (um tvo milljarða íslenskra króna) og meðallaun leikmanna eru í kringum tvær milljónir dala á ári. Til að setja þetta í eitthvað samhengi má nefna að Tony Parker, leikstjórnandi hjá San Antonio Spurs, er nú orðinn launahæsti íþróttamaður Frakklands og skýtur þar með Zinidine Zidane, einum fremsta knattspyrnumanni síðustu áratuga, aftur fyrir sig. Þó er Parker engin stórstjarna í NBA deildinni og að minnsta kosti nokkrir tugir leikmanna standa honum framar bæði hvað varðar getu og frægð. Nýverið olli Latrell Sprewell, leikmaður Minnesota, fjaðrafoki þegar hann lýsti því yfir að hann áliti það móðgun að vera boðið tíu milljón dollara í laun (sjö hundruð milljónir króna). Framkvæmdastjóri deildarinnar ávítti Sprewell fyrir ummælin og aðdáendur urðu margir yfir sig hneykslaðir á heimtufrekjunni. Sérfræðingar um málefni NBA deildarinnar telja sig þó eygja von. Í fyrra gekk bakvörðurinn Lebron James til liðs við Cleveland Cavaliers. James er aðeins nítján ára að aldri og er nú stigahæsti leikmaður deildarinnar. Hann þykir ekki líklegur til þess að verða deildinni til skammar með hegðun sinni utan vallar og sýnir bæði leikgleði og baráttuþrek inn á vellinum sem margir telja að geti kveikt neista almennings gagnvart NBA deildinni á ný. Annar efnilegur nýliði frá í fyrra Camelo Anthony hefur einnig virst lofa góðu. Hann var hins vegar tekinn með hass fyrir skemmstu en ber því við að því hafi verið komið fyrir í farangri hans. Annað stórefni sem nú er að leika sitt annað tímabil er Dwayne Wade, félagi Shaquille O´Neal hjá Miami Heat. Wade er nú einn stigahæsti leimaður deildarinnar með 27 stig í leik. Til þess að NBA deildin öðlist að nýju þær vinsældir sem hún naut fyrir um áratug er ljóst að ákveðin hugarfarsbreyting þarf að verða hjá íþróttamönnunum. Fyrir áhugamenn um NBA deildina gætu spennandi tímar verið framundan og ef leikmönnum og stjórnendum deildarinnar tekst að halda rétt á spilunum gæti fjölgað verulega í þeim hópi á næstu árum.Þórlindur Kjartansson -thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir um tíu árum voru vinsældir bandarísku atvinnumannadeildarinnar í körfuknattleik, NBA deildarinnar, í hámarki. Til marks um það var tíunda söluhæsta bókin á Íslandi fyrir jólin 1994 um skærustu stjörnur deildarinnar. Hér á Íslandi gengu margir um með derhúfur merktum liðunum og óhóflegum hluta vasapeninga margra unglinga var varið í fokdýr skiptispil með myndum af leikmönnum og upplýsingum. Körfuboltastjörnur þessara ára urðu frægar langt út fyrir raðir íþróttaáhugamanna. Fremstan þar má hiklaust telja Michael Jordan sem samkvæmt rannsóknum naut ámóta frægðar á alþjóðlega vísu og Díana prinsessa, Madonna, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Jordan er raunar talinn vera frægasti íþróttamaður heims síðan Muhammmed Ali lagði heiminn að fótum sér. NBA deildin hefur þó ekki ætíð notið velgengni. Á áttunda áratuginum var mikil lægð í atvinnukörfubolta í Bandaríkjunum. Leikmennirnir urður margir uppsvísir að ýmis konar hneykslum svo sem vegna eiturlyfjaneyslu og ýmis konar ólifnaðar. Almennt er álitið sem kaflaskil hafi orðið í deildinni þegar "Magic" Johnson og Larry Bird hófu leik á tímabilinu 1979 - ´80. Þeir tveir voru þá þegar orðnir frægir fyrir frammistöðu sína í háskólum sínum og áttu auðvelt með að heilla fólk með leikstíl sínum og framkomu utan vallar. Sérstaklega var "Magic" mikil lyftistöng fyrir deildina en þeir báðir sýndu fram á að leikgleðin var ekki töpuð úr deildinni þótt leikmennirnir væru komnir með svimandi há laun og létu stundum meira eins og odekraðar dramadrottningar en áhugasamir og kappsfullir íþróttamenn. Það skemmdi heldur ekki fyrir að "Magic" og Bird fóru í gamalgróin lið í deildinni sem áttu sér dygga stuðningsmannahópa og merkilega sögu. "Magic" fór til Los Angeles á Vesturströndinni og Bird til Boston á Austurströndinni. Árið 1984 bættist svo síðasta spilið í púslinu við þegar Michael Jordan hóf að leika með Chicago Bulls. Þar með hafði deildinni áskotnast þrjár stjörnur á mikilvægustu mörkuðunum í Bandaríkjunum og allir voru þeir bæði framúrskarandi keppnismenn og ákjósanlegar fyrirmyndir ungmenna. Þetta réð mestu um að NBA deildin reis úr öskustónni og varð vinsælasta íþróttadeild í heimi á næstu tíu árum. Hámarki náði NBA æðið í heiminum á Ólympíuleikunum 1992 í Barcelona þegar atvinnumenn máttu í fyrsta sinn keppa. Í því liði voru bæði "Magic" og Bird, sem nálguðust endalok ferils síns og Micheal Jordan sem var á hátindi síns. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ekki allt gott fyrir NBA deildina. Nú eru það hneykslismál sem helst vekja athygli almennings á deildinni. Fjölmargir leikmenn hafa verið staðnir að eiturlyfjanotkun og skotvopnaeign og ein helsta von deildarinnar á síðustu árum, Kobe Bryant, sá tækifæri sitt um að taka við kyndli deildarinnar fara í súginn þegar hann var kærður fyrir að nauðga nítján ára stúlku í fyrra. Eigingirni og græðgi hefur einnig orðið áberandi í fari leikmanna eins og sást vel á því að tveir bestu leikmenn deildarinnar, Bryant og Shaquille O´Neal, gátu ekki látið sér lynda þrátt fyrir að hafa saman unnið þrjá meistaratitla. Báðir ásökuðu þeir hinn um að skyggja á sig og að lokum þurftu eigendur Los Angeles Lakers að láta O´Neal og þjálfarann Phil Jackson fara til að þóknast geðsveiflunum í Kobe Bryant. Leikmenn NBA deildarinnar eru meðal hæst launuðu íþróttamanna í heimi. Hæst launaði leikmaður deildarinnar í fyrra var Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves. Hann þénaði 28 milljónir Bandaríkjadala (um tvo milljarða íslenskra króna) og meðallaun leikmanna eru í kringum tvær milljónir dala á ári. Til að setja þetta í eitthvað samhengi má nefna að Tony Parker, leikstjórnandi hjá San Antonio Spurs, er nú orðinn launahæsti íþróttamaður Frakklands og skýtur þar með Zinidine Zidane, einum fremsta knattspyrnumanni síðustu áratuga, aftur fyrir sig. Þó er Parker engin stórstjarna í NBA deildinni og að minnsta kosti nokkrir tugir leikmanna standa honum framar bæði hvað varðar getu og frægð. Nýverið olli Latrell Sprewell, leikmaður Minnesota, fjaðrafoki þegar hann lýsti því yfir að hann áliti það móðgun að vera boðið tíu milljón dollara í laun (sjö hundruð milljónir króna). Framkvæmdastjóri deildarinnar ávítti Sprewell fyrir ummælin og aðdáendur urðu margir yfir sig hneykslaðir á heimtufrekjunni. Sérfræðingar um málefni NBA deildarinnar telja sig þó eygja von. Í fyrra gekk bakvörðurinn Lebron James til liðs við Cleveland Cavaliers. James er aðeins nítján ára að aldri og er nú stigahæsti leikmaður deildarinnar. Hann þykir ekki líklegur til þess að verða deildinni til skammar með hegðun sinni utan vallar og sýnir bæði leikgleði og baráttuþrek inn á vellinum sem margir telja að geti kveikt neista almennings gagnvart NBA deildinni á ný. Annar efnilegur nýliði frá í fyrra Camelo Anthony hefur einnig virst lofa góðu. Hann var hins vegar tekinn með hass fyrir skemmstu en ber því við að því hafi verið komið fyrir í farangri hans. Annað stórefni sem nú er að leika sitt annað tímabil er Dwayne Wade, félagi Shaquille O´Neal hjá Miami Heat. Wade er nú einn stigahæsti leimaður deildarinnar með 27 stig í leik. Til þess að NBA deildin öðlist að nýju þær vinsældir sem hún naut fyrir um áratug er ljóst að ákveðin hugarfarsbreyting þarf að verða hjá íþróttamönnunum. Fyrir áhugamenn um NBA deildina gætu spennandi tímar verið framundan og ef leikmönnum og stjórnendum deildarinnar tekst að halda rétt á spilunum gæti fjölgað verulega í þeim hópi á næstu árum.Þórlindur Kjartansson -thkjart@frettabladid.is
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun