Lög sett á verkfallið 11. nóvember 2004 00:01 Lög verða sett á kennaraverkfallið og skipaður einhverskonar gerðardómur um kjör kennara, samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Þing verður væntanlega kallað saman á morgun þar sem fjallað verður um lagafrumvarpið. Kennsla gæti því hafist á nýjan leik í grunnskólum landsins strax í byrjun næstu viku. Fulltrúar sveitarfélaga og kennara funduðu hvor í sínu lagi með þremur ráðherrum, auk forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu í morgun. Ráðherrum var gerð grein fyrir stöðu mála sem virðist vera það eina sem deilendur geta sammælast um. Hún er sögð grafalvarleg og engin von á sáttum. Í gær mat ríkissáttasemjari það enda svo að ekki væri möguleiki á að skammtímasamningur yrði gerður og sveitarfélögin höfnuðu tillögu kennara um gerðardóm. Til að skólastarf hefjist á nýjan leik virðist fátt eitt annað í stöðunni en að ríkisstjórnin skeri á hnútinn með lagasetningu. Eftir fundahöldin í morgun sagði forsætisráðherra ljóst að deilan yrði vart leyst nema ríkisstjórnin komi þar að, og þá með lagasetningu. Ráðherrarnir hafi gert deiluaðilum grein fyrir því að það sé uppi á borðum miðað við alvarleika stöðunnar sem málið er í. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að síðdegis hafi verið ákveðið að setja lög á verkfallið. Efni þeirra liggur ekki nákvæmlega fyrir en skipaður verður gerðardómur. Þingmenn búa sig undir að sitja í þingsal um helgina og fjalla um frumvarpið. Ætla má að hægt verði að afgreiða málið úr Alþingi fyrir upphaf skólavikunnar. Forsætisráðherra segir lagasetningu neyðarúrræði. Úr herbúðum stjórnarandstöðunnar heyrist að það fari eftir inntaki laganna hver afstaða hennar verði, og hvorki forystumönnum kennara né heldur fulltrúum sveitarfélaganna hugnast slík málalok. Aðrar lausnir virðast þó ekki í sjónmáli. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launananefndar sveitarfélaganna, segir að með því að setja bráðabirgðalög á deiluna færi hana einfaldlega til. Þá sé enn heilmikil vinna eftir. „Hins vegar er það alveg ljóst að gagnvart þjóðinni, gagnvart foreldrum, gagnvart börnum, er auðvitað kominn tími til að starf hefjist í skólunum,“ segir Gunnar. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Lög verða sett á kennaraverkfallið og skipaður einhverskonar gerðardómur um kjör kennara, samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Þing verður væntanlega kallað saman á morgun þar sem fjallað verður um lagafrumvarpið. Kennsla gæti því hafist á nýjan leik í grunnskólum landsins strax í byrjun næstu viku. Fulltrúar sveitarfélaga og kennara funduðu hvor í sínu lagi með þremur ráðherrum, auk forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu í morgun. Ráðherrum var gerð grein fyrir stöðu mála sem virðist vera það eina sem deilendur geta sammælast um. Hún er sögð grafalvarleg og engin von á sáttum. Í gær mat ríkissáttasemjari það enda svo að ekki væri möguleiki á að skammtímasamningur yrði gerður og sveitarfélögin höfnuðu tillögu kennara um gerðardóm. Til að skólastarf hefjist á nýjan leik virðist fátt eitt annað í stöðunni en að ríkisstjórnin skeri á hnútinn með lagasetningu. Eftir fundahöldin í morgun sagði forsætisráðherra ljóst að deilan yrði vart leyst nema ríkisstjórnin komi þar að, og þá með lagasetningu. Ráðherrarnir hafi gert deiluaðilum grein fyrir því að það sé uppi á borðum miðað við alvarleika stöðunnar sem málið er í. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að síðdegis hafi verið ákveðið að setja lög á verkfallið. Efni þeirra liggur ekki nákvæmlega fyrir en skipaður verður gerðardómur. Þingmenn búa sig undir að sitja í þingsal um helgina og fjalla um frumvarpið. Ætla má að hægt verði að afgreiða málið úr Alþingi fyrir upphaf skólavikunnar. Forsætisráðherra segir lagasetningu neyðarúrræði. Úr herbúðum stjórnarandstöðunnar heyrist að það fari eftir inntaki laganna hver afstaða hennar verði, og hvorki forystumönnum kennara né heldur fulltrúum sveitarfélaganna hugnast slík málalok. Aðrar lausnir virðast þó ekki í sjónmáli. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launananefndar sveitarfélaganna, segir að með því að setja bráðabirgðalög á deiluna færi hana einfaldlega til. Þá sé enn heilmikil vinna eftir. „Hins vegar er það alveg ljóst að gagnvart þjóðinni, gagnvart foreldrum, gagnvart börnum, er auðvitað kominn tími til að starf hefjist í skólunum,“ segir Gunnar.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira