Dekkin mikilvægt öryggisatriði 12. nóvember 2004 00:01 "Góðir hjólbarðar eru gríðarlega mikilvægt öryggistæki," segir Jóhann Kristinsson hjá Ísdekkjum, "og skiptir miklu máli að fólk sé meðvitað um það. Hjólbarðinn má ekki vera veikasti hlekkurinn í öryggiskeðjunni." Jóhann segir að til sé viðmiðun um hvenær hjólbarði sé ónýtur. "Ef minna en 1,6 millimetrar eru eftir af mynstrinu er bíllinn orðinn ólöglegur," segir hann. "Það er líka mikilvægt á Íslandi að menn séu með vetrar- og sumardekk og geri ráð fyrir nöglum þegar það á við. Nú eru framleidd dekk með léttari nöglum sem gera sama gagn en fara betur með malbikið og þar að auki er miklu minna veghljóð í þeim. Hin svokölluðu heilsársdekk henta ekki endilega vel íslenskum aðstæðum, því þó að þau séu fín á malbikinu í bænum er ekki endilega víst að þau séu nóg góð þegar fólk þarf að renna í fermingarveislu austur fyrir fjall. Vetrardekkin eru framleidd úr mýkra gúmmíi en sumardekkin, sem þýðir að þau harðna ekki í frosti." Jóhann segir líka mikilvægt að þrífa hjólbarða vel ef götur hafa verið saltaðar. "Þá losnar tjara úr malbikinu og sest utan á hjólbarðana. Við þetta tapar hjólbarðinn veggripi. Þá er hægt að þvo dekkin upp úr leysiefni, en mjög mikilvægt er að skola dekkin á eftir úr volgu vatni því annars situr leysiefnið eftir í mynstrinu. Aðalatriði er svo að fólk sé meðvitað um mikilvægi góðra hjólbarða og leiti upplýsinga um hvað hentar hverju sinni." Bílar Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Góðir hjólbarðar eru gríðarlega mikilvægt öryggistæki," segir Jóhann Kristinsson hjá Ísdekkjum, "og skiptir miklu máli að fólk sé meðvitað um það. Hjólbarðinn má ekki vera veikasti hlekkurinn í öryggiskeðjunni." Jóhann segir að til sé viðmiðun um hvenær hjólbarði sé ónýtur. "Ef minna en 1,6 millimetrar eru eftir af mynstrinu er bíllinn orðinn ólöglegur," segir hann. "Það er líka mikilvægt á Íslandi að menn séu með vetrar- og sumardekk og geri ráð fyrir nöglum þegar það á við. Nú eru framleidd dekk með léttari nöglum sem gera sama gagn en fara betur með malbikið og þar að auki er miklu minna veghljóð í þeim. Hin svokölluðu heilsársdekk henta ekki endilega vel íslenskum aðstæðum, því þó að þau séu fín á malbikinu í bænum er ekki endilega víst að þau séu nóg góð þegar fólk þarf að renna í fermingarveislu austur fyrir fjall. Vetrardekkin eru framleidd úr mýkra gúmmíi en sumardekkin, sem þýðir að þau harðna ekki í frosti." Jóhann segir líka mikilvægt að þrífa hjólbarða vel ef götur hafa verið saltaðar. "Þá losnar tjara úr malbikinu og sest utan á hjólbarðana. Við þetta tapar hjólbarðinn veggripi. Þá er hægt að þvo dekkin upp úr leysiefni, en mjög mikilvægt er að skola dekkin á eftir úr volgu vatni því annars situr leysiefnið eftir í mynstrinu. Aðalatriði er svo að fólk sé meðvitað um mikilvægi góðra hjólbarða og leiti upplýsinga um hvað hentar hverju sinni."
Bílar Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira