492 spilakassar í Reykjavík 12. nóvember 2004 00:01 Alls eru 492 spilakassar í Reykjavík að því er fram kemur í svari borgaryfirvalda við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist telja að þúsundir spilafíkla séu í borginni og ástandið sé mjög alvarlegt. Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki alls fyrir löngu heimsótt Samtök áhugafólks um spilafíkn. Á fundinum hafi komið í ljós að vandinn er mikill. Heilu fjölskyldurnar hafi orðið gjaldþrota eftir að annað hvort móðirin eða faðirinn hafi ánetjast spilakössum. "Við óskuðum eftir upplýsingum frá félagsmálaráði um það hvaða úrræði væru fyrir hendi," segir Vilhjálmur. "Í ljós kom að þau eru ekki mörg. Það má segja að fyrir utan þessi nýstofnuðu samtök sé það bara SÁÁ sem sinnir spilafíklum. Það sem forsvarmenn Samtakanna gagnrýndu var að spilakassarnir væru inni í sjoppum og það byði hættunni heim því unglingar væru þar að feta sín fyrstu skref. Samtökin leggja áherslu á það að spilakassarnir séu í verndaðra umhverfi svona svipað og hjá Gullnámunni þar sem vel er fylgst með því að unglingar séu ekki að spila." Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni núna skoða þetta mál ofan í kjölinn. Hann útiokar ekki að tillaga um að banna spilakassa í sjoppum verði lögð fram í borgarstjórn. "Mér finnst að við verðum að skoða allar leiðir til að spyrna við fótum." Íslandsspil, sem er í eigu Rauða krossinum, SÁÁ og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar rekur 266 spilakassa í borginni en Happdræti Háskóla Íslands rekur 226 spilakassa. Aðspurður hvort það orki ekki tvímælis að SÁÁ skuli reka spilakassa segir Vilhjálmur að vissulega geri það það. Málið sé hins vegar flókið því spilakassarnir séu ein helsta tekjulind SÁÁ. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Alls eru 492 spilakassar í Reykjavík að því er fram kemur í svari borgaryfirvalda við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist telja að þúsundir spilafíkla séu í borginni og ástandið sé mjög alvarlegt. Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki alls fyrir löngu heimsótt Samtök áhugafólks um spilafíkn. Á fundinum hafi komið í ljós að vandinn er mikill. Heilu fjölskyldurnar hafi orðið gjaldþrota eftir að annað hvort móðirin eða faðirinn hafi ánetjast spilakössum. "Við óskuðum eftir upplýsingum frá félagsmálaráði um það hvaða úrræði væru fyrir hendi," segir Vilhjálmur. "Í ljós kom að þau eru ekki mörg. Það má segja að fyrir utan þessi nýstofnuðu samtök sé það bara SÁÁ sem sinnir spilafíklum. Það sem forsvarmenn Samtakanna gagnrýndu var að spilakassarnir væru inni í sjoppum og það byði hættunni heim því unglingar væru þar að feta sín fyrstu skref. Samtökin leggja áherslu á það að spilakassarnir séu í verndaðra umhverfi svona svipað og hjá Gullnámunni þar sem vel er fylgst með því að unglingar séu ekki að spila." Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni núna skoða þetta mál ofan í kjölinn. Hann útiokar ekki að tillaga um að banna spilakassa í sjoppum verði lögð fram í borgarstjórn. "Mér finnst að við verðum að skoða allar leiðir til að spyrna við fótum." Íslandsspil, sem er í eigu Rauða krossinum, SÁÁ og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar rekur 266 spilakassa í borginni en Happdræti Háskóla Íslands rekur 226 spilakassa. Aðspurður hvort það orki ekki tvímælis að SÁÁ skuli reka spilakassa segir Vilhjálmur að vissulega geri það það. Málið sé hins vegar flókið því spilakassarnir séu ein helsta tekjulind SÁÁ.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira