Vill halda í bjartsýnina 14. nóvember 2004 00:01 Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, er ekki úrkula vonar um að kennarar og sveitarfélög nái að semja um kaup og kjör. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á laugardag kemur gerðardómur saman laugardaginn 20. nóvember. Ná kennarar og sveitarfélög saman áður en gerðardómur tekur til starfa? Það ætla ég rétt að vona. Við höfum þessa daga og ef við notum þá vel er allt mögulegt. Við sögðum við löggjafann: Tíminn sem ætlaður var í frumvarpinu var að okkar mati óþarflega langur. Hann var styttur niður í þetta og það gæti auðvitað verið vísbending um hvort heldur sem væri. Kjarasamningar hafa stundum leyst á skemmri tíma en þessum dögum. En það þarf tvo til að leysa deiluna. Hvað þýðir það? Það þýðir að kennarar verða þá að endurskoða sína afstöðu. Sérðu fyrir þér að friður náist í skólastarfinu sem heldur til framtíðar? Ég hef sagt það áður og get sagt enn, að það að setja lög á kjaradeilu er ekki góð lausn. Við eigum þess vegna, kennarar og sveitarfélög, eftir að leysa okkar mál í raun og það vorkenni ég okkur ekki. Getur verið, í ljósi þess að réttur til náms er bundinn í lög, að sveitarfélögin hafi brugðist í að halda úti eðlilegu skólahaldi? Það voru náttúrlega ekki sveitarfélögin sem boðuðu til verkfalls. Það voru heldur ekki sveitarfélögin sem greiddu atkvæði á móti miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Það þarf tvo til að semja og hvorki hægt að einfalda hlutina svo fyrir einum eða neinum að bara annar aðilinn hafi valdið því að samningar hafi ekki náðst. Það er líka misskilningur að menn hafi ekki, á þessum langa tíma sem samningar voru lausir áður en að verkfalli kom, verið í alvöru samtölum og alvöru vinnu. Ég leyfi mér að fullyrða að svo hafi verið. Finnur launanefndin fyrir miklum þrýstingi utan úr samfélaginu? Sú staðreynd að lögin voru sett tryggir að börnin fara inn í skólana og þessari þungu byrði er af okkur öllum létt. Eftir stendur auðvitað þessi vandi okkar að leiða mál til lykta. Í mínum huga má þannig skipta þessari lagasetningu í tvennt. Hún tryggir að börnin koma í skólann og býr til aðstæður fyrir okkur að ná saman. Ef það gengur ekki er þarna gerðardómurinn og við verðum bara að vona að hann fjalli þá um málið af sanngirni, bæði við sveitarfélögin og kennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, er ekki úrkula vonar um að kennarar og sveitarfélög nái að semja um kaup og kjör. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á laugardag kemur gerðardómur saman laugardaginn 20. nóvember. Ná kennarar og sveitarfélög saman áður en gerðardómur tekur til starfa? Það ætla ég rétt að vona. Við höfum þessa daga og ef við notum þá vel er allt mögulegt. Við sögðum við löggjafann: Tíminn sem ætlaður var í frumvarpinu var að okkar mati óþarflega langur. Hann var styttur niður í þetta og það gæti auðvitað verið vísbending um hvort heldur sem væri. Kjarasamningar hafa stundum leyst á skemmri tíma en þessum dögum. En það þarf tvo til að leysa deiluna. Hvað þýðir það? Það þýðir að kennarar verða þá að endurskoða sína afstöðu. Sérðu fyrir þér að friður náist í skólastarfinu sem heldur til framtíðar? Ég hef sagt það áður og get sagt enn, að það að setja lög á kjaradeilu er ekki góð lausn. Við eigum þess vegna, kennarar og sveitarfélög, eftir að leysa okkar mál í raun og það vorkenni ég okkur ekki. Getur verið, í ljósi þess að réttur til náms er bundinn í lög, að sveitarfélögin hafi brugðist í að halda úti eðlilegu skólahaldi? Það voru náttúrlega ekki sveitarfélögin sem boðuðu til verkfalls. Það voru heldur ekki sveitarfélögin sem greiddu atkvæði á móti miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Það þarf tvo til að semja og hvorki hægt að einfalda hlutina svo fyrir einum eða neinum að bara annar aðilinn hafi valdið því að samningar hafi ekki náðst. Það er líka misskilningur að menn hafi ekki, á þessum langa tíma sem samningar voru lausir áður en að verkfalli kom, verið í alvöru samtölum og alvöru vinnu. Ég leyfi mér að fullyrða að svo hafi verið. Finnur launanefndin fyrir miklum þrýstingi utan úr samfélaginu? Sú staðreynd að lögin voru sett tryggir að börnin fara inn í skólana og þessari þungu byrði er af okkur öllum létt. Eftir stendur auðvitað þessi vandi okkar að leiða mál til lykta. Í mínum huga má þannig skipta þessari lagasetningu í tvennt. Hún tryggir að börnin koma í skólann og býr til aðstæður fyrir okkur að ná saman. Ef það gengur ekki er þarna gerðardómurinn og við verðum bara að vona að hann fjalli þá um málið af sanngirni, bæði við sveitarfélögin og kennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira