Dræmt hljóðið í gærkvöldi 15. nóvember 2004 00:01 "Það er auðvelt fyrir sveitarfélögin að ganga að þessu ef þau hafa áhuga á að koma skólunum í gang á vitrænan hátt," sagði Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, síðdegis í gær og taldi æskilegt að gerðardómur liti á miðlunartillöguna sem gólf fyrir frekari hækkanir. "Fólk hefur verið dæmt í nauðungarvinnu. Það er búið að dæma það inn í skólana á kjörum sem það var búið að hafna. Gerðardómur sem væri undir þessari miðlunartillögu eða jafn henni væri úrskurður gegn vilja nærri því allra kennara. Þetta er neyðarástand. Við viljum bara kanna hvort þeir eru tilbúnir að gera eitthvað til að lágmarka þennan skaða og koma skólunum í gang að einhverju leyti," sagði Eiríkur og taldi engan hvata fyrir sveitarfélögin að semja núna. "Ég geri mér hins vegar vonir um að einhver sveitarstjórn hafi þann kjark að ganga fram fyrir skjöldu og semja beint um kjör í sínu sveitarfélagi þannig að skólastarf geti hafist einhvers staðar í eðlilegri mynd." Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, reyndi að vera bjartsýnn en taldi ólíklegt að samningar tækjust í gærkvöld. Það væri meiri von á þeirri viku sem væri til stefnu. "Þróunin er að sumu leyti úr okkar höndum en okkur ber að halda áfram. Lögin gefa okkur frest til að reyna til þrautar. Þær forsendur sem Alþingi hefur gefið gerðardómi hljóta að vera leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem við þurfum nú að takast á við. Vísbendingar eru um að taka mið af kjörum annarra sambærilegra starfshópa. Við eigum einnig að taka tillit til almennrar launaþróunar og auðvitað ber okkur að gæta að hinum efnahagslega veruleika, að varðveita stöðugleikann. Þetta kemur fram í þeim forsendum sem gerðardómi er ætlað að starfa eftir. Við hljótum að taka mið af því í okkar störfum," sagði Gunnar Rafn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
"Það er auðvelt fyrir sveitarfélögin að ganga að þessu ef þau hafa áhuga á að koma skólunum í gang á vitrænan hátt," sagði Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, síðdegis í gær og taldi æskilegt að gerðardómur liti á miðlunartillöguna sem gólf fyrir frekari hækkanir. "Fólk hefur verið dæmt í nauðungarvinnu. Það er búið að dæma það inn í skólana á kjörum sem það var búið að hafna. Gerðardómur sem væri undir þessari miðlunartillögu eða jafn henni væri úrskurður gegn vilja nærri því allra kennara. Þetta er neyðarástand. Við viljum bara kanna hvort þeir eru tilbúnir að gera eitthvað til að lágmarka þennan skaða og koma skólunum í gang að einhverju leyti," sagði Eiríkur og taldi engan hvata fyrir sveitarfélögin að semja núna. "Ég geri mér hins vegar vonir um að einhver sveitarstjórn hafi þann kjark að ganga fram fyrir skjöldu og semja beint um kjör í sínu sveitarfélagi þannig að skólastarf geti hafist einhvers staðar í eðlilegri mynd." Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, reyndi að vera bjartsýnn en taldi ólíklegt að samningar tækjust í gærkvöld. Það væri meiri von á þeirri viku sem væri til stefnu. "Þróunin er að sumu leyti úr okkar höndum en okkur ber að halda áfram. Lögin gefa okkur frest til að reyna til þrautar. Þær forsendur sem Alþingi hefur gefið gerðardómi hljóta að vera leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem við þurfum nú að takast á við. Vísbendingar eru um að taka mið af kjörum annarra sambærilegra starfshópa. Við eigum einnig að taka tillit til almennrar launaþróunar og auðvitað ber okkur að gæta að hinum efnahagslega veruleika, að varðveita stöðugleikann. Þetta kemur fram í þeim forsendum sem gerðardómi er ætlað að starfa eftir. Við hljótum að taka mið af því í okkar störfum," sagði Gunnar Rafn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira