Kennsla með öllum tiltækum ráðum 15. nóvember 2004 00:01 Kennsla á að fara fram í öllum skólum í Reykjavík í dag. Fræðsluráð Reykjavíkur sendi skólastjórum boð um þetta í gær. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tíðindi gærkvöldsins bendi til þess að ástand í skólunum verði betra í dag en í gær, þegar aðeins um fimmtán prósent kennara mættu til starfa og kennsla féll víða niður. "Það verður allra leiða leitað til að komast hjá því að senda börn heim úr skólanum," segir Stefán. Hann segist ráðleggja fólki að mæta í skólann með börnum sínum og athuga hvernig staðan er ef engin skilaboð hafa borist frá skólunum. Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ, segir að kennt verði í skólanum í dag og börnin eigi að mæta. Stefna skólaskrifstofu Garðabæjar sé að kennsla fari fram í grunnskólum bæjarins. Hann segir marga foreldra tilbúna til að koma og hjálpa. Auk þess séu skólaliðar og uppeldisfulltrúar til taks. Hilmar segir mjög þungt hljóð í kennurum og ljóst að margir þeirra treysti sér ekki til að koma til starfa. "Þeir fengu slæma útreið hjá ríkisstjórninni með lögum og nú dynja á þeim skammir og svívirðingar foreldra sem bæta ekki úr skák." Hanna Hjartardóttir, skólastjóri Snælandsskóla í Kópavogi, segist hafa heyrt það á starfsfélögum sínum að fleiri kennarar muni mæta til starfa í dag en í gær. Í Snælandsskóla verði tekið á móti börnunum en ekki sé vitað hvort fram fari full kennsla á öllum sviðum. Trúnaðarmenn kennara í Reykjavík hittust á fundi í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segist ekki geta svarað því hvernig mætingin verði hjá kennurum í dag en þeir hafi greinilega ekki treyst sér til að mæta í gær við núverandi aðstæður. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Kennsla á að fara fram í öllum skólum í Reykjavík í dag. Fræðsluráð Reykjavíkur sendi skólastjórum boð um þetta í gær. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tíðindi gærkvöldsins bendi til þess að ástand í skólunum verði betra í dag en í gær, þegar aðeins um fimmtán prósent kennara mættu til starfa og kennsla féll víða niður. "Það verður allra leiða leitað til að komast hjá því að senda börn heim úr skólanum," segir Stefán. Hann segist ráðleggja fólki að mæta í skólann með börnum sínum og athuga hvernig staðan er ef engin skilaboð hafa borist frá skólunum. Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ, segir að kennt verði í skólanum í dag og börnin eigi að mæta. Stefna skólaskrifstofu Garðabæjar sé að kennsla fari fram í grunnskólum bæjarins. Hann segir marga foreldra tilbúna til að koma og hjálpa. Auk þess séu skólaliðar og uppeldisfulltrúar til taks. Hilmar segir mjög þungt hljóð í kennurum og ljóst að margir þeirra treysti sér ekki til að koma til starfa. "Þeir fengu slæma útreið hjá ríkisstjórninni með lögum og nú dynja á þeim skammir og svívirðingar foreldra sem bæta ekki úr skák." Hanna Hjartardóttir, skólastjóri Snælandsskóla í Kópavogi, segist hafa heyrt það á starfsfélögum sínum að fleiri kennarar muni mæta til starfa í dag en í gær. Í Snælandsskóla verði tekið á móti börnunum en ekki sé vitað hvort fram fari full kennsla á öllum sviðum. Trúnaðarmenn kennara í Reykjavík hittust á fundi í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segist ekki geta svarað því hvernig mætingin verði hjá kennurum í dag en þeir hafi greinilega ekki treyst sér til að mæta í gær við núverandi aðstæður.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira