Bruninn kostaði 73 milljónir 16. nóvember 2004 00:01 Kvikmyndafyrirtækinu Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. Baltasar Kormákur, annar eigandi Sagnar, segir dóminn gríðarlegt fjárhagslegt áfall fyrir fyrirtækið og muni væntanlega setja það á hausinn reynist þetta verða endanleg niðurstaða. Eyvindur Sólnes, lögmaður Síldarvinnslunnar, vill ekki tjá sig um dóminn en segir hann vel rökstuddan. Þótti dómnum ákvörðun um tökur á brunaatriðinu hafa verið óvarleg og gáleysisleg. Á þeirri ákvörðun beri framleiðendur myndarinnar ábyrgð á. Telur dómurinn yfirgnæfandi líkur á að veðurhamur meðan á tökum stóð hafi valdið því að eldur hafi komist inn fyrir brunavarnir hússins. "Frystihúsið var ekki lengur í notkun og er á snjóflóðasvæði þannig að ekki mátti vinna í því á veturna. Að þurfa að greiða svo mikla peninga fyrir þetta hús er svakalegt áfall," segir Baltasar. Dómurinn fellst ekki á að framangreindar staðhæfingar eigi að leiða til verðlækkunar á frystihúsinu og segir þær engum gögnum studdar. Baltasar segir ekki annað koma til greina en að áfrýja dómnum. "Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir brunann. Lögregla og slökkvilið voru á staðnum og við fengum þeirra samþykki. Auk þess hafi tökum verið seinkað þar til veðrið gengi niður og allar lögregluskýrslur styðja það, en eitthvað breyttist framburðurinn," segir Baltasar. Síldarvinnslan stefndi kvikmyndafélaginu Sögn og Tryggingamiðstöðinni vegna tjónsins sem varð á frystihúsinu. Tryggingafélagið var sýknað af kröfunum þar sem notkun á húsinu hafði breyst. Ekki hefði verið gert ráð fyrir að kveikt yrði í því viljandi. Frystihúsið hefur nú verið gert upp og klætt að utan í sama stíl og aðrar byggingar Síldarvinnslunnar í bænum. Verða efri hæðir hússins nýttar undir geymslur en á jarðhæð verður áfram aðstaða fyrirtækisins fyrir tilraunaeldi á hlýra og þorski eins og verið hefur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækinu Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. Baltasar Kormákur, annar eigandi Sagnar, segir dóminn gríðarlegt fjárhagslegt áfall fyrir fyrirtækið og muni væntanlega setja það á hausinn reynist þetta verða endanleg niðurstaða. Eyvindur Sólnes, lögmaður Síldarvinnslunnar, vill ekki tjá sig um dóminn en segir hann vel rökstuddan. Þótti dómnum ákvörðun um tökur á brunaatriðinu hafa verið óvarleg og gáleysisleg. Á þeirri ákvörðun beri framleiðendur myndarinnar ábyrgð á. Telur dómurinn yfirgnæfandi líkur á að veðurhamur meðan á tökum stóð hafi valdið því að eldur hafi komist inn fyrir brunavarnir hússins. "Frystihúsið var ekki lengur í notkun og er á snjóflóðasvæði þannig að ekki mátti vinna í því á veturna. Að þurfa að greiða svo mikla peninga fyrir þetta hús er svakalegt áfall," segir Baltasar. Dómurinn fellst ekki á að framangreindar staðhæfingar eigi að leiða til verðlækkunar á frystihúsinu og segir þær engum gögnum studdar. Baltasar segir ekki annað koma til greina en að áfrýja dómnum. "Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir brunann. Lögregla og slökkvilið voru á staðnum og við fengum þeirra samþykki. Auk þess hafi tökum verið seinkað þar til veðrið gengi niður og allar lögregluskýrslur styðja það, en eitthvað breyttist framburðurinn," segir Baltasar. Síldarvinnslan stefndi kvikmyndafélaginu Sögn og Tryggingamiðstöðinni vegna tjónsins sem varð á frystihúsinu. Tryggingafélagið var sýknað af kröfunum þar sem notkun á húsinu hafði breyst. Ekki hefði verið gert ráð fyrir að kveikt yrði í því viljandi. Frystihúsið hefur nú verið gert upp og klætt að utan í sama stíl og aðrar byggingar Síldarvinnslunnar í bænum. Verða efri hæðir hússins nýttar undir geymslur en á jarðhæð verður áfram aðstaða fyrirtækisins fyrir tilraunaeldi á hlýra og þorski eins og verið hefur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira