Lést eftir högg á kjálka 16. nóvember 2004 00:01 Flemming Tolstrup, danski hermaðurinn, lést aðfaranótt laugardags af völdum heilablæðingar sem varð við högg á hægri kjálka samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Scott Ramsay, knattspyrnumaður í liði Keflavíkur, hefur játað að hafa veitt Flemming höggið á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Ásgeir Jónsson, verjandi Scott, segir umbjóðanda sinn vera niðurbrotinn vegna dauða Flemmings og að hugur hans sé hjá aðstandendum hans. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum þegar hann sló Felmming heldur hafi gengið rakleiðis út af veitingastaðnum. Ásgeir segir mann hafa hringt í vin Scotts og sagt honum að Scott væri viðriðinn alvarlegt mál. Vinur Scotts hafi þá hringt í hann og Scott hafi orðið mjög brugðið við fréttirnar. Hann hafi klætt sig í skó og verið á leið út til að athuga málið þegar hann mætti lögreglunni í dyrunum. "Hann hefur aldrei beitt ofbeldi og var strax miður sín yfir því að hafa slegið einhvern. Scott hefur aldrei þjálfað hnefaleika eða sjálfsvarnaríþróttir," segir Ásgeir. Ásgeir telur líklegast að Scott verði ákærður samkvæmt 218. grein almennra hegningarlaga en það ákvæði er notað í alvarlegum líkamsárásarmálum. Hann segist þó búast við að tekið verði tillit við ákvörðun refsingar að afleiðingar höggsins hefðu ekki verið þær sem búast hefði mátt við. Þetta hafi verið skelfilegt slys. Katrín Fjeldsted, læknir og fyrrverandi alþingismaður, segir mörg dæmi vera til um að eitt högg geti orðið manni að bana. "Ég þekki ekki kringumstæður þessa máls nægilega til að hafa skoðun á því. Þótt höfuðið sé vel varið fyrir ýmsum utanaðkomandi áverkum er það ekki vel varið fyrir snöggu höggi," segir Katrín. Aðspurð segir hún það ekki vera óheppni ef maður deyr vegna eins höggs. Það sé áhætta sem er tekin þegar höggið er slegið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Flemming Tolstrup, danski hermaðurinn, lést aðfaranótt laugardags af völdum heilablæðingar sem varð við högg á hægri kjálka samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Scott Ramsay, knattspyrnumaður í liði Keflavíkur, hefur játað að hafa veitt Flemming höggið á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Ásgeir Jónsson, verjandi Scott, segir umbjóðanda sinn vera niðurbrotinn vegna dauða Flemmings og að hugur hans sé hjá aðstandendum hans. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum þegar hann sló Felmming heldur hafi gengið rakleiðis út af veitingastaðnum. Ásgeir segir mann hafa hringt í vin Scotts og sagt honum að Scott væri viðriðinn alvarlegt mál. Vinur Scotts hafi þá hringt í hann og Scott hafi orðið mjög brugðið við fréttirnar. Hann hafi klætt sig í skó og verið á leið út til að athuga málið þegar hann mætti lögreglunni í dyrunum. "Hann hefur aldrei beitt ofbeldi og var strax miður sín yfir því að hafa slegið einhvern. Scott hefur aldrei þjálfað hnefaleika eða sjálfsvarnaríþróttir," segir Ásgeir. Ásgeir telur líklegast að Scott verði ákærður samkvæmt 218. grein almennra hegningarlaga en það ákvæði er notað í alvarlegum líkamsárásarmálum. Hann segist þó búast við að tekið verði tillit við ákvörðun refsingar að afleiðingar höggsins hefðu ekki verið þær sem búast hefði mátt við. Þetta hafi verið skelfilegt slys. Katrín Fjeldsted, læknir og fyrrverandi alþingismaður, segir mörg dæmi vera til um að eitt högg geti orðið manni að bana. "Ég þekki ekki kringumstæður þessa máls nægilega til að hafa skoðun á því. Þótt höfuðið sé vel varið fyrir ýmsum utanaðkomandi áverkum er það ekki vel varið fyrir snöggu höggi," segir Katrín. Aðspurð segir hún það ekki vera óheppni ef maður deyr vegna eins höggs. Það sé áhætta sem er tekin þegar höggið er slegið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira