Flugeldasalar sæki um fyrir 10. desember 17. nóvember 2004 00:01 Frestur til að sækja um tímabundið leyfi til smásölu flugelda rennur út 10. desember. Leyfi eru veitt að uppfylltum skilyrðum ákvæða vopnalaga og gildandi reglugerðar. Ströng skilyrði eru sett um húsnæði, tryggingar og geymslu flugeldanna. Sala hefst 28. desember og má standa til 6. janúar. Meðferð flugelda er einungis heimil á því sama tímabili. Tilkynnning Lögreglunnar í Reykjavík: Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu, frá og með 28. desember 2004 til og með 6. janúar 2005. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kjalarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarhreppi fyrir og eftir áramót 2004 – 2005, ber að sækja um slíkt leyfi til embættis lögreglustjórans i Reykjavík, fyrir 10. desember 2004. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: 1. Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaða. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. 2. Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, 28. desember 2004 svo skoðun geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 m2 og búnir samkvæmt kröfum Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. 3. Upplýsingar um geymslustað og meðhöndlun skotelda, samþykktan af lögreglu að fenginni umsögn Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir óselda vöru við lok söludags, eða eftir að sölutíma lýkur, skal fylgja umsókn um söluleyfi. 4. Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað. Hann á að mæta á kynningarfund á lögreglustöðinni við Hverfisgötu (vestari inngangur) 28. desember 2004, kl. 09:00 og taka við leyfisbréfi. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember til og með 06. janúar. Gjald fyrir sölustað er kr. 3.000.- og greiðist við innlögn umsóknar hjá gjaldkera í afgreiðslu í Borgartúni 7. Reykjavík 12. nóvember 2004 Lögreglustjórinn í Reykjavík. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Frestur til að sækja um tímabundið leyfi til smásölu flugelda rennur út 10. desember. Leyfi eru veitt að uppfylltum skilyrðum ákvæða vopnalaga og gildandi reglugerðar. Ströng skilyrði eru sett um húsnæði, tryggingar og geymslu flugeldanna. Sala hefst 28. desember og má standa til 6. janúar. Meðferð flugelda er einungis heimil á því sama tímabili. Tilkynnning Lögreglunnar í Reykjavík: Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu, frá og með 28. desember 2004 til og með 6. janúar 2005. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kjalarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarhreppi fyrir og eftir áramót 2004 – 2005, ber að sækja um slíkt leyfi til embættis lögreglustjórans i Reykjavík, fyrir 10. desember 2004. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: 1. Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaða. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. 2. Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, 28. desember 2004 svo skoðun geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 m2 og búnir samkvæmt kröfum Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. 3. Upplýsingar um geymslustað og meðhöndlun skotelda, samþykktan af lögreglu að fenginni umsögn Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir óselda vöru við lok söludags, eða eftir að sölutíma lýkur, skal fylgja umsókn um söluleyfi. 4. Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað. Hann á að mæta á kynningarfund á lögreglustöðinni við Hverfisgötu (vestari inngangur) 28. desember 2004, kl. 09:00 og taka við leyfisbréfi. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember til og með 06. janúar. Gjald fyrir sölustað er kr. 3.000.- og greiðist við innlögn umsóknar hjá gjaldkera í afgreiðslu í Borgartúni 7. Reykjavík 12. nóvember 2004 Lögreglustjórinn í Reykjavík.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira