Varaformaður veldur írafári 18. nóvember 2004 00:01 Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að nýundirritaðir samningar kennarasambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orðaði það. Dró þingmaðurinn upp dökka mynd af horfum í efnahagsmálum. Allar stéttir myndu nú krefjast sömu hækkunar og kennarar, til dæmis væru samningar nærri allra opinberra starfsmanna lausir. Óttaðist Einar Oddur verðbólguskriðu sem myndi leggja heimilin í ösku og hinir fátækustu yrðu verst úti. Manaði Einar Oddur þingmenn til að nefna þá stétt sem ekki myndi sigla í kjölfar kennara: "Opinberir starfsmenn mega ekki fá krónu umfram ASÍ." Skírskotaði hann sérstaklega til þess að útlit væri fyrir að lífeyrir starfsfólks á almennum vinnumarkaði yrði senn skertur á sama tíma og opinberir starfsmenn hefðu allt sitt á þurru. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, svaraði Einari Oddi og sagði að ef skriða hefði komist af stað hefði það verið Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem hefði ýtt henni með samningum við lækna, hjúkrunarfræðinga og kennara: "Íslenska þjóðin getur unnt kennurum að fá á nokkrum árum 5% umfram aðra. Samningar kennara ógnar ekki stöðugleikanum. Það gerir hins vegar fjárlagafrumvarpið." Benti Helgi á að kostnaðarauki utanríkisráðuneytisins væri einn milljarður á einu ári á sama tíma og kostnaðarauki vegna samninganna væri 700 milljónir. Sigurður Kári Kristjánsson, flokksbróðir Einars Odds, fékk svo upplýst hjá varaformanni fjárlaganefndar að lífeyrisskuldbindingar ríkisins vegna samninganna væru 10 milljarðar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði að sér blöskraði málflutningur Einars Odds: "Það nær ekki nokkurri átt að draga grunnskólakennara eina til ábyrgðar fyrir vanda í efnahagsmálum." Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að nýundirritaðir samningar kennarasambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orðaði það. Dró þingmaðurinn upp dökka mynd af horfum í efnahagsmálum. Allar stéttir myndu nú krefjast sömu hækkunar og kennarar, til dæmis væru samningar nærri allra opinberra starfsmanna lausir. Óttaðist Einar Oddur verðbólguskriðu sem myndi leggja heimilin í ösku og hinir fátækustu yrðu verst úti. Manaði Einar Oddur þingmenn til að nefna þá stétt sem ekki myndi sigla í kjölfar kennara: "Opinberir starfsmenn mega ekki fá krónu umfram ASÍ." Skírskotaði hann sérstaklega til þess að útlit væri fyrir að lífeyrir starfsfólks á almennum vinnumarkaði yrði senn skertur á sama tíma og opinberir starfsmenn hefðu allt sitt á þurru. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, svaraði Einari Oddi og sagði að ef skriða hefði komist af stað hefði það verið Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem hefði ýtt henni með samningum við lækna, hjúkrunarfræðinga og kennara: "Íslenska þjóðin getur unnt kennurum að fá á nokkrum árum 5% umfram aðra. Samningar kennara ógnar ekki stöðugleikanum. Það gerir hins vegar fjárlagafrumvarpið." Benti Helgi á að kostnaðarauki utanríkisráðuneytisins væri einn milljarður á einu ári á sama tíma og kostnaðarauki vegna samninganna væri 700 milljónir. Sigurður Kári Kristjánsson, flokksbróðir Einars Odds, fékk svo upplýst hjá varaformanni fjárlaganefndar að lífeyrisskuldbindingar ríkisins vegna samninganna væru 10 milljarðar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði að sér blöskraði málflutningur Einars Odds: "Það nær ekki nokkurri átt að draga grunnskólakennara eina til ábyrgðar fyrir vanda í efnahagsmálum."
Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira