Áfram krakkar, farið að læra! 19. nóvember 2004 00:01 Samræmdum prófum í 10. bekk í vor verður frestað um eina viku samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytis. „Áfram krakkar, farið að læra“ eru skilaboð formanns fræðsluráðs Reykjavíkur til skólabarna. Nemendur 10. bekkjar standa frammi fyrir samræmdum prófum í vor, að vanda, þar sem frammistaða þeirra hefur áhrif á möguleika til framhaldsnáms. Vegna verkfalls grunnskólakennara lá kennsla niðri í tæpa tvo mánuði og vegna þeirrar röskunar hefur menntamálaráðuneytið ákveðið að hnika prófunum til. Einungis er um að ræða vikufrestun frá upphaflegum dagsetningum og eins hefur röðum prófanna verið breytt. Fyrsta prófið af sex verður samræmt próf í íslensku sem fram fer 9. maí. Þær upplýsingar fengust hjá menntamálaráðuneytinu að það sé í samstarfi við sveitarfélögin um að finna leiðir til að bæta nemendum upp það kennslutap sem orðið hefur. Sveitarfélögin munu hafa mismunandi hugmyndir um slíkt en ljóst er að tapið verður ekki bætt að fullu. Lögum samkvæmt er það hlutverk sveitarfélagann að endurskipuleggja skólastarfið í heild. Í dag fundaði fræðsluráð Reykjavíkur vegna þessa með aðalherslu á nám barna í 10. bekk. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að settur verði saman samráðshópur kennara, foreldra, skólastjóra og ráðsins til þess að koma með tillögur um þessi mál á næstu dögum. „Ég vil bara senda þau merki út: Áfram krakkar, farið að læra.“ Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Sjá meira
Samræmdum prófum í 10. bekk í vor verður frestað um eina viku samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytis. „Áfram krakkar, farið að læra“ eru skilaboð formanns fræðsluráðs Reykjavíkur til skólabarna. Nemendur 10. bekkjar standa frammi fyrir samræmdum prófum í vor, að vanda, þar sem frammistaða þeirra hefur áhrif á möguleika til framhaldsnáms. Vegna verkfalls grunnskólakennara lá kennsla niðri í tæpa tvo mánuði og vegna þeirrar röskunar hefur menntamálaráðuneytið ákveðið að hnika prófunum til. Einungis er um að ræða vikufrestun frá upphaflegum dagsetningum og eins hefur röðum prófanna verið breytt. Fyrsta prófið af sex verður samræmt próf í íslensku sem fram fer 9. maí. Þær upplýsingar fengust hjá menntamálaráðuneytinu að það sé í samstarfi við sveitarfélögin um að finna leiðir til að bæta nemendum upp það kennslutap sem orðið hefur. Sveitarfélögin munu hafa mismunandi hugmyndir um slíkt en ljóst er að tapið verður ekki bætt að fullu. Lögum samkvæmt er það hlutverk sveitarfélagann að endurskipuleggja skólastarfið í heild. Í dag fundaði fræðsluráð Reykjavíkur vegna þessa með aðalherslu á nám barna í 10. bekk. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að settur verði saman samráðshópur kennara, foreldra, skólastjóra og ráðsins til þess að koma með tillögur um þessi mál á næstu dögum. „Ég vil bara senda þau merki út: Áfram krakkar, farið að læra.“
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Sjá meira