Hafa ekki efni á samningunum 19. nóvember 2004 00:01 Sveitarfélög á landsbyggðinni hafa fæst efni á kennarasamningunum. Hækkun fasteignaskatta og þjónustgjalda ásamt niðurskurði í rekstri og framkvæmdum er meðal þess sem rætt er um. Aðrir treysta á að sveitarfélögin nái að semja við ríkið um auknar tekjur. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kom saman í dag en þar var bæði fjallað um kennarasamningana og viðræður ríkis og sveitarfélag um breytta tekjuskiptingu. Ljóst er að sveitarfélög eru misjafnlega í stakk búin til að mæta yfirvofandi launahækkunum en staðan virðist einna erfiðust í smærri byggðum úti á landi. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólms, segist feginn að búið sé að ná samningum og væntir þess að þeir gangi eftir. Þó sé alveg ljóst að þeir verða bæjarfélaginu erfiðir. Bæjarstjórinn telur að afla verði aukinna tekna, t.a.m. með hækkun fasteignagjalda, þjónustugjalda eða með því að draga úr öðum rekstri. Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, tekir undir með Óla Jóni og er glöð yfir því að samningar hafi náðst. Hún segir að sveitarfélagið sé nýtt eftir sameiningu sveitarfélaganna fyrir austan sem skapar aukið hagræði en nú er einmitt verið að vinna að fjárhagsáætlun. Að sögn Soffíu á hún von á að bæjarfélagið haldi sjó þrátt fyrir samningana, m.a. vegna þess að lítið er af ungum kennurum í Fljótsdalshéraði sem fá mestu launahækkunina. Lárus Valdimarsson, bæjarfulltrúi á Ísafirði, segir þar hvorki svigrúm til niðurskurðar né gjaldahækkana, tekjustofnar séu fullnýttir. Hann teystir því á að hagstæðir samningar komi út úr viðræðum ríkis og sveitarfélaga. Annars fari Ísafjörður í stórfellda skuldaaukningu. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að bíða með að afgreiða kennarasamningana þar til niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu Kennarasambandsins. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Sveitarfélög á landsbyggðinni hafa fæst efni á kennarasamningunum. Hækkun fasteignaskatta og þjónustgjalda ásamt niðurskurði í rekstri og framkvæmdum er meðal þess sem rætt er um. Aðrir treysta á að sveitarfélögin nái að semja við ríkið um auknar tekjur. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kom saman í dag en þar var bæði fjallað um kennarasamningana og viðræður ríkis og sveitarfélag um breytta tekjuskiptingu. Ljóst er að sveitarfélög eru misjafnlega í stakk búin til að mæta yfirvofandi launahækkunum en staðan virðist einna erfiðust í smærri byggðum úti á landi. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólms, segist feginn að búið sé að ná samningum og væntir þess að þeir gangi eftir. Þó sé alveg ljóst að þeir verða bæjarfélaginu erfiðir. Bæjarstjórinn telur að afla verði aukinna tekna, t.a.m. með hækkun fasteignagjalda, þjónustugjalda eða með því að draga úr öðum rekstri. Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, tekir undir með Óla Jóni og er glöð yfir því að samningar hafi náðst. Hún segir að sveitarfélagið sé nýtt eftir sameiningu sveitarfélaganna fyrir austan sem skapar aukið hagræði en nú er einmitt verið að vinna að fjárhagsáætlun. Að sögn Soffíu á hún von á að bæjarfélagið haldi sjó þrátt fyrir samningana, m.a. vegna þess að lítið er af ungum kennurum í Fljótsdalshéraði sem fá mestu launahækkunina. Lárus Valdimarsson, bæjarfulltrúi á Ísafirði, segir þar hvorki svigrúm til niðurskurðar né gjaldahækkana, tekjustofnar séu fullnýttir. Hann teystir því á að hagstæðir samningar komi út úr viðræðum ríkis og sveitarfélaga. Annars fari Ísafjörður í stórfellda skuldaaukningu. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að bíða með að afgreiða kennarasamningana þar til niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu Kennarasambandsins.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira