Endurhæfing í stað örorku 25. nóvember 2004 00:01 Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í ýmsum verkefnum sem lúta að starfsendurhæfingu fólks til að forða því frá örorku. Það hefur sýnt sig að sú vinna skilar árangri, að sögn Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra stofnunarinnar, en þyrfti að vera miklu markvissari og meiri. Fjölgun öryrkja á þessu ári kostar ríflega milljarð. Á fjáraukalögum er gert ráð fyrir svipaðri aukningu á næsta ári. Heildarútgjöld vegna þessarar aukningar nema 2,5 milljörðum króna á þessu tímabili, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. "Þessi endurhæfingarverkefni eru fyrir fólk sem sótt hefur um örorku, en við teljum að hægt sé að koma til betri vegar," sagði Karl Steinar og bætti við að sú forvarnarvinna hefði gefið góða raun. Nú stendur yfir margþætt vinna vegna þeirrar þróunar sem er í fjölgun öryrkja. Hagfræðistofnun vinnur að kortlagningu vandans og greiningu á orsökum hans, samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðherra. Þá er væntanleg skýrsla frá nefnd Tryggingastofnunar um starfsendurhæfingu og frekari möguleika í henni. Karl Steinar segir að með þeim upplýsingum sem fengjust með þessu starfi yrði hægt að sjá málin í víðara samhengi og bregðast við þróuninni með árangursríkari hætti. Í greinargerð sem Tryggingastofnun hefur sent heilbrigðisráðherra er bent á að hjá samsvarandi stofnunum í Noregi og Svíþjóð hafi allt eftirlit með fagaðilum verið hert verulega, meðal annars með lagasetningu þess efnis. Að hálfu stofnananna hafi verið lögð áhersla á að auka verulega fræðslu til fagstétta um almannatryggingakerfið, stöðu þess og þróun, svo og þær hættur sem séu því fylgjandi að ekki sé gætt fyllstu varfærni í ákvörðun réttar til bóta. Eftir lauslega könnun Tryggingastofnunar hafi komið í ljós að læknar hér á landi þurfi verulega aukna fræðslu um almannatryggingar. Huga þurfi að sérstökum fjárframlögum til stofnunarinnar eigi hún að standa undir slíkri fræðslu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í ýmsum verkefnum sem lúta að starfsendurhæfingu fólks til að forða því frá örorku. Það hefur sýnt sig að sú vinna skilar árangri, að sögn Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra stofnunarinnar, en þyrfti að vera miklu markvissari og meiri. Fjölgun öryrkja á þessu ári kostar ríflega milljarð. Á fjáraukalögum er gert ráð fyrir svipaðri aukningu á næsta ári. Heildarútgjöld vegna þessarar aukningar nema 2,5 milljörðum króna á þessu tímabili, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. "Þessi endurhæfingarverkefni eru fyrir fólk sem sótt hefur um örorku, en við teljum að hægt sé að koma til betri vegar," sagði Karl Steinar og bætti við að sú forvarnarvinna hefði gefið góða raun. Nú stendur yfir margþætt vinna vegna þeirrar þróunar sem er í fjölgun öryrkja. Hagfræðistofnun vinnur að kortlagningu vandans og greiningu á orsökum hans, samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðherra. Þá er væntanleg skýrsla frá nefnd Tryggingastofnunar um starfsendurhæfingu og frekari möguleika í henni. Karl Steinar segir að með þeim upplýsingum sem fengjust með þessu starfi yrði hægt að sjá málin í víðara samhengi og bregðast við þróuninni með árangursríkari hætti. Í greinargerð sem Tryggingastofnun hefur sent heilbrigðisráðherra er bent á að hjá samsvarandi stofnunum í Noregi og Svíþjóð hafi allt eftirlit með fagaðilum verið hert verulega, meðal annars með lagasetningu þess efnis. Að hálfu stofnananna hafi verið lögð áhersla á að auka verulega fræðslu til fagstétta um almannatryggingakerfið, stöðu þess og þróun, svo og þær hættur sem séu því fylgjandi að ekki sé gætt fyllstu varfærni í ákvörðun réttar til bóta. Eftir lauslega könnun Tryggingastofnunar hafi komið í ljós að læknar hér á landi þurfi verulega aukna fræðslu um almannatryggingar. Huga þurfi að sérstökum fjárframlögum til stofnunarinnar eigi hún að standa undir slíkri fræðslu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira