Endurgreiðslubyrði námslána lækkuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2004 00:01 Námslán - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna felur í sér mikla réttarbót fyrir námsmenn og lánþega LÍN. Frumvarpið byggir á niðurstöðu nefndar er ég skipaði í júlí síðastliðnum og fól að endurskoða lögin um LÍN í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í stefnuyfirlýsingunni er lögð áhersla á að LÍN gegni áfram því meginhlutverki að tryggja öllum tækifæri til náms. Jafnframt segir þar að endurskoða beri lög um sjóðinn og huga að því að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Nefndin, sem Gunnar Ingi Birgisson gegndi formennsku í, komst að þeirri meginniðurstöðu að lögin um Lánasjóðinn hefðu reynst góður grunnur fyrir starfsemi sjóðsins. Hún lagði því til að meginatriði laganna héldust óbreytt en að hugað yrði að breytingum á einstökum ákvæðum. Þær meginbreytingar sem nefndin lagði til og er að finna í frumvarpinu eru eftirfarandi: - Árlegt endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað úr 4,75% í 3,75%. - Fjármagnstekjum verði bætt við tekjustofn til ákvörðunar árlegri tekjutengdri afborgun. - Tekjugrundvöllur einhleypra lánþega verði útsvarsstofn og fjármagnstekjur samkvæmt skattalögum. - Lánþegum með eldri námslán verði gefinn kostur á skuldbreytingu, þ.e. að endurgreiða af lánum sínu í samræmi við nýja endurgreiðsluskilmála. - LÍN hætti að veita svokölluð markaðskjaralán. Mikilvægustu ákvæði frumvarpsins snúa að lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og breikkun tekjustofnsins sem endurgreiðslan tekur mið af. Hér er um stórt hagsmunamál lánþega að ræða sem ætla má að muni ekki síst nýtast greiðendum námslána fyrstu árin að loknu námi. Það er yfirleitt á þeim árum sem ungt fólk er að kaupa sína fyrstu íbúð og stofna fjölskyldu. Þetta er því vonandi kærkomin kjarabót fyrir þennan hóp. Þó að breikkun tekjustofnsins og tillit til fjármagnstekna geti hækkað árlega greiðslubyrði og þannig stytt endurgreiðslutíma námsláns er ég sammála endurskoðunarnefndinni um að breikkun þessi sé eftirsóknarverð. Hún dregur úr kostnaði ríkissjóðs við lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og það skiptir minna máli en áður hvernig greiðendur haga tekjuöflun sinni. Það má líka segja að með þessari leið sé verið að undirstrika enn og aftur að Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður og það hefur verið réttlætt með því að þeir sem hafa hærri tekjur greiði hlutfallslega hraðar inn í sjóðinn. Með því að taka nú einnig tillit til fjármagnstekna er verið að draga fram fram fleiri tekjustofna enda fjölgar þeim sem hafa ekki einungis framfærslu af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að lækkun árlegrar greiðslubyrði nái ekki einungis til nýrra lánþega heldur einnig þeirra sem tekið hafa lán á grundvelli eldri laga um LÍN. Þeim verður í ákveðinn tíma gefinn kostur á að skuldbreyta eldri lánum. Frumvarpið byggir á því að helmingur þeirra sem tekið hafa námslán eftir 1992 nýti sér þennan rétt. Greiðendur þeirra eru um 15.000 talsins og áætlað er að tæplega 10.000 manns fái námslán skólaárið 2004-2005. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir lykilhlutverki í okkar menntakerfi. Það er vandfundið kerfi í nokkru öðru ríki er styður jafn dyggilega við bakið á háskólanemum og LÍN. Heildarfjöldi lánþega hjá LÍN var í lok síðasta árs 35 þúsund og útistandandi lán sjóðsins námu 66 milljörðum króna. Í áætlun sjóðsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir tæplega tíu þúsund lánþegum og að ný útlán verði 7,1 milljarður króna. Um helmingur þeirrar upphæðar kemur úr ríkissjóði enda er það mat Ríkisendurskoðunar að árlegt framlag til viðbótar rekstrarkostnaði þurfi að nema 50% af útlánum til að standa undir afföllum og kostnaði við vaxtaniðurgreiðslu sjóðsins. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi mun leiða til nokkurs kostnaðarauka til viðbótar þrátt fyrir að í framtíðinni verði einnig tekið tillit til fjármagnstekna við útreikninga á endurgreiðslu lánþega. Það er mat fjármálaráðuneytisins að árlegur kostnaðarauki ríkissjóðs af því að lækka endurgreiðsluhlutfall um eitt prósentustig muni nema 265-340 milljónum króna. Það þýðir að framlag ríkissjóðs til LÍN hækkar um 3,7-4,8% eða úr um 49% af útlánum í um 53%. Með þessu verið að létta róðurinn verulega hjá lánþegum Lánasjóðsins og uppfylla það loforð ríkisstjórnarinnar að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Námslán - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna felur í sér mikla réttarbót fyrir námsmenn og lánþega LÍN. Frumvarpið byggir á niðurstöðu nefndar er ég skipaði í júlí síðastliðnum og fól að endurskoða lögin um LÍN í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í stefnuyfirlýsingunni er lögð áhersla á að LÍN gegni áfram því meginhlutverki að tryggja öllum tækifæri til náms. Jafnframt segir þar að endurskoða beri lög um sjóðinn og huga að því að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Nefndin, sem Gunnar Ingi Birgisson gegndi formennsku í, komst að þeirri meginniðurstöðu að lögin um Lánasjóðinn hefðu reynst góður grunnur fyrir starfsemi sjóðsins. Hún lagði því til að meginatriði laganna héldust óbreytt en að hugað yrði að breytingum á einstökum ákvæðum. Þær meginbreytingar sem nefndin lagði til og er að finna í frumvarpinu eru eftirfarandi: - Árlegt endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað úr 4,75% í 3,75%. - Fjármagnstekjum verði bætt við tekjustofn til ákvörðunar árlegri tekjutengdri afborgun. - Tekjugrundvöllur einhleypra lánþega verði útsvarsstofn og fjármagnstekjur samkvæmt skattalögum. - Lánþegum með eldri námslán verði gefinn kostur á skuldbreytingu, þ.e. að endurgreiða af lánum sínu í samræmi við nýja endurgreiðsluskilmála. - LÍN hætti að veita svokölluð markaðskjaralán. Mikilvægustu ákvæði frumvarpsins snúa að lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og breikkun tekjustofnsins sem endurgreiðslan tekur mið af. Hér er um stórt hagsmunamál lánþega að ræða sem ætla má að muni ekki síst nýtast greiðendum námslána fyrstu árin að loknu námi. Það er yfirleitt á þeim árum sem ungt fólk er að kaupa sína fyrstu íbúð og stofna fjölskyldu. Þetta er því vonandi kærkomin kjarabót fyrir þennan hóp. Þó að breikkun tekjustofnsins og tillit til fjármagnstekna geti hækkað árlega greiðslubyrði og þannig stytt endurgreiðslutíma námsláns er ég sammála endurskoðunarnefndinni um að breikkun þessi sé eftirsóknarverð. Hún dregur úr kostnaði ríkissjóðs við lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og það skiptir minna máli en áður hvernig greiðendur haga tekjuöflun sinni. Það má líka segja að með þessari leið sé verið að undirstrika enn og aftur að Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður og það hefur verið réttlætt með því að þeir sem hafa hærri tekjur greiði hlutfallslega hraðar inn í sjóðinn. Með því að taka nú einnig tillit til fjármagnstekna er verið að draga fram fram fleiri tekjustofna enda fjölgar þeim sem hafa ekki einungis framfærslu af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að lækkun árlegrar greiðslubyrði nái ekki einungis til nýrra lánþega heldur einnig þeirra sem tekið hafa lán á grundvelli eldri laga um LÍN. Þeim verður í ákveðinn tíma gefinn kostur á að skuldbreyta eldri lánum. Frumvarpið byggir á því að helmingur þeirra sem tekið hafa námslán eftir 1992 nýti sér þennan rétt. Greiðendur þeirra eru um 15.000 talsins og áætlað er að tæplega 10.000 manns fái námslán skólaárið 2004-2005. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir lykilhlutverki í okkar menntakerfi. Það er vandfundið kerfi í nokkru öðru ríki er styður jafn dyggilega við bakið á háskólanemum og LÍN. Heildarfjöldi lánþega hjá LÍN var í lok síðasta árs 35 þúsund og útistandandi lán sjóðsins námu 66 milljörðum króna. Í áætlun sjóðsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir tæplega tíu þúsund lánþegum og að ný útlán verði 7,1 milljarður króna. Um helmingur þeirrar upphæðar kemur úr ríkissjóði enda er það mat Ríkisendurskoðunar að árlegt framlag til viðbótar rekstrarkostnaði þurfi að nema 50% af útlánum til að standa undir afföllum og kostnaði við vaxtaniðurgreiðslu sjóðsins. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi mun leiða til nokkurs kostnaðarauka til viðbótar þrátt fyrir að í framtíðinni verði einnig tekið tillit til fjármagnstekna við útreikninga á endurgreiðslu lánþega. Það er mat fjármálaráðuneytisins að árlegur kostnaðarauki ríkissjóðs af því að lækka endurgreiðsluhlutfall um eitt prósentustig muni nema 265-340 milljónum króna. Það þýðir að framlag ríkissjóðs til LÍN hækkar um 3,7-4,8% eða úr um 49% af útlánum í um 53%. Með þessu verið að létta róðurinn verulega hjá lánþegum Lánasjóðsins og uppfylla það loforð ríkisstjórnarinnar að lækka endurgreiðslubyrði námslána.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar