
Viðskipti innlent
Latibær greiði í hlutabréfum
Latibær ehf. var í dag dæmdur til að greiða Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins hlutabréf í fyrirtækinu að nafnvirði rúmlega 300 þúsund krónur. Sjóðurinn byggði kröfu sína á 20 milljóna króna láni til Latabæjarverkefnisins en í lánssamningnum voru ákvæði um að sjóðurinn hefði heimild til að krefjast hlutafjár í stað endurgreiðslu lánsins. Dómurinn féllst á rök nýsköpunarsjóðs en miðað við gengi hlutabréfa í Latabæ hleypur raunvirði bréfanna sem fyrirtækið þarf að afhenda Nýsköpunarsjóðnum á tugmilljónum króna.