Innlent

Hækkun leikskólagjalda frestað

Hækkun leikskólagjalda fyrir sambúðarfólk þar sem annað foreldri er í námi verður frestað samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans höfðu samþykkt að frá og með áramótum myndi þessi hópur greiða jafnhá leikskólagjöld og sambúðarfólk þar sem báðir eru á vinnumarkaði. Við það hefðu gjöldin hækkað um 42 prósent. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, segist líta svo á að borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans hafi séð að sér eftir að stúdentar mótmæltu þessu harkalega. Þeir hefðu viðurkennt að það hefði verið mjög skammur fyrirvari á hækkuninni fyrir þá nemendur sem hefðu gefið sér ákveðnar fjárhagslegar forsendur við undirbúning þessa skólaárs. Stúdentaráð mun taka upp þráðinn í baráttunni gegn hækkuninni næsta haust því að sögn Jarðþrúðar mun ráðið aldrei samþykkja hækkunina. Um 2.000 stúdentar hafa undirritað mótmæli gegn henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×