Gruna miltisbrand í álagablettum 2. desember 2004 00:01 Fornleifafræðingar eru margir hverjir uggandi vegna miltisbrands, sem kann að leynast í jarðvegi hér á landi, að sögn Steinunnar J. Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Megi leiða líkur að því að svokallaðir álagablettir, sem finnast víða um land, séu einmitt nefndir svo eftir að þar hafi verið huslaðar skepnur, sem sýkst hafi af miltisbrandi. Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur lagt á það áherslu, að merkja þurfi svæði, þar sem miltisbrandssýktar skepnur hafi verið urðaðar til að koma í veg fyrir að hróflað verði við sýktri jörð. Komi miltisbrandssýktar dýraleifar upp á yfirborðið geti sýklarnir borist í dýr og menn. "Fólk er byrjað að ræða þessa hættu sín í milli núna," sagði Steinunn. "Þetta hefur meðal annars verið rætt í sambandi við þessa svokölluðu álagabletti sem eru út um allt og við erum oft að grafa í. Það er talið að þetta séu í mörgum tilfellum staðir sem leifar af miltisbrandi geti leynst í. Þessar hugmyndir um álagablettina eru oft fólgnar í því að skepnur drepist af að bíta gras á þeim. Margir vilja halda því fram, að það hafi gerst í raun og veru og hafi þá tengst miltisbrandi." Steinunn sagði, að full ástæða væri fyrir fornleifafræðinga að hafa þessa hugsanlegu hættu í huga. Álagablettirnir tengdust oft rústum eða svæðum. Því væri þetta enn varasamara fyrir fornleifafræðinga, sem oft væru að vinna á slíkum stöðum. Málið verður tekið upp á aðalfundi Fornfræðingafélagsins sem verður á milli jóla og nýárs, að sögn Steinunnar. Hún sagði að málið hefði ekki verið rætt formlega áður en nú væri kominn tími til. "Við þurfum oft að grafa okkur í gegnum yngri lög í jarðveginum," sagði hún. "Sem dæmi má nefna, að á Skriðuklaustri, þar sem ég er að vinna núna komum við niður á hrosshræ sem hafði verið huslað í rústunum sem við vorum að grafa í. Það sama gerðist í Viðey. Þar var hræ af hrossi sem hafði drepist, sem hafði verið sett í rústirnar. það er því vissulega ástæða fyrir okkur að velta þessu fyrir okkur." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Fornleifafræðingar eru margir hverjir uggandi vegna miltisbrands, sem kann að leynast í jarðvegi hér á landi, að sögn Steinunnar J. Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Megi leiða líkur að því að svokallaðir álagablettir, sem finnast víða um land, séu einmitt nefndir svo eftir að þar hafi verið huslaðar skepnur, sem sýkst hafi af miltisbrandi. Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur lagt á það áherslu, að merkja þurfi svæði, þar sem miltisbrandssýktar skepnur hafi verið urðaðar til að koma í veg fyrir að hróflað verði við sýktri jörð. Komi miltisbrandssýktar dýraleifar upp á yfirborðið geti sýklarnir borist í dýr og menn. "Fólk er byrjað að ræða þessa hættu sín í milli núna," sagði Steinunn. "Þetta hefur meðal annars verið rætt í sambandi við þessa svokölluðu álagabletti sem eru út um allt og við erum oft að grafa í. Það er talið að þetta séu í mörgum tilfellum staðir sem leifar af miltisbrandi geti leynst í. Þessar hugmyndir um álagablettina eru oft fólgnar í því að skepnur drepist af að bíta gras á þeim. Margir vilja halda því fram, að það hafi gerst í raun og veru og hafi þá tengst miltisbrandi." Steinunn sagði, að full ástæða væri fyrir fornleifafræðinga að hafa þessa hugsanlegu hættu í huga. Álagablettirnir tengdust oft rústum eða svæðum. Því væri þetta enn varasamara fyrir fornleifafræðinga, sem oft væru að vinna á slíkum stöðum. Málið verður tekið upp á aðalfundi Fornfræðingafélagsins sem verður á milli jóla og nýárs, að sögn Steinunnar. Hún sagði að málið hefði ekki verið rætt formlega áður en nú væri kominn tími til. "Við þurfum oft að grafa okkur í gegnum yngri lög í jarðveginum," sagði hún. "Sem dæmi má nefna, að á Skriðuklaustri, þar sem ég er að vinna núna komum við niður á hrosshræ sem hafði verið huslað í rústunum sem við vorum að grafa í. Það sama gerðist í Viðey. Þar var hræ af hrossi sem hafði drepist, sem hafði verið sett í rústirnar. það er því vissulega ástæða fyrir okkur að velta þessu fyrir okkur."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira