Örorka og atvinnuleysi fylgjast að 3. desember 2004 00:01 Sterk fylgni er hjá báðum kynjum á milli nýgengis örorku og umfangs atvinnuleysis á landinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem tók til áranna 1992-2003. Hlutfallsleg fjölgun öryrkja milli áranna 2002 og 2003 nam 19 prósentum, en 24 prósentum milli 2003 og 2004. Konum fjölgar hlutfallslega meira og þá einkum fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma 2003, um 29 prósent. "Fjölgun öryrkja á Íslandi undanfarið hefur sterk tölfræðileg tengsl við breytingar á vinnumarkaði, einkum aukið atvinnuleysi og aukið álag á vinnustað," segja höfundar rannsóknarinnar, þeir Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir, Sigurjón B. Stefánsson tryggingalæknir og Stefán Ólafsson prófessor. Þeir vísa í könnun Gallups sem gerð var síðla árs 2003. Þar sagði hátt í helmingur vinnandi fólks að álag á vinnustað hefði aukist. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif atvinnuleysis og gildistöku örorkumatsstaðals á fjölda öryrkja á Íslandi með því að skoða breytingar á nýgengi örorku og umfangi atvinnuleysis ár frá ári á tímabilinu frá 1992 til 2003. Notaðar voru upplýsingar um kyn, aldur og örorkustig þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyristrygginga á Íslandi á umræddu tímabili. Í ljós kom að nýgengi örorku í heild var hjá báðum kynjum tiltölulega hátt á árunum 1992 til 1995, lægra á árunum 1996 til 2002 og hækkaði síðan verulega á árinu 2003. "Á heildina litið eru tvær stórar sveiflur í aukningu nýgengis örorku á tímabilinu og báðar tengjast verulegri aukningu atvinnuleysis," segir í niðurstöðum höfundanna í grein sem birtist í Læknablaðinu. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Höfundar rannsóknarinnar benda á að mikilvægt sé að auka samvinnu vinnumálakerfis og heilbrigðiskerfis þegar atvinnuleysi ber að dyrum, annars vegar til að draga úr heilsubresti af völdum þess og hins vegar að bæta stöðu fólks sem stendur höllum fæti á vinnumarkaði og auka líkur á að það haldi vinnu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Sterk fylgni er hjá báðum kynjum á milli nýgengis örorku og umfangs atvinnuleysis á landinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem tók til áranna 1992-2003. Hlutfallsleg fjölgun öryrkja milli áranna 2002 og 2003 nam 19 prósentum, en 24 prósentum milli 2003 og 2004. Konum fjölgar hlutfallslega meira og þá einkum fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma 2003, um 29 prósent. "Fjölgun öryrkja á Íslandi undanfarið hefur sterk tölfræðileg tengsl við breytingar á vinnumarkaði, einkum aukið atvinnuleysi og aukið álag á vinnustað," segja höfundar rannsóknarinnar, þeir Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir, Sigurjón B. Stefánsson tryggingalæknir og Stefán Ólafsson prófessor. Þeir vísa í könnun Gallups sem gerð var síðla árs 2003. Þar sagði hátt í helmingur vinnandi fólks að álag á vinnustað hefði aukist. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif atvinnuleysis og gildistöku örorkumatsstaðals á fjölda öryrkja á Íslandi með því að skoða breytingar á nýgengi örorku og umfangi atvinnuleysis ár frá ári á tímabilinu frá 1992 til 2003. Notaðar voru upplýsingar um kyn, aldur og örorkustig þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyristrygginga á Íslandi á umræddu tímabili. Í ljós kom að nýgengi örorku í heild var hjá báðum kynjum tiltölulega hátt á árunum 1992 til 1995, lægra á árunum 1996 til 2002 og hækkaði síðan verulega á árinu 2003. "Á heildina litið eru tvær stórar sveiflur í aukningu nýgengis örorku á tímabilinu og báðar tengjast verulegri aukningu atvinnuleysis," segir í niðurstöðum höfundanna í grein sem birtist í Læknablaðinu. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Höfundar rannsóknarinnar benda á að mikilvægt sé að auka samvinnu vinnumálakerfis og heilbrigðiskerfis þegar atvinnuleysi ber að dyrum, annars vegar til að draga úr heilsubresti af völdum þess og hins vegar að bæta stöðu fólks sem stendur höllum fæti á vinnumarkaði og auka líkur á að það haldi vinnu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira