Sport

Úrslit úr handboltanum

Þrír leikir fóru fram í kvöld í úrvaldsdeild karla í handknattleik, en fjórðaleiknum, leik Fram og Hauka, var frestað. Í Suðurriðli sigraði Stjarnan Selfoss í Garðabænum með eins marks mun, 27-26. ÍBV gerði góða ferð uppá land og sigraði Grótta/KR 31-26. Stjarnan komst af botni riðilsins og upp fyrir Selfyssinga með sigrinum í kvöld. ÍBV komst í þriðja sætið með sínum sigri og er núna þrem stigum á eftir Valsmönnum sem sitja á toppi deildarinnar með 16 stig ásamt ÍR. Í Norðurriðli Sigraði KA FH 25-22 fyrir norðan. Með sigrinum komst KA upp að hlið Hauka á toppi riðilsins, en eins og fyrr segir var leik Hauka við Fram frestað, og eiga Haukarnir því einn leik á KA-menn. Nú stendur yfir leikur Aftureldingar og HK í Norðurriðli, en hann hófst seinna en hinir leikirnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×