Sport

Óli Stefáns skoraði sjö mörk

Íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í Evrópukeppnum í gær. Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Ciudad Real sem gerði góða ferð til Danmerkur þar sem þeir lögðu GOG, 45-29, í Meistaradeildinni. Í sömu keppni sigruðu Logi Geirsson og félagar í Lemgo rússneska liðið Chekhov Medvedi, 45-32. Logi skoraði fimm mörk. Þrjú Íslendingalið voru síðan á ferðinni í EHF-keppninni. Dagur Sigurðsson og lærsiveinar hans í Bregenz sigruðu ítalska liðið Pallamo Secchia á Ítalíu, 30-24. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Essen töpuðu á útivelli, 24-23, fyrir serbneska liðinu Radnicki Subotica. Guðjón Valur skoraði eitt mark í leiknum. Magdeburg vann síðan stórsigur á heimavelli gegn slóvenska liðinu Rokometno, 32-21. Sigfús Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×