Sport

Logi með fimm mörk, Óli með sjö

Logi Geirsson skoraði fimm mörk þegar lið hans Lemgo burstaði rússnesku meistarana í Chehovski Chekov 45-32 í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu. Florian Kehrman var markahæstur, skoraði þrettán mörk. Liðin mætast aftur um næstu helgi.Ólafur Stefánsson átti mjög góðan leik þegar Cidudad Real burstaði danska liðið GOG 45-29. Urios var markahæstur í liði Ciudad með átta mörk en Ólafur kom næstur með sjö. Þrjú marka hans komu af vítalínunni. Önnur úrslit í meistaradeildinni urðu þau að Celje og Pick Zeged gerðu jafntefli 23-23, úkraínska liðið Zaporozhye sigraði ungverska liðið Fotex Vezprem 29-28 og Barcelona hafði sigur í baráttu við annað spænskt lið, Portland San Antonio, 28-22. Hinir þrír leikirnir í 8-liða úrsltunum verða í dag. Sigfús Sigurðsson skoraði fjögur mörk þegar Magdeburg vann slóvenska liðið Termo í Evrópukeppni félagsliða 32-21. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt mark þegar Essen tapaði fyrir Radnicki Subotica á útivelli 23-24.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×