Fuglaflensa í fleiri dýrategundir 8. desember 2004 00:01 Veira sú, sem veldur fuglaflensu í Asíulöndum, er ekki lengur bundin við hænsnfugla, heldur virðist hún hafa aukið sýkingarmátt sinn í öðrum dýrategundum, svo sem spendýrum, að því er nýjustu rannsóknir benda til. Þetta á við um ketti og önnur dýr af kattakyni, sem áður höfðu ekki verið talin móttækileg fyrir inflúensu. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Fréttablaðsins við Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu og formann framkvæmdastjórnar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um stöðu fuglaflensuvírussins illræmda, sem menn óttast nú mjög að geti valdið skæðum faraldri á heimsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld um víða veröld gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að undirbúa hugsanlegar varnaraðgerðir gegn inflúensufaraldrinum sem menn telja fullvíst að fari af stað af völdum fuglaflensuvírussins. Davíð sagði, að engin merki væri á lofti um að veiran væri farin að smitast á milli manna, en faraldurinn færi ekki af stað fyrr en það gerðist. Að vísu hefði borist tilkynning frá Taílandi þess efnis að smit hefði borist á milli manna í fjölskyldu. Það hefði ekki verið staðfest, né nein önnur smit á milli manna þrátt fyrir afar strangt eftirlit. Hann sagði enn fremur að í fyrstu hefði fólk veikst af fuglaflensuvírusnum í Kína, Tælandi og Víet Nam. Þá hefði fólk tekið að veikjast í Indónesíu og í ágúst hefði Malasía tilkynnt um veikindi í fólki þar af völdum fuglaflensuvírussins. Það hefði verið níunda Asíulandið sem sent hefði frá sér tilkynningu þess efnis. Dánartíðni þeirra sem veikst hefðu væri um 72 prósent. Davíð sagði enn fremur að um miðjan nóvember hefði Alþjóða heilbrigðismálastofnunin efnt til fundar með forsvarsmönnum allra helstu framleiðenda bóluefnis í heiminum til að ræða möguleika á framleiðslu bóluefnis gegn inflúensufaraldri af völdum veirunnar. Þar hefðu verið settar fram hugmyndir um hvernig haga mætti baráttunni gegn henni. Á tveggja daga aukafundi framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem hefst í Reykjavík í dag, er meðal annars fyrirhugað að fjalla um hugsanlegar afleiðingar og viðbrögð við flensufaröldrum á borð við drepsóttir fyrri ára, svo sem spænsku veikina og svarta dauða. Meðal þeirra sem sækja fundinn er æðsti yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dr. Lee Jong-wook. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Veira sú, sem veldur fuglaflensu í Asíulöndum, er ekki lengur bundin við hænsnfugla, heldur virðist hún hafa aukið sýkingarmátt sinn í öðrum dýrategundum, svo sem spendýrum, að því er nýjustu rannsóknir benda til. Þetta á við um ketti og önnur dýr af kattakyni, sem áður höfðu ekki verið talin móttækileg fyrir inflúensu. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Fréttablaðsins við Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu og formann framkvæmdastjórnar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um stöðu fuglaflensuvírussins illræmda, sem menn óttast nú mjög að geti valdið skæðum faraldri á heimsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld um víða veröld gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að undirbúa hugsanlegar varnaraðgerðir gegn inflúensufaraldrinum sem menn telja fullvíst að fari af stað af völdum fuglaflensuvírussins. Davíð sagði, að engin merki væri á lofti um að veiran væri farin að smitast á milli manna, en faraldurinn færi ekki af stað fyrr en það gerðist. Að vísu hefði borist tilkynning frá Taílandi þess efnis að smit hefði borist á milli manna í fjölskyldu. Það hefði ekki verið staðfest, né nein önnur smit á milli manna þrátt fyrir afar strangt eftirlit. Hann sagði enn fremur að í fyrstu hefði fólk veikst af fuglaflensuvírusnum í Kína, Tælandi og Víet Nam. Þá hefði fólk tekið að veikjast í Indónesíu og í ágúst hefði Malasía tilkynnt um veikindi í fólki þar af völdum fuglaflensuvírussins. Það hefði verið níunda Asíulandið sem sent hefði frá sér tilkynningu þess efnis. Dánartíðni þeirra sem veikst hefðu væri um 72 prósent. Davíð sagði enn fremur að um miðjan nóvember hefði Alþjóða heilbrigðismálastofnunin efnt til fundar með forsvarsmönnum allra helstu framleiðenda bóluefnis í heiminum til að ræða möguleika á framleiðslu bóluefnis gegn inflúensufaraldri af völdum veirunnar. Þar hefðu verið settar fram hugmyndir um hvernig haga mætti baráttunni gegn henni. Á tveggja daga aukafundi framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem hefst í Reykjavík í dag, er meðal annars fyrirhugað að fjalla um hugsanlegar afleiðingar og viðbrögð við flensufaröldrum á borð við drepsóttir fyrri ára, svo sem spænsku veikina og svarta dauða. Meðal þeirra sem sækja fundinn er æðsti yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dr. Lee Jong-wook.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent