Innlent

Reyndi að greiða með fölsuðum seðli

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Viðskiptavinurinn var með falsaðan seðil.
Viðskiptavinurinn var með falsaðan seðil. Getty

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna fjársvika í verslun í Háaleitis- og bústaðahverfi vegna fjársvika. Þar reyndi viðskiptavinur að greiða fyrir vörur með fölsuðum peningaseðli.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þeim barst einnig tillkynning um aðskotahlut sem olli hættu á stofnbraut í Mosfellsbæ. Hluturinn fannst þó ekki.

Í Árbænum sinnti lögregla tilkynningu um vinnuslys og í miðbæ Reykjavíkur var óskað aðstoðar vegna sofandi aðila í anddyri fjölbýlishúss. Honum var vísað á brott.

Lögregla stöðvaði þónokkra ökumenn vegna gruns um ölvunarakstur, þar á meðal í hverfi 108 og 220. Þá var einn stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna en hann var að auki sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×