Gagnrýnir viðbrögð yfirvalda 8. desember 2004 00:01 Eyðibýlið Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er í einangrun eftir að þrjú hross hafa á undanförnum dögum drepist úr miltisbrandi þar, að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfirdýralæknis. Það blæddi úr vitum, ytri kynfærum og endaþarmi hrossanna. Fyrsta hrossið drapst á fimmtudag, tvö hross drápust á sunnudag og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að níu manns séu í forvarnarmeðferð gegn miltisbrandi þar sem fólkið hafi á einn eða annan hátt komið nálægt hrossunum sem drápust. Landbúnaðarráðuneytið hefur að tillögu yfirdýralæknis fyrirskipað bann við flutningi búfjár til og frá bænum, brennslu hræjanna auk sótthreinsunar á svæðinu. Í tilkynningu frá embætti yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis segir að umferð fólks og dýra um svæðið sé einnig takmörkuð um sinn. Halldór Halldórsson, bóndi á Narfakoti sem er næsti bær við Sjónarhól, gagnrýnir starfshætti yfirvalda. Halldór sem er búfjáreftirlitsmaður á svæðinu segir að ekkert samband hafi verið haft við hann vegna málsins. Hann hafi sjálfur þurft að afla sér upplýsinga. "Ég kom að fyrsta hrossinu dauðu og snerti það en fékk bara skilaboð frá bóndanum um að ég ætti að fara til læknis og fá mér sýklalyf," segir Halldór. "Ég sótti það til heilsugæslulæknis og spurði hvort ég ætti ekki að fara í einhverja rannsókn en mér var sagt að það væri óþarfi. Mér finnst þetta voðalega skrítið allt saman. Svo er talað um að þetta sé vel girt núna. Eina girðingin er gulur borði þar sem stendur að svæðið sé í sóttkví og ég veit það að mín hross kunna ekki lesa. Við erum að fara að senda frá okkur hross í tamningu og vitum ekki hvort við megum það." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna í landi Sjónarhóls hafi verið seld út á land. Hún mun nú vera austur í Þingvallasveit og hefur ekkert samband verið haft við nýjan eiganda hennar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Eyðibýlið Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er í einangrun eftir að þrjú hross hafa á undanförnum dögum drepist úr miltisbrandi þar, að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfirdýralæknis. Það blæddi úr vitum, ytri kynfærum og endaþarmi hrossanna. Fyrsta hrossið drapst á fimmtudag, tvö hross drápust á sunnudag og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að níu manns séu í forvarnarmeðferð gegn miltisbrandi þar sem fólkið hafi á einn eða annan hátt komið nálægt hrossunum sem drápust. Landbúnaðarráðuneytið hefur að tillögu yfirdýralæknis fyrirskipað bann við flutningi búfjár til og frá bænum, brennslu hræjanna auk sótthreinsunar á svæðinu. Í tilkynningu frá embætti yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis segir að umferð fólks og dýra um svæðið sé einnig takmörkuð um sinn. Halldór Halldórsson, bóndi á Narfakoti sem er næsti bær við Sjónarhól, gagnrýnir starfshætti yfirvalda. Halldór sem er búfjáreftirlitsmaður á svæðinu segir að ekkert samband hafi verið haft við hann vegna málsins. Hann hafi sjálfur þurft að afla sér upplýsinga. "Ég kom að fyrsta hrossinu dauðu og snerti það en fékk bara skilaboð frá bóndanum um að ég ætti að fara til læknis og fá mér sýklalyf," segir Halldór. "Ég sótti það til heilsugæslulæknis og spurði hvort ég ætti ekki að fara í einhverja rannsókn en mér var sagt að það væri óþarfi. Mér finnst þetta voðalega skrítið allt saman. Svo er talað um að þetta sé vel girt núna. Eina girðingin er gulur borði þar sem stendur að svæðið sé í sóttkví og ég veit það að mín hross kunna ekki lesa. Við erum að fara að senda frá okkur hross í tamningu og vitum ekki hvort við megum það." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna í landi Sjónarhóls hafi verið seld út á land. Hún mun nú vera austur í Þingvallasveit og hefur ekkert samband verið haft við nýjan eiganda hennar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira