Kaupæði því dollarinn svo lágur 9. desember 2004 00:01 Kaupóðir Íslendingar fljúga í auknum mæli til Bandaríkjanna og margir reyna að smygla varningnum inn. Þetta finna starfsmenn tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og Icelandair. "Við verðum mikið varir við þetta. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvað má flytja tollfrjálst til landsins og er því stoppað hér í stórum stíl og krafið um greiðslu. Það má ekki versla fyrir meira en 46 þúsund krónur hver og þar af má einn hlutur aðeins kosta 23 þúsund. Það ber að greiða virðisaukaskatt og önnur gjöld af öllum varningi sem fluttur er inn til landsins umfram þessa upphæð," segir Kári Guðlaugsson, aðaldeildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Magnið sem farþegarnir flytja til landsins er gríðarlegt, langt umfram heimildir, líklega 100-200 þúsund krónur á mann. Kári segir að tugir eða hundruð manna hafi greitt gjöld síðustu vikur og mánuði og þá einkum af fatnaði, leikföngum og gjafavöru. Ef dýrari hlutir eru fluttir til landsins og ekki framvísað þá er hald lagt á þá og viðkomandi greiðir sekt. Fólk hafi greitt hundruð eða milljónir króna í aðflutningsgjöld síðustu vikur. "Við erum með nokkur mál í skoðun, meðal annars gítar, fiðlu og myndavélar. Það er þó nokkuð um að hljóðfæri séu flutt svona inn en það ber að greiða gjöld ef verðmæti hljóðfærisins er yfir 23 þúsund krónur," segir hann. Bókanir Íslendinga með Icelandair til Bandaríkjanna eru 40 prósentum fleiri nú en á sama tíma á síðasta ári. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir mikla aukningu í verslunartengdum ferðum, einkum til Boston, Minneapolis og Baltimore. "Það fer ekkert framhjá okkur að dollarinn er lágur og margir nota tækifærið til að gera hagstæð innkaup," segir hann. "Það fer ekki framhjá vigtum að fólk er að versla, það er með fleiri töskur og handfarangur á bakaleiðinni. Þetta blasir við öllum og hefur verið með vaxandi þunga núna með haustinu." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Kaupóðir Íslendingar fljúga í auknum mæli til Bandaríkjanna og margir reyna að smygla varningnum inn. Þetta finna starfsmenn tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og Icelandair. "Við verðum mikið varir við þetta. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvað má flytja tollfrjálst til landsins og er því stoppað hér í stórum stíl og krafið um greiðslu. Það má ekki versla fyrir meira en 46 þúsund krónur hver og þar af má einn hlutur aðeins kosta 23 þúsund. Það ber að greiða virðisaukaskatt og önnur gjöld af öllum varningi sem fluttur er inn til landsins umfram þessa upphæð," segir Kári Guðlaugsson, aðaldeildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Magnið sem farþegarnir flytja til landsins er gríðarlegt, langt umfram heimildir, líklega 100-200 þúsund krónur á mann. Kári segir að tugir eða hundruð manna hafi greitt gjöld síðustu vikur og mánuði og þá einkum af fatnaði, leikföngum og gjafavöru. Ef dýrari hlutir eru fluttir til landsins og ekki framvísað þá er hald lagt á þá og viðkomandi greiðir sekt. Fólk hafi greitt hundruð eða milljónir króna í aðflutningsgjöld síðustu vikur. "Við erum með nokkur mál í skoðun, meðal annars gítar, fiðlu og myndavélar. Það er þó nokkuð um að hljóðfæri séu flutt svona inn en það ber að greiða gjöld ef verðmæti hljóðfærisins er yfir 23 þúsund krónur," segir hann. Bókanir Íslendinga með Icelandair til Bandaríkjanna eru 40 prósentum fleiri nú en á sama tíma á síðasta ári. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir mikla aukningu í verslunartengdum ferðum, einkum til Boston, Minneapolis og Baltimore. "Það fer ekkert framhjá okkur að dollarinn er lágur og margir nota tækifærið til að gera hagstæð innkaup," segir hann. "Það fer ekki framhjá vigtum að fólk er að versla, það er með fleiri töskur og handfarangur á bakaleiðinni. Þetta blasir við öllum og hefur verið með vaxandi þunga núna með haustinu."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira