Fór ekki niður af svölum hússins 9. desember 2004 00:01 Maður sem komst út úr brennandi húsi við Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, hefur staðfest þetta en segir það að mestu vera formsatriði sem gefi manninum kost á lögmanni og að þannig geti lögreglan hagað yfirheyrslum öðruvísi. Björn segir manninn ekki grunaðan um að hafa kveikt í húsinu enda liggi eldsupptök ekki fyrir. Ekkert við rannsókn málsins bendir til að maðurinn hafi farið út um svalir á annarri hæð hússins eins og talið var í fyrstu. Í ljós hefur komið að hann var síðastur út úr stofunni þar sem eldurinn er talinn hafa kviknað. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hann komst út úr húsinu en nokkuð víst þykir að það hafi verið út um aðaldyr hússins eða bakdyr þess. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn stóð maðurinn sótugur fyrir utan húsið. Hann segist ekkert muna eftir atburðum morgunsins. Stúlka sem stökk út um glugga á brennandi húsinu í fang nágranna hafði farið að sofa um klukkan tíu um morguninn. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði hún tekið til í stofu hússins áður en hún fór að sofa. Hún tók bjórdósir og öskubakka og færði fram í eldhús en þá voru hinn látni og maðurinn sofandi í stofunni. Þetta fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. Eldurinn er talinn hafa komið upp á hálftíma til fjörtíu og fimm mínútum því enginn eldur var í stofunni klukkan tíu. Reyndur rannsóknarlögreglumaður sem blaðið ræddi við segir það of skamman tíma til að svo mikill eldur geti myndast af sígarettuglóð. Nokkur munur er á því að gefa skýrslu hjá lögreglu sem vitni eða með réttarstöðu grunaðs manns. Refsivert er fyrir vitni að segja ósatt frá í skýrslutöku en ekki fyrir þann sem hefur réttarstöðu grunaðs manns. Sá hefur líka þann kost að svara ekki spurningum sem lagðar eru fyrir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Maður sem komst út úr brennandi húsi við Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, hefur staðfest þetta en segir það að mestu vera formsatriði sem gefi manninum kost á lögmanni og að þannig geti lögreglan hagað yfirheyrslum öðruvísi. Björn segir manninn ekki grunaðan um að hafa kveikt í húsinu enda liggi eldsupptök ekki fyrir. Ekkert við rannsókn málsins bendir til að maðurinn hafi farið út um svalir á annarri hæð hússins eins og talið var í fyrstu. Í ljós hefur komið að hann var síðastur út úr stofunni þar sem eldurinn er talinn hafa kviknað. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hann komst út úr húsinu en nokkuð víst þykir að það hafi verið út um aðaldyr hússins eða bakdyr þess. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn stóð maðurinn sótugur fyrir utan húsið. Hann segist ekkert muna eftir atburðum morgunsins. Stúlka sem stökk út um glugga á brennandi húsinu í fang nágranna hafði farið að sofa um klukkan tíu um morguninn. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði hún tekið til í stofu hússins áður en hún fór að sofa. Hún tók bjórdósir og öskubakka og færði fram í eldhús en þá voru hinn látni og maðurinn sofandi í stofunni. Þetta fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. Eldurinn er talinn hafa komið upp á hálftíma til fjörtíu og fimm mínútum því enginn eldur var í stofunni klukkan tíu. Reyndur rannsóknarlögreglumaður sem blaðið ræddi við segir það of skamman tíma til að svo mikill eldur geti myndast af sígarettuglóð. Nokkur munur er á því að gefa skýrslu hjá lögreglu sem vitni eða með réttarstöðu grunaðs manns. Refsivert er fyrir vitni að segja ósatt frá í skýrslutöku en ekki fyrir þann sem hefur réttarstöðu grunaðs manns. Sá hefur líka þann kost að svara ekki spurningum sem lagðar eru fyrir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira