Sport

Haukar töpuðu heima gegn Þór

Þór frá Akureyri tyllti sér í fjórða sæti Norður riðils DHL deildarinnar í handbolta karla í dag með óvæntum útisigri á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum, 28:29. Þar með er Þór með 2 stiga forskot á Fram sem tapaði fyrir HK, 35:29. HK náði með því 2. sæti riðilsins fyrir lokaumferðina og er með 15 stig, tveimur stigum á eftir Haukum og jafnt KA að stigum. HK getur með sigri í lokaleik sínum tryggt sér efsta sætið í riðlinum þar sem Haukar eru búnir með sína leiki í riðlinum. Að lokum hafði FH betur í botnslagnum gegn Aftureldingu og sigraði 28:25. Lokaumferðin fer fram næsta laugardag en þá fara eftirfarandi leikir fram. Framhús         kl.16.15  Fram - FH Höllin AEY    kl.16.15  Þór Ak. - HK Varmá           kl.16.15  Afturelding - KA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×