Fanginn í Japan 12. desember 2004 00:01 Skáksnillingurinn Bobby Fischer, sem nú er í fangelsi í Japan, hefur óskað eftir griðastað á Íslandi. Hrafn Jökulsson hefur ákveðnar skoðanir á þessu máli. Hann vill að við Íslendingar liðsinnum Fischer og bjóðumst til þess að hýsa hann. Hrafn hefur skifað eftirfarandi pistil að ósk Skoðana á Vísi: "Á dögunum barst utanríkisráðherra bréf frá Bobby Fischer, sterkasta skákmanni allra tíma. Hann hefur verið í japönskum fangabúðum síðan í júlí og á yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna. Þar bíður hans 10 ára fangelsi. Glæpurinn? Að hafa teflt skák í Júgóslavíu – landi sem ekki er lengur til – fyrir tólf árum. Bobby Fischer er einn mesti afreksmaður Bandaríkjanna, og heimsins alls, á 20. öld. Upp á eigin spýtur braust hann til æðstu metorða, strákur frá New York sem skoraði sovéska skákskólann á hólm – og sigraði. Bobby Fischer varð heimsmeistari í Reykjavík 1972 þegar hann lagði rússneska prúðmennið Boris Spassky. Þetta var einvígi allra tíma, uppgjör Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þegar kalda stríðið var sem kaldast. Ráðamenn í Kreml og Hvíta húsinu fylgdust grannt með gangi mála í Laugardalshöll, og hinn litríki Bobby Fischer sá til þess að einvígið í Reykjavík var vikum saman á forsíðum heimsblaða. Aldrei áður höfðu svo margir fréttamenn komið til Íslands – heimsmeistaraeinvígið var tvímælalaust langmesta landkynning sem hið unga lýðveldi í norðri hafði fengið. Sumarið 1972 urðu Íslendingar og Bobby Fischer vinir. Við lærðum að meta þennan mótsagnakennda og kraftmikla strák, sem var kominn alla leið á toppinn án þess að hafa nokkru sinni gert málamiðlun um nokkurn skapaðan hlut. Bobby var rekinn áfram af viljanum til að sigra, til að skapa meistaraverk. Hann er skáklistinni það sem Beethoven er tónlistinni og Shakespeare skáldskapnum. Og nú er þessi vinur okkar í miklum þrengingum. Hann er kominn á sjötugsaldur og hefur í fimm mánuði verið í haldi Japana. Framsal til Bandaríkjanna er dauðadómur í huga Fischers, sem hefur afsalað sér bandarísku ríkisfangi – og leitað til Íslendinga um hjálp á neyðarstundu. Íslendingar geta, líklega einir þjóða, komið Fischer til hjálpar. Mikilvægast er að fá hann lausan úr hinni japönsku prísund, og að tryggja að gamli maðurinn geti um frjálst höfuð strokið. Það væri sterkur leikur af hálfu íslenskra stjórnvalda að bjóða Fischer vist á Íslandi og leysa þannig mestu þraut skákheimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skáksnillingurinn Bobby Fischer, sem nú er í fangelsi í Japan, hefur óskað eftir griðastað á Íslandi. Hrafn Jökulsson hefur ákveðnar skoðanir á þessu máli. Hann vill að við Íslendingar liðsinnum Fischer og bjóðumst til þess að hýsa hann. Hrafn hefur skifað eftirfarandi pistil að ósk Skoðana á Vísi: "Á dögunum barst utanríkisráðherra bréf frá Bobby Fischer, sterkasta skákmanni allra tíma. Hann hefur verið í japönskum fangabúðum síðan í júlí og á yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna. Þar bíður hans 10 ára fangelsi. Glæpurinn? Að hafa teflt skák í Júgóslavíu – landi sem ekki er lengur til – fyrir tólf árum. Bobby Fischer er einn mesti afreksmaður Bandaríkjanna, og heimsins alls, á 20. öld. Upp á eigin spýtur braust hann til æðstu metorða, strákur frá New York sem skoraði sovéska skákskólann á hólm – og sigraði. Bobby Fischer varð heimsmeistari í Reykjavík 1972 þegar hann lagði rússneska prúðmennið Boris Spassky. Þetta var einvígi allra tíma, uppgjör Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þegar kalda stríðið var sem kaldast. Ráðamenn í Kreml og Hvíta húsinu fylgdust grannt með gangi mála í Laugardalshöll, og hinn litríki Bobby Fischer sá til þess að einvígið í Reykjavík var vikum saman á forsíðum heimsblaða. Aldrei áður höfðu svo margir fréttamenn komið til Íslands – heimsmeistaraeinvígið var tvímælalaust langmesta landkynning sem hið unga lýðveldi í norðri hafði fengið. Sumarið 1972 urðu Íslendingar og Bobby Fischer vinir. Við lærðum að meta þennan mótsagnakennda og kraftmikla strák, sem var kominn alla leið á toppinn án þess að hafa nokkru sinni gert málamiðlun um nokkurn skapaðan hlut. Bobby var rekinn áfram af viljanum til að sigra, til að skapa meistaraverk. Hann er skáklistinni það sem Beethoven er tónlistinni og Shakespeare skáldskapnum. Og nú er þessi vinur okkar í miklum þrengingum. Hann er kominn á sjötugsaldur og hefur í fimm mánuði verið í haldi Japana. Framsal til Bandaríkjanna er dauðadómur í huga Fischers, sem hefur afsalað sér bandarísku ríkisfangi – og leitað til Íslendinga um hjálp á neyðarstundu. Íslendingar geta, líklega einir þjóða, komið Fischer til hjálpar. Mikilvægast er að fá hann lausan úr hinni japönsku prísund, og að tryggja að gamli maðurinn geti um frjálst höfuð strokið. Það væri sterkur leikur af hálfu íslenskra stjórnvalda að bjóða Fischer vist á Íslandi og leysa þannig mestu þraut skákheimsins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun