Eiginkonan reyndi endurlífgun 13. desember 2004 00:01 Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gær vegna mannsins sem lést eftir þungt höfuðhögg á sveitakránni Áslák í Mosfellsbæ um helgina. "Hann var vinur okkar, kær vinur okkar allra í sveitinni," sagði Guðmundur Halldórsson, einn af eigendum staðarins, en starfsmenn fengu áfallahjálp á sveitakránni í gær. Bráðabirgðaniðurstaða úr réttarkrufningu vegna árásarinnar í Mosfellsbænum um helgina liggur fyrir í dag eða á morgun. Hálfþrítugur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag en hann hefur játað að hafa lent í átökum. Ungi maðurinn gaf hinum látna högg á kjálka nærri eyra þegar hann var að bægja frá gestum svo að næðist að sópa upp glerbrot í anddyri. Björn Ingi Ragnarsson var með foreldrum sínum og frænku á sveitakránni umrætt kvöld. Hann sá ekki árásina en segir að glas hafi brotnað og faðir sinn stoppað fólk í dyrunum svo að það gengi ekki í glerbrotunum. "Ég veit ekki hvort pabbi hefur rekist utan í þennan mann en hann fékk kjaftshögg og lá eftir það. Hann vaknaði ekkert aftur. Ég sá þetta ekki en móðir mín er hjúkrunarfræðingur. Hún reyndi að blása lífi í hann og svo tóku við vinir föður míns og starfsmaður Ásláks, kokkurinn á staðnum. Þeir reyndu endurlífganir," sagði hann. Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur á slysadeild, segist ekki vilja tjá sig um þetta tiltekna atvik en það megi öllum ljóst vera að það sé varúðarvert að fá högg á höfuðið. Höfuðkúpan sé þunn ofan við eyra og geti t.d. brotnað auðveldlega. Þar undir sé stór æð sem skerist mjög auðveldlega. "Þetta getur gerst hratt, blæðingin er það mikil og heilinn hefur ekki pláss inni í höfuðkúpunni. Hann þrýstir mænukylfunni niður gegnum höfuðkúpuopið og viðkomandi deyr. Það er eitt af því sem getur gerst," segir hún. Maðurinn sem lést heitir Ragnar Björnsson. Hann var 55 ára gamall, fæddur 3. janúar 1949, til heimilis að Efri-Reykjum í Mosfellsbæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ástu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og þrjá syni. Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gærkvöld. Mikil samkennd ríkir meðal íbúa Mosfellsbæjar vegna hörmulegs fráfalls Ragnars Björnssonar.MINNINGARSTUND Í LÁGAFELLSKIRKJU. Ættingjar og vinir Ragnars Björnssonar, sem lést eftir að hafa fengið höfuðhögg á sveitakránni Ásláki aðfaranótt sunnudags, komu saman í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í gærkvöld þar sem fram fór bænastund. Fjölskylda Ragnars heimilaði myndatökur við minningarathöfnina. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gær vegna mannsins sem lést eftir þungt höfuðhögg á sveitakránni Áslák í Mosfellsbæ um helgina. "Hann var vinur okkar, kær vinur okkar allra í sveitinni," sagði Guðmundur Halldórsson, einn af eigendum staðarins, en starfsmenn fengu áfallahjálp á sveitakránni í gær. Bráðabirgðaniðurstaða úr réttarkrufningu vegna árásarinnar í Mosfellsbænum um helgina liggur fyrir í dag eða á morgun. Hálfþrítugur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag en hann hefur játað að hafa lent í átökum. Ungi maðurinn gaf hinum látna högg á kjálka nærri eyra þegar hann var að bægja frá gestum svo að næðist að sópa upp glerbrot í anddyri. Björn Ingi Ragnarsson var með foreldrum sínum og frænku á sveitakránni umrætt kvöld. Hann sá ekki árásina en segir að glas hafi brotnað og faðir sinn stoppað fólk í dyrunum svo að það gengi ekki í glerbrotunum. "Ég veit ekki hvort pabbi hefur rekist utan í þennan mann en hann fékk kjaftshögg og lá eftir það. Hann vaknaði ekkert aftur. Ég sá þetta ekki en móðir mín er hjúkrunarfræðingur. Hún reyndi að blása lífi í hann og svo tóku við vinir föður míns og starfsmaður Ásláks, kokkurinn á staðnum. Þeir reyndu endurlífganir," sagði hann. Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur á slysadeild, segist ekki vilja tjá sig um þetta tiltekna atvik en það megi öllum ljóst vera að það sé varúðarvert að fá högg á höfuðið. Höfuðkúpan sé þunn ofan við eyra og geti t.d. brotnað auðveldlega. Þar undir sé stór æð sem skerist mjög auðveldlega. "Þetta getur gerst hratt, blæðingin er það mikil og heilinn hefur ekki pláss inni í höfuðkúpunni. Hann þrýstir mænukylfunni niður gegnum höfuðkúpuopið og viðkomandi deyr. Það er eitt af því sem getur gerst," segir hún. Maðurinn sem lést heitir Ragnar Björnsson. Hann var 55 ára gamall, fæddur 3. janúar 1949, til heimilis að Efri-Reykjum í Mosfellsbæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ástu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og þrjá syni. Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gærkvöld. Mikil samkennd ríkir meðal íbúa Mosfellsbæjar vegna hörmulegs fráfalls Ragnars Björnssonar.MINNINGARSTUND Í LÁGAFELLSKIRKJU. Ættingjar og vinir Ragnars Björnssonar, sem lést eftir að hafa fengið höfuðhögg á sveitakránni Ásláki aðfaranótt sunnudags, komu saman í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í gærkvöld þar sem fram fór bænastund. Fjölskylda Ragnars heimilaði myndatökur við minningarathöfnina. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira