Skynsamleg leið eða stórvarasöm? Guðmundur Magnússon skrifar 13. desember 2004 00:01 "Hvílík forræðishyggja!" eða "Eru nú gömlu sósíalistarnir búnir að hertaka Samfylkinguna?" - eitthvað á þessa leið voru upphrópanirnar sem heyrðust þegar fréttir barust af því að þingmenn Samfylkingarinnar vildu banna auglýsingar á óhollum matvörum í fjölmiðlum og hefðu borið fram tillögu um það á Alþingi. "Þarna sýnir Samfylkingin sitt rétta andlit - boð og bönn eru hennar ær og kýr" heyrðist einhver segja. Málið var tekið fyrir í Sunnudagsþættinum á Skjá einum. Ólafur Teitur Guðnason gerðist heimspekilegur og vitnaði í David Hume: "Frelsið glatast sjaldan í einu lagi. Það glatast iðulega smátt og smátt". Og það sem meira er, sagði Ólafur Teitur: "Leiðin frá frelsi til ánauðar er vörðuð góðum áformum, eins og Friedrich Hayek benti á. Þeir sem skerða frelsið, gera það oftast í einhverjum göfugum tilgangi". Og það má auðvitað segja að það sé göfugur tilgangur að bæta mataræði fólks. Í okkar heimshluta er það ekki skortur sem veldur vandræðum heldur ofgnótt sem velmegunin hefur leitt af sér en einn fylgifiskur hennar er offita sem orðin er svo útbreidd að talað er um hana sem eitt helsta heilbrigðisvandamál Vesturlanda. Í því sambandi hafa menn sérstakar áhyggjur af börnum og unglingum sem eru sögð varnarlaus gagnvart sölumönnum óhollra matvæla og drykkja. En áður en við höldum áfram að hneykslast á Samfylkingunni og forsjárhyggju hennar skulum við líta á hvað það er sem þingmenn hennar eru raunverulega að leggja til. Svarið finnum við í þingsályktunartillögu sem lesa má hér á vef Alþingis. Þar er lagt til að Alþingi samþykki eftirfarandi: "Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að kanna grundvöll fyrir setningu reglna um takmörkun auglýsinga á matvöru sem inniheldur mikla fitu, sykur eða salt með það að markmiði að sporna við offitu, einkum meðal barna og ungmenna. Ráðherra leitist í þessu skyni m.a. við að ná samstöðu með framleiðendum, innflytjendum og auglýsendum um að þessar vörur verði ekki auglýstar í sjónvarpi fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin." Rétt er að veita því athygli að í tillögunni felst ekki afdráttarlaus krafa um auglýsingabann heldur er frekar um að ræða tilmæli til heilbrigðisyfirvalda um að reyna að fá auglýsendur til samstarfs og vekja þá til skilnings á vandamálinu. En er þetta rétt leið og skynsamleg? Eða er hún stórvarasöm frelsisskerðing? Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögunni að fyrirmyndin er sótt til breskra jafnaðarmanna: "Flutningsmenn vekja ... athygli á þeim aðgerðum sem bresk heilbrigðisyfirvöld hafa gripið til en tillaga þessi hefur þær að nokkru sem fyrirmynd." Um það voru hugmyndir í Bretlandi að banna sjónvarpsauglýsingar á óhollum matvælum á tímum sem börn væru helst fyrir framan viðtækin. Um þetta má til dæmis lesa hér á fréttavef BBC. Þar kemur fram að eftir skoðun málsins var fallið frá hugmyndinni um algjört bann við slíkum auglýsingum en í staðinn er í nýlegri hvítbók bresku ríkisstjórnarinnar eins og hér má lesa lagt til að teknar verði upp viðræður við hagsmunaaðila, þ.e. framleiðendur gosdrykkja, sælgætis og skyndifæðis, með það í huga að þeir setji sér sjálfur reglur sem takmarka það hvernig slíkum auglýsingum er beint að börnum. Segja má að það sé þetta sé Samfylkingin hafi í huga að gert verði á Íslandi. Af hverju ekki algjört bann? Ástæðan fyrir því að Bretar lögðu þá hugmynd á hilluna var að hún mætti miklu andófi. Hasmunaaðilar töldu hana óeðlilega frelsisskerðingu og mismunun og efasemdir voru uppi um að hún stæðist gagnvart grundvallarreglum um tjáningarfrelsi. Einnig var bent á á hve erfitt væri að skilgreina þær vörur sem ekki mætti auglýsa. Margir höfðu áhyggjur af því að hér væri verið að feta sig inn á slóðir sem boðið gætu hættu heim og skapað varhugaverð fordæmi. Auglýsingabann á óholum matvörum gagnvart börnum hefur verið reynt og er við lýði á tveimur stöðum. Í Svíþjóð og Quebec í Kanada. Gallinn er bara sá að það hefur ekki virkað á nokkurn hátt. Offita barna og unglinga er sama vandamálið þar og annars staðar. Þessi staðreynd hafði áhrif á Breta og átti þátt í því að þeir féllu frá því að fyrirskipa auglýsingabann. En ef lögbundið auglýsingabann hefur ekki áhrif á mataræði barna og unglinga er þá ekki ólíklegt að frjáls ákvörðun auglýsenda um að takmarka slíkar auglýsingar hafi meiri áhrif? Það virðist blasa við og þess vegna er svolítið erfitt að átta sig á því hvað bresk stjórnvöld - og Samfylkingin á Íslandi - eru að fara. Nema þau telji að reynsla Svía og Kanadamanna sé ekki einhlít og jafnvel þótt bannið sé áhrifalítið þá sé siðferðilega ekki stætt á öðru en að halda óhollustunni frá börnum svo sem kostur er. Vafalaust er það rétt að "óhollur matur" - hvað sem það nú er nákvæmlega - á sinn þátt - og líklega drjúgan - í offitu barna og unglinga, offitu sem skerðir möguleika þeirra í lífinu og skapar þeim heilsufarsleg vandamál, andleg og líkamleg, sem aftur skapar þjóðfélaginu kostnað og vandræði og annan ama. En mataræðið er áreiðanlega ekki eini sökudólgurinn. Líklega er hreyfingarleysi ungdómsins enn stærri áhrifaþáttur offituvandans. Aukin hreyfing, aukin líkamsrækt, er því líklega nærtækari leið til að vinna bug á offitunni, ekki síst ef hún helst í hendur við góða fræðslu um mataræði og aðra hollustuhætti.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
"Hvílík forræðishyggja!" eða "Eru nú gömlu sósíalistarnir búnir að hertaka Samfylkinguna?" - eitthvað á þessa leið voru upphrópanirnar sem heyrðust þegar fréttir barust af því að þingmenn Samfylkingarinnar vildu banna auglýsingar á óhollum matvörum í fjölmiðlum og hefðu borið fram tillögu um það á Alþingi. "Þarna sýnir Samfylkingin sitt rétta andlit - boð og bönn eru hennar ær og kýr" heyrðist einhver segja. Málið var tekið fyrir í Sunnudagsþættinum á Skjá einum. Ólafur Teitur Guðnason gerðist heimspekilegur og vitnaði í David Hume: "Frelsið glatast sjaldan í einu lagi. Það glatast iðulega smátt og smátt". Og það sem meira er, sagði Ólafur Teitur: "Leiðin frá frelsi til ánauðar er vörðuð góðum áformum, eins og Friedrich Hayek benti á. Þeir sem skerða frelsið, gera það oftast í einhverjum göfugum tilgangi". Og það má auðvitað segja að það sé göfugur tilgangur að bæta mataræði fólks. Í okkar heimshluta er það ekki skortur sem veldur vandræðum heldur ofgnótt sem velmegunin hefur leitt af sér en einn fylgifiskur hennar er offita sem orðin er svo útbreidd að talað er um hana sem eitt helsta heilbrigðisvandamál Vesturlanda. Í því sambandi hafa menn sérstakar áhyggjur af börnum og unglingum sem eru sögð varnarlaus gagnvart sölumönnum óhollra matvæla og drykkja. En áður en við höldum áfram að hneykslast á Samfylkingunni og forsjárhyggju hennar skulum við líta á hvað það er sem þingmenn hennar eru raunverulega að leggja til. Svarið finnum við í þingsályktunartillögu sem lesa má hér á vef Alþingis. Þar er lagt til að Alþingi samþykki eftirfarandi: "Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að kanna grundvöll fyrir setningu reglna um takmörkun auglýsinga á matvöru sem inniheldur mikla fitu, sykur eða salt með það að markmiði að sporna við offitu, einkum meðal barna og ungmenna. Ráðherra leitist í þessu skyni m.a. við að ná samstöðu með framleiðendum, innflytjendum og auglýsendum um að þessar vörur verði ekki auglýstar í sjónvarpi fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin." Rétt er að veita því athygli að í tillögunni felst ekki afdráttarlaus krafa um auglýsingabann heldur er frekar um að ræða tilmæli til heilbrigðisyfirvalda um að reyna að fá auglýsendur til samstarfs og vekja þá til skilnings á vandamálinu. En er þetta rétt leið og skynsamleg? Eða er hún stórvarasöm frelsisskerðing? Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögunni að fyrirmyndin er sótt til breskra jafnaðarmanna: "Flutningsmenn vekja ... athygli á þeim aðgerðum sem bresk heilbrigðisyfirvöld hafa gripið til en tillaga þessi hefur þær að nokkru sem fyrirmynd." Um það voru hugmyndir í Bretlandi að banna sjónvarpsauglýsingar á óhollum matvælum á tímum sem börn væru helst fyrir framan viðtækin. Um þetta má til dæmis lesa hér á fréttavef BBC. Þar kemur fram að eftir skoðun málsins var fallið frá hugmyndinni um algjört bann við slíkum auglýsingum en í staðinn er í nýlegri hvítbók bresku ríkisstjórnarinnar eins og hér má lesa lagt til að teknar verði upp viðræður við hagsmunaaðila, þ.e. framleiðendur gosdrykkja, sælgætis og skyndifæðis, með það í huga að þeir setji sér sjálfur reglur sem takmarka það hvernig slíkum auglýsingum er beint að börnum. Segja má að það sé þetta sé Samfylkingin hafi í huga að gert verði á Íslandi. Af hverju ekki algjört bann? Ástæðan fyrir því að Bretar lögðu þá hugmynd á hilluna var að hún mætti miklu andófi. Hasmunaaðilar töldu hana óeðlilega frelsisskerðingu og mismunun og efasemdir voru uppi um að hún stæðist gagnvart grundvallarreglum um tjáningarfrelsi. Einnig var bent á á hve erfitt væri að skilgreina þær vörur sem ekki mætti auglýsa. Margir höfðu áhyggjur af því að hér væri verið að feta sig inn á slóðir sem boðið gætu hættu heim og skapað varhugaverð fordæmi. Auglýsingabann á óholum matvörum gagnvart börnum hefur verið reynt og er við lýði á tveimur stöðum. Í Svíþjóð og Quebec í Kanada. Gallinn er bara sá að það hefur ekki virkað á nokkurn hátt. Offita barna og unglinga er sama vandamálið þar og annars staðar. Þessi staðreynd hafði áhrif á Breta og átti þátt í því að þeir féllu frá því að fyrirskipa auglýsingabann. En ef lögbundið auglýsingabann hefur ekki áhrif á mataræði barna og unglinga er þá ekki ólíklegt að frjáls ákvörðun auglýsenda um að takmarka slíkar auglýsingar hafi meiri áhrif? Það virðist blasa við og þess vegna er svolítið erfitt að átta sig á því hvað bresk stjórnvöld - og Samfylkingin á Íslandi - eru að fara. Nema þau telji að reynsla Svía og Kanadamanna sé ekki einhlít og jafnvel þótt bannið sé áhrifalítið þá sé siðferðilega ekki stætt á öðru en að halda óhollustunni frá börnum svo sem kostur er. Vafalaust er það rétt að "óhollur matur" - hvað sem það nú er nákvæmlega - á sinn þátt - og líklega drjúgan - í offitu barna og unglinga, offitu sem skerðir möguleika þeirra í lífinu og skapar þeim heilsufarsleg vandamál, andleg og líkamleg, sem aftur skapar þjóðfélaginu kostnað og vandræði og annan ama. En mataræðið er áreiðanlega ekki eini sökudólgurinn. Líklega er hreyfingarleysi ungdómsins enn stærri áhrifaþáttur offituvandans. Aukin hreyfing, aukin líkamsrækt, er því líklega nærtækari leið til að vinna bug á offitunni, ekki síst ef hún helst í hendur við góða fræðslu um mataræði og aðra hollustuhætti.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun