Eggjakaup af konum á gráu svæði 15. desember 2004 00:01 Ekkert í lögum bannar að egg til tæknifrjóvgunar séu keypt af konum, eins og fyrirhugað er að gera hér á landi. Hins vegar segir Sigurður Guðmundsson landlæknir það afar umdeilanlegt. Það er einkarekna tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica sem ákveðið hefur að bjóða konum greiðslu fyrir egg þar sem skortur er á þeim. "Það er ekki bannað í lögum um tæknifrjóvgun að taka gjald fyrir svona nokkuð," sagði landlæknir. "Hins vegar er mjög óvenjulegt að við, í þessu umhverfi sem við hrærumst í á Íslandi, greiðum fyrir gjafir á lífsýnum af þessu tagi. Það er að vísu ekki heldur bannað í lögum um lífsýni, sem taka til lífsýna og lífsýnabanka, að greiða gjafa fyrir sýnið. Hins vegar má bankinn sjálfur einungis rukka gjald til að standa undir kostnaði við öflun og umönnun sýnisins, en ekkert umfram það." Landlæknir benti á að ekki væri greitt fyrir blóðgjafir hér á landi, jafnvel þótt það væri ekki beinlínis bannað með lögum. "Mér finnst persónulega að það sé umhugsunarefni og afar umdeilanlegt mál að kaupa egg í þessu skyni, þar sem við greiðslum ekki fyrir blóðgjafir og munum vonandi aldrei gera." Landlæknir kvaðst telja sjálfsagt að greiða gjöfurum fyrir vinnutap, óþægindi og kostnað sem af því hlytist að gefa egg. En hvað varðaði beinar greiðslur bæri að fara varlega í ljósi þess samfélags sem menn byggju í. Hann benti enn fremur á að heilbrigt fólk tæki þátt í vísindarannsóknum sem sjálfboðaliðar. Í slíkum tilvikum hefðu rannsóknarmenn stundum greitt þátttakendum. Þær greiðslur ættu að koma gegn kostnaði, tíma og fleiru af því tagi. Ef sjúklingar tækju þátt í slíkri rannsókn væri ekki greitt fyrir það. Þetta væri vinnuvenjan hér á landi. "Á sama hátt myndi ég vilja sjá eggjagjöfum fyrir komið. Sé greitt fyrir þær sé það til að koma til móts við kostnað, vinnutap ef eitthvað er, en ekki sem umbun til þess að fjölga eggjagjöfum. Það finnst mér vera á mjög gráu svæði," sagði landlæknir sem kvaðs embættið myndu ræða málið á almennum nótum við fyrirtækið. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Ekkert í lögum bannar að egg til tæknifrjóvgunar séu keypt af konum, eins og fyrirhugað er að gera hér á landi. Hins vegar segir Sigurður Guðmundsson landlæknir það afar umdeilanlegt. Það er einkarekna tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica sem ákveðið hefur að bjóða konum greiðslu fyrir egg þar sem skortur er á þeim. "Það er ekki bannað í lögum um tæknifrjóvgun að taka gjald fyrir svona nokkuð," sagði landlæknir. "Hins vegar er mjög óvenjulegt að við, í þessu umhverfi sem við hrærumst í á Íslandi, greiðum fyrir gjafir á lífsýnum af þessu tagi. Það er að vísu ekki heldur bannað í lögum um lífsýni, sem taka til lífsýna og lífsýnabanka, að greiða gjafa fyrir sýnið. Hins vegar má bankinn sjálfur einungis rukka gjald til að standa undir kostnaði við öflun og umönnun sýnisins, en ekkert umfram það." Landlæknir benti á að ekki væri greitt fyrir blóðgjafir hér á landi, jafnvel þótt það væri ekki beinlínis bannað með lögum. "Mér finnst persónulega að það sé umhugsunarefni og afar umdeilanlegt mál að kaupa egg í þessu skyni, þar sem við greiðslum ekki fyrir blóðgjafir og munum vonandi aldrei gera." Landlæknir kvaðst telja sjálfsagt að greiða gjöfurum fyrir vinnutap, óþægindi og kostnað sem af því hlytist að gefa egg. En hvað varðaði beinar greiðslur bæri að fara varlega í ljósi þess samfélags sem menn byggju í. Hann benti enn fremur á að heilbrigt fólk tæki þátt í vísindarannsóknum sem sjálfboðaliðar. Í slíkum tilvikum hefðu rannsóknarmenn stundum greitt þátttakendum. Þær greiðslur ættu að koma gegn kostnaði, tíma og fleiru af því tagi. Ef sjúklingar tækju þátt í slíkri rannsókn væri ekki greitt fyrir það. Þetta væri vinnuvenjan hér á landi. "Á sama hátt myndi ég vilja sjá eggjagjöfum fyrir komið. Sé greitt fyrir þær sé það til að koma til móts við kostnað, vinnutap ef eitthvað er, en ekki sem umbun til þess að fjölga eggjagjöfum. Það finnst mér vera á mjög gráu svæði," sagði landlæknir sem kvaðs embættið myndu ræða málið á almennum nótum við fyrirtækið.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira