Óvenjutíðir stórbrunar 15. desember 2004 00:01 Eftir fremur rólega tíð hjá slökkviliðum landsins fyrstu átta mánuði ársins hefur fjöldi bruna orðið í landinu síðan í september. Sumir þeirra hafa verið ansi stórir. Bruninn í Hringrás í Klettagörðum er einhver mesti bruni sem orðið hefur síðustu ár eða jafnvel áratugi. Jón Viðar Matthíasson, aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir að fjöldi bruna komi í sveiflum. "Við vorum að ræða það í lok sumars hversu rólegt þetta ár hefði verið - svo kemur þessi gusa," segir Jón Viðar. "Fjöldi bruna er mjög sveiflukenndur eftir árum og ég held að það sé ekki hægt að skýra það á nokkurn hátt hvers vegna margir stórir brunar verði á stuttu tímabili. Ég held það sé algjörlega tilviljunum háð hvernig þetta gerist allt saman. Þetta hefur gengið svona í gegnum árin og er því engin nýlunda fyrir okkur." Í eldsvoðum haustsins hefur einn maður látist. Það var þegar íbúðarhús brann á Sauðarkróki í byrjun mánaðarins. Jón Viðar segir að eitt mannslát sé of mikið. Það fyrsta sem slökkviliðsmenn hugsi um þegar þeir komi á vettvang bruna sé að ganga úr skugga um að fólk sé ekki í hættu og ef einhver sé í hættu sé öll áhersla lögð á að bjarga viðkomandi. Stundum sé það bara ekki hægt og það sé það versta sem slökkviliðsmenn lendi í. Jón Viðar segir að sá bruni sem standi upp úr hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins sé án efa bruninn í Hringrás. "Það var slíkur bruni að það liggur við að maður líki honum við náttúruhamfarir," segir Jón Viðar."Það hafa líka orðið aðrir stórir brunar hérna á höfuðborgarsvæðinu í haust eins og til dæmis bruninn í vélsmiðjunni í Garðabæ. Þá var líka mikil hætta á ferðum þegar eldurinn kom upp í timburhúsinu í Lækjargötu 2. Það gekk reyndar vel að slökkva eldinn þar en við erum alltaf með í maganum þegar við fáum tilkynningu um eld í timburhúsi í miðborginni. Það þarf svo lítið að gerast til að hann breiðist út í sambyggð hús og úr verði illviðráðanlegur bruni. Miðborgin er rosalega viðkvæmt svæði. Það er ekki langt síðan stór hluti miðborgar Björgvin í Noregi brann eftir að eldur kom upp í timburhúsi en það sýnir ágætlega hættuna sem getur skapast á svona svæðum." Þó að mikið hafi verið að gera hjá slökkviliðinu undanfarna mánuði segir Jón Viðar að nú sé sá tími að renna upp þegar ansi mikið geti orðið að gera. "Það hefur því miður oft verið mikið að gera hjá okkur um jólin og áramótin. Brunar á þessum árstíma eru yfirleitt mjög erfiðir að því leyti að þessi tími er svo viðkvæmur hjá fjölskyldum. Reyndar hafa líka komið ár þar sem nánast ekkert hefur verið að gera hjá okkur yfir jól og áramót og auðvitað vonum við að svo verði nú." Jón Viðar segir forvarnastarf undanfarinna ára hafa skilað sér. Jákvætt sé hversu meðvitað fólk sé almennt orðið um mikilvægi þess að vera með góð viðvörunarkerfi. Þessi breyting sem orðið hafi á hugsunarhætti fólks hafi breytt miklu fyrir slökkviliðið og auðveldað starf þess. Til dæmis séu slökkvililiðsmenn nú yfirleitt komnir fyrr á vettvang en áður tíðkaðist. Votmúli brann til kaldra kola Flutningabílstjóri sem átti leið í gegnum Blönduós aðfaranótt þriðjudagsins 28. september tilkynnti lögreglu um eld í atvinnuhúsnæðinu Votmúla. Þegar slökkvilið bæjarins kom á vettvang stóðu eldtungur upp úr þaki hússins. Var þá strax kallað á aðstoð frá slökkviliðinu á Skagaströnd og Hvammstanga. Með samhæfðum aðgerðum tókst að bjarga norðurhluta hússins en óhjákvæmilega varð stærsti hluti þess eldinum að bráð. Mikill eldsmatur var í húsinu, þar sem matvælaverksmiðja Vilkó, pakkhús kaupfélagsins og Bílaþjónustan voru með starfsemi. Gaskútar sprungu með svo miklum hvelli að íbúar í nágrenninu vöknuðu. Lögregluna á Blönduósi grunar að kveikt hafi verið í húsinu. Enginn hefur hins vegar verið handtekinn og er málið í rannsókn. Stórtjón á Snæfellsnesi Ríflega sex hundruð fjár brunnu inni í fjárhúsi við bæinn Knerri í Breiðuvík á Snæfellsnesi mánudaginn 18. október. Mikið eignatjón varð því fjárhúsið eyðilagðist, sem og hlaða og skemma með fjölda tækja. Aðkoman var hræðileg. Sumar kindur komust út en hlupu logandi um, brunnar í framan og blindar. Aðstæður fyrir slökkvistarf voru óhemjuerfiðar vegna ofsaroks. Járnplötur fuku sem og hjálmar af slökkviliðsmönnum. Talið er að vindhraði hafi farið hátt í 60 metra á sekúndu í mestu hviðunum og þurftu slökkviliðsmenn um tíma að hörfa inn í tankbíl fullan af vatni. Óttuðust þeir jafnvel að bíllinn myndi velta þegar veðurofsinn var hvað mestur. Talið er að eldurinn hafi kviknað vegna hitnunar í heyi. Bruninn í Hringrás Gríðarlegur eldur kviknaði í dekkjahaug við fyrirtækið Hringrás í Klettagörðum mánudagskvöldið 22. nóvember. Þegar mest lét tóku á fjórða hundrað manns þátt í samhæfðum aðgerðum björgunaraðila og hafa ekki fleiri komið að slíkum verkum fyrr hérlendis. Um 80 slökkviliðsmenn stóðu í ströngu um langa hríð, yfir 30 lögreglumenn komu að verkinu, 90 björgunarsveitarmenn og 50 liðsmenn Rauða krossins auk fjölda annarra, eins og strætisvagna- og leigubílstjóra. Um sex hundruð íbúum í grennd við brunann var gert að yfirgefa heimili sín vegna eitraðs reyks sem barst frá eldsvoðanum. Skemma Hringrásar varð eldinum að bráð og allt sem í henni var auk þess sem talsverð verðmæti voru í dekkjahaugnum sem brann til kaldra kola. Starfsemi lá niðri í mörgum nærliggjandi fyrirtækjum daginn eftir brunann og eigur sumra þeirra eyðilögðust vegna reyks og sóts. Matvælafyrirtæki í grenndinni þurfti að farga allri framleiðslu sinni. Ónefndar eru þær skemmdir sem urðu á heimilum. Talið er að kviknað hafi í út frá hleðslutæki fyrir lyftara sem var á lóðinni við dekkjahauginn. Myndir frá HringrásarbrunanumPiltur lést á Sauðárkróki Piltur um tvítugt fórst þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Bárustíg á Sauðárkróki sunnudagsmorguninn 5. desember. Annar piltur fannst meðvitundarlaus í húsinu og var hann fluttur á sjúkrahús Sauðárkróks og þaðan til Reykjavíkur á gjörgæsludeild. Stúlka og piltur sem einnig voru í húsinu sluppu ómeidd. Samkvæmi hafði verið í húsinu um nóttina og fannst pilturinn sem lést inni í stofu hússins þar sem talið er að eldurinn hafi kviknað. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var mikill eldur í húsinu. Slökkvistarf gekk samt greiðlega fyrir sig. Húsið er talið nánast ónýtt. Eldsupptök eru ókunn. Mögulegt er talið að kviknað hafi í út frá sígarettu en hins vegar útilokar lögreglan ekki að um íkveikju hafi verið að ræða. Allt ónýtt í Nóatúni Eldur kviknaði í hluta verslunar Nóatúns í JL-húsinu við Hringbraut 121 aðfaranótt laugardagsins 11. desember. Mikill eldur var í verslun í húsinu og um það leyti sem slökkvilið bar að garði sprakk gluggi í versluninni og gengu eldtungur út. Vel gekk að slökkva eldinn og tók það tiltölulega lítinn tíma. Engin slys urðu á fólki, enda verslunin mannlaus, en gjörsamlega allt er ónýtt í versluninni. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni við kjötborð verslunarinnar. Eldur í hjarta miðborgarinnar Eldur kom upp á matsölustaðnum Kebabhúsinu í Lækjargötu 2 mánudagskvöldið 13. desember. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á staðinn auk þess sem kallað var á slökkviliðsmenn á aukavakt þar sem um timburhús í hjarta miðborgarinnar var að ræða. Frá staðnum lagði mikinn reyk, sem barst bæði um Lækjargötu og Austurstræti. Húsið er samtengt fleiri timburhúsum, meðal annars Hressingarskálanum. Rýma þurfti kaffihús í samliggjandi húsi vegna reyks. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Þó nokkurt eignatjón varð. Vélsmiðja í björtu báli Vélvirki í Vélsmiðju Sigurðar Jónssonar var að slípa rör aðfaranótt þriðjudagsins 14. desember þegar neisti úr slípirokknum fór í tunnu fulla af olíu með þeim afleiðingum að eldur blossaði upp. Vélsmiðir á staðnum gripu nálæg slökkvitæki en náðu ekki að slökkva eldinn. Húsið varð síðan alelda á örskammri stundu. Það tók slökkviliðið um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Tjónið er metið á tugi milljóna króna. Grind hússins er talin heil en nokkra mánuði mun taka að klæða það upp á nýtt og endurnýja það að innan. Eldtungur gengu út úr verslun Nóatúns í JL-húsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Allt inni í verslunin eyðilagðist í brunanum.Tugmilljóna króna tjón varð í þegar eldur kviknaði í Vélsmiðju Sigurðar Jónssonar í Garðabæ. Hlynur Hreiðarsson (t.v.) var að slípa og sjóða saman þegar eldurinn kviknaði. Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar, er einnig á myndinni.Eldur kviknaði á veitingastaðnum Kebab-húsinu í Lækjargötu 2 um síðustu helgi. Litlu munaði að eldurinn breiddist út til nálægra húsa.Tvítugur piltur lét lífið í eldsvoða í einbýlishúsi á Sauðárkróki fyrir ellefu dögum síðan. Tveir aðrir piltar og stúlka sluppu við illan leik.Á sjöunda hundrað fjár brann inni í fjárhúsi í miklum eldsvoða á bænum Knerri á sunnanverðu Snæfellsnesi.Votmúli, um fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði á Blönduósi, brann til kaldra kola í lok september. Tjónið er metið á ríflega hundrað milljónir króna.Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út þegar tilkynnt var um eld í Þjóðleikhúsinu um miðjan október. Eldurinn var í potti í Þjóðleikhúskjallaranum og litlar sem engar skemmdir urðu á húsinu. Verið var að sýna söngleikinn Edith Piaf þegar eldurinn kom upp og hélt Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona sýningunni áfram á tröppum Þjóðleikhússins á meðan verið var að reykræsta húsið.Jón Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Eftir fremur rólega tíð hjá slökkviliðum landsins fyrstu átta mánuði ársins hefur fjöldi bruna orðið í landinu síðan í september. Sumir þeirra hafa verið ansi stórir. Bruninn í Hringrás í Klettagörðum er einhver mesti bruni sem orðið hefur síðustu ár eða jafnvel áratugi. Jón Viðar Matthíasson, aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir að fjöldi bruna komi í sveiflum. "Við vorum að ræða það í lok sumars hversu rólegt þetta ár hefði verið - svo kemur þessi gusa," segir Jón Viðar. "Fjöldi bruna er mjög sveiflukenndur eftir árum og ég held að það sé ekki hægt að skýra það á nokkurn hátt hvers vegna margir stórir brunar verði á stuttu tímabili. Ég held það sé algjörlega tilviljunum háð hvernig þetta gerist allt saman. Þetta hefur gengið svona í gegnum árin og er því engin nýlunda fyrir okkur." Í eldsvoðum haustsins hefur einn maður látist. Það var þegar íbúðarhús brann á Sauðarkróki í byrjun mánaðarins. Jón Viðar segir að eitt mannslát sé of mikið. Það fyrsta sem slökkviliðsmenn hugsi um þegar þeir komi á vettvang bruna sé að ganga úr skugga um að fólk sé ekki í hættu og ef einhver sé í hættu sé öll áhersla lögð á að bjarga viðkomandi. Stundum sé það bara ekki hægt og það sé það versta sem slökkviliðsmenn lendi í. Jón Viðar segir að sá bruni sem standi upp úr hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins sé án efa bruninn í Hringrás. "Það var slíkur bruni að það liggur við að maður líki honum við náttúruhamfarir," segir Jón Viðar."Það hafa líka orðið aðrir stórir brunar hérna á höfuðborgarsvæðinu í haust eins og til dæmis bruninn í vélsmiðjunni í Garðabæ. Þá var líka mikil hætta á ferðum þegar eldurinn kom upp í timburhúsinu í Lækjargötu 2. Það gekk reyndar vel að slökkva eldinn þar en við erum alltaf með í maganum þegar við fáum tilkynningu um eld í timburhúsi í miðborginni. Það þarf svo lítið að gerast til að hann breiðist út í sambyggð hús og úr verði illviðráðanlegur bruni. Miðborgin er rosalega viðkvæmt svæði. Það er ekki langt síðan stór hluti miðborgar Björgvin í Noregi brann eftir að eldur kom upp í timburhúsi en það sýnir ágætlega hættuna sem getur skapast á svona svæðum." Þó að mikið hafi verið að gera hjá slökkviliðinu undanfarna mánuði segir Jón Viðar að nú sé sá tími að renna upp þegar ansi mikið geti orðið að gera. "Það hefur því miður oft verið mikið að gera hjá okkur um jólin og áramótin. Brunar á þessum árstíma eru yfirleitt mjög erfiðir að því leyti að þessi tími er svo viðkvæmur hjá fjölskyldum. Reyndar hafa líka komið ár þar sem nánast ekkert hefur verið að gera hjá okkur yfir jól og áramót og auðvitað vonum við að svo verði nú." Jón Viðar segir forvarnastarf undanfarinna ára hafa skilað sér. Jákvætt sé hversu meðvitað fólk sé almennt orðið um mikilvægi þess að vera með góð viðvörunarkerfi. Þessi breyting sem orðið hafi á hugsunarhætti fólks hafi breytt miklu fyrir slökkviliðið og auðveldað starf þess. Til dæmis séu slökkvililiðsmenn nú yfirleitt komnir fyrr á vettvang en áður tíðkaðist. Votmúli brann til kaldra kola Flutningabílstjóri sem átti leið í gegnum Blönduós aðfaranótt þriðjudagsins 28. september tilkynnti lögreglu um eld í atvinnuhúsnæðinu Votmúla. Þegar slökkvilið bæjarins kom á vettvang stóðu eldtungur upp úr þaki hússins. Var þá strax kallað á aðstoð frá slökkviliðinu á Skagaströnd og Hvammstanga. Með samhæfðum aðgerðum tókst að bjarga norðurhluta hússins en óhjákvæmilega varð stærsti hluti þess eldinum að bráð. Mikill eldsmatur var í húsinu, þar sem matvælaverksmiðja Vilkó, pakkhús kaupfélagsins og Bílaþjónustan voru með starfsemi. Gaskútar sprungu með svo miklum hvelli að íbúar í nágrenninu vöknuðu. Lögregluna á Blönduósi grunar að kveikt hafi verið í húsinu. Enginn hefur hins vegar verið handtekinn og er málið í rannsókn. Stórtjón á Snæfellsnesi Ríflega sex hundruð fjár brunnu inni í fjárhúsi við bæinn Knerri í Breiðuvík á Snæfellsnesi mánudaginn 18. október. Mikið eignatjón varð því fjárhúsið eyðilagðist, sem og hlaða og skemma með fjölda tækja. Aðkoman var hræðileg. Sumar kindur komust út en hlupu logandi um, brunnar í framan og blindar. Aðstæður fyrir slökkvistarf voru óhemjuerfiðar vegna ofsaroks. Járnplötur fuku sem og hjálmar af slökkviliðsmönnum. Talið er að vindhraði hafi farið hátt í 60 metra á sekúndu í mestu hviðunum og þurftu slökkviliðsmenn um tíma að hörfa inn í tankbíl fullan af vatni. Óttuðust þeir jafnvel að bíllinn myndi velta þegar veðurofsinn var hvað mestur. Talið er að eldurinn hafi kviknað vegna hitnunar í heyi. Bruninn í Hringrás Gríðarlegur eldur kviknaði í dekkjahaug við fyrirtækið Hringrás í Klettagörðum mánudagskvöldið 22. nóvember. Þegar mest lét tóku á fjórða hundrað manns þátt í samhæfðum aðgerðum björgunaraðila og hafa ekki fleiri komið að slíkum verkum fyrr hérlendis. Um 80 slökkviliðsmenn stóðu í ströngu um langa hríð, yfir 30 lögreglumenn komu að verkinu, 90 björgunarsveitarmenn og 50 liðsmenn Rauða krossins auk fjölda annarra, eins og strætisvagna- og leigubílstjóra. Um sex hundruð íbúum í grennd við brunann var gert að yfirgefa heimili sín vegna eitraðs reyks sem barst frá eldsvoðanum. Skemma Hringrásar varð eldinum að bráð og allt sem í henni var auk þess sem talsverð verðmæti voru í dekkjahaugnum sem brann til kaldra kola. Starfsemi lá niðri í mörgum nærliggjandi fyrirtækjum daginn eftir brunann og eigur sumra þeirra eyðilögðust vegna reyks og sóts. Matvælafyrirtæki í grenndinni þurfti að farga allri framleiðslu sinni. Ónefndar eru þær skemmdir sem urðu á heimilum. Talið er að kviknað hafi í út frá hleðslutæki fyrir lyftara sem var á lóðinni við dekkjahauginn. Myndir frá HringrásarbrunanumPiltur lést á Sauðárkróki Piltur um tvítugt fórst þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Bárustíg á Sauðárkróki sunnudagsmorguninn 5. desember. Annar piltur fannst meðvitundarlaus í húsinu og var hann fluttur á sjúkrahús Sauðárkróks og þaðan til Reykjavíkur á gjörgæsludeild. Stúlka og piltur sem einnig voru í húsinu sluppu ómeidd. Samkvæmi hafði verið í húsinu um nóttina og fannst pilturinn sem lést inni í stofu hússins þar sem talið er að eldurinn hafi kviknað. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var mikill eldur í húsinu. Slökkvistarf gekk samt greiðlega fyrir sig. Húsið er talið nánast ónýtt. Eldsupptök eru ókunn. Mögulegt er talið að kviknað hafi í út frá sígarettu en hins vegar útilokar lögreglan ekki að um íkveikju hafi verið að ræða. Allt ónýtt í Nóatúni Eldur kviknaði í hluta verslunar Nóatúns í JL-húsinu við Hringbraut 121 aðfaranótt laugardagsins 11. desember. Mikill eldur var í verslun í húsinu og um það leyti sem slökkvilið bar að garði sprakk gluggi í versluninni og gengu eldtungur út. Vel gekk að slökkva eldinn og tók það tiltölulega lítinn tíma. Engin slys urðu á fólki, enda verslunin mannlaus, en gjörsamlega allt er ónýtt í versluninni. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni við kjötborð verslunarinnar. Eldur í hjarta miðborgarinnar Eldur kom upp á matsölustaðnum Kebabhúsinu í Lækjargötu 2 mánudagskvöldið 13. desember. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á staðinn auk þess sem kallað var á slökkviliðsmenn á aukavakt þar sem um timburhús í hjarta miðborgarinnar var að ræða. Frá staðnum lagði mikinn reyk, sem barst bæði um Lækjargötu og Austurstræti. Húsið er samtengt fleiri timburhúsum, meðal annars Hressingarskálanum. Rýma þurfti kaffihús í samliggjandi húsi vegna reyks. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Þó nokkurt eignatjón varð. Vélsmiðja í björtu báli Vélvirki í Vélsmiðju Sigurðar Jónssonar var að slípa rör aðfaranótt þriðjudagsins 14. desember þegar neisti úr slípirokknum fór í tunnu fulla af olíu með þeim afleiðingum að eldur blossaði upp. Vélsmiðir á staðnum gripu nálæg slökkvitæki en náðu ekki að slökkva eldinn. Húsið varð síðan alelda á örskammri stundu. Það tók slökkviliðið um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Tjónið er metið á tugi milljóna króna. Grind hússins er talin heil en nokkra mánuði mun taka að klæða það upp á nýtt og endurnýja það að innan. Eldtungur gengu út úr verslun Nóatúns í JL-húsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Allt inni í verslunin eyðilagðist í brunanum.Tugmilljóna króna tjón varð í þegar eldur kviknaði í Vélsmiðju Sigurðar Jónssonar í Garðabæ. Hlynur Hreiðarsson (t.v.) var að slípa og sjóða saman þegar eldurinn kviknaði. Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar, er einnig á myndinni.Eldur kviknaði á veitingastaðnum Kebab-húsinu í Lækjargötu 2 um síðustu helgi. Litlu munaði að eldurinn breiddist út til nálægra húsa.Tvítugur piltur lét lífið í eldsvoða í einbýlishúsi á Sauðárkróki fyrir ellefu dögum síðan. Tveir aðrir piltar og stúlka sluppu við illan leik.Á sjöunda hundrað fjár brann inni í fjárhúsi í miklum eldsvoða á bænum Knerri á sunnanverðu Snæfellsnesi.Votmúli, um fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði á Blönduósi, brann til kaldra kola í lok september. Tjónið er metið á ríflega hundrað milljónir króna.Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út þegar tilkynnt var um eld í Þjóðleikhúsinu um miðjan október. Eldurinn var í potti í Þjóðleikhúskjallaranum og litlar sem engar skemmdir urðu á húsinu. Verið var að sýna söngleikinn Edith Piaf þegar eldurinn kom upp og hélt Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona sýningunni áfram á tröppum Þjóðleikhússins á meðan verið var að reykræsta húsið.Jón Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira