Reykjanesbrautin ekki breikkuð? 17. desember 2004 00:01 Bæjarstjórn Garðabæjar hefur hafnað því að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að breikka Reykjanesbraut samkvæmt fyrirliggjandi tillögum. Bæjarstjórinn segir meðal annars hljóðmanir of háar en fundur verði með hagmunaðilum í næstu viku. Bæjarstjórinn efast ekki um að brautin verði breikkuð. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri lagði fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi þar sem lagt var til að fallast ekki á framkvæmdaleyfi fyrir Vegagerðina vegna breikkunar Reykjanesbrautar í landi Garðabæjar, samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Ásdís Halla segir þær tillögur sem lágu fyrir frá Vegagerðinni mun betri en þær sem voru uppi á borðinu fyrir ári. Þá þurfi viðkomandi ráðherrar og þingmenn að leggja mat á málið, enda komi það í þeirra hlut að veita fjármunum til verksins. Ljóst sé að breyta þurfi þeim hugmyndum sem fyrir liggja. Sumar hljóðmanirnar séu t.d. enn of háar og spurning sé hvort vegurinn verði lækkaður. Ásdís segir töluverðan mun vera á kostnaðaráætlunum fyrir það verk, eða allt frá 500 til 1200 milljónir. Með lækkun brautarinnar opnast möguleiki á að leggja hana í stokk en Ásdís Halla segir ekki kröfu um slíkt núna, hvað sem verði síðar, til dæmis eftir einhverja áratugi en slíkt kosti um fjóra milljarða króna. Hún segir að samgönguráðherra ætli að boða í næstu viku til fundar með bæjaryfirvöldum, umhverfisráðherra, Vegagerðinni og þingmönnum kjördæmisins um framhaldið. Ásdís efast þrátt fyrir allt ekki um að Reykjanesbrautin verði breikkuð því hún gegni það miklu lykilhlutverki á höfuðborgarsvæðinu - það sé aðeins spurning með hvaða hætti það verði gert. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur hafnað því að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að breikka Reykjanesbraut samkvæmt fyrirliggjandi tillögum. Bæjarstjórinn segir meðal annars hljóðmanir of háar en fundur verði með hagmunaðilum í næstu viku. Bæjarstjórinn efast ekki um að brautin verði breikkuð. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri lagði fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi þar sem lagt var til að fallast ekki á framkvæmdaleyfi fyrir Vegagerðina vegna breikkunar Reykjanesbrautar í landi Garðabæjar, samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Ásdís Halla segir þær tillögur sem lágu fyrir frá Vegagerðinni mun betri en þær sem voru uppi á borðinu fyrir ári. Þá þurfi viðkomandi ráðherrar og þingmenn að leggja mat á málið, enda komi það í þeirra hlut að veita fjármunum til verksins. Ljóst sé að breyta þurfi þeim hugmyndum sem fyrir liggja. Sumar hljóðmanirnar séu t.d. enn of háar og spurning sé hvort vegurinn verði lækkaður. Ásdís segir töluverðan mun vera á kostnaðaráætlunum fyrir það verk, eða allt frá 500 til 1200 milljónir. Með lækkun brautarinnar opnast möguleiki á að leggja hana í stokk en Ásdís Halla segir ekki kröfu um slíkt núna, hvað sem verði síðar, til dæmis eftir einhverja áratugi en slíkt kosti um fjóra milljarða króna. Hún segir að samgönguráðherra ætli að boða í næstu viku til fundar með bæjaryfirvöldum, umhverfisráðherra, Vegagerðinni og þingmönnum kjördæmisins um framhaldið. Ásdís efast þrátt fyrir allt ekki um að Reykjanesbrautin verði breikkuð því hún gegni það miklu lykilhlutverki á höfuðborgarsvæðinu - það sé aðeins spurning með hvaða hætti það verði gert.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira